SSFblaðið - Dec 2014, Page 36
36
félagasamtök sem hafa starfað síðan árið 1995 að umhverfisvernd
í hafinu.
miðstjóRn alþýðusambandsins gagnRýndi fjáRlagafRumvaRp
RÍkisstjóRnaRinnaR og sagði RÍkisstjóRnina Ráðist gegn
hagsmunum launafólks. Í ályktun miðstjórnar var lýst miklum
vonbrigðum með að „ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu
fyrir næsta ár að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks
í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Því sé haldið
að launafólki að nauðsynlegt sé að mæta minni tekjum ríkissjóðs
með aðhaldsaðgerðum og margháttuðum skerðingum gagnvart
almenningi. Alþýðusambandið hafni alfarið þeim málflutningi.
Skattar á eignafólk og hátekjumenn hafa verið lækkaðir svo um
munar. Þá hafi skattar á fyrirtæki sem skila methagnaði verið læk-
kaðir umtalsvert þannig að samtals hafi ríkisstjórnin skert tekjur
sínar um tugi milljarða“ sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ.
flutningaskipið gReen fReeZeR stRandaði á skeRi Í fáskRúðsfiRði.
bjöRgunaRsveitiR á austuRlandi voRu allaR kallaðaR út, þaR
með talið bjöRgunaRbátuRinn geisli og aðRiR bátaR allt fRá
vopnafiRði til hoRnafjaRðaR. Óttast var um mengunarslys en
svo varð ekki og allt fór vel á endanum. Illa gekk þó að ná skipinu
á flot þar sem m.a. dráttartaugin slitnaði. Ákveðið var að bíða eftir
olíuskipi sem gæti dælt olíu frá skipinu svo að það myndi léttast
til auðvelda í framhaldinu að draga það af strandstað.
viðskiptaRáð Íslands og samtök atvinnulÍfsins stóðu fyRiR
fundi um fRamvindu og hoRfuR Í RÍkisRekstRi og spuRðu Í
ljósi fjáRlagafRumvaRpsins hvoRt aðhaldi Í RÍkisRekstRi væRi
lokið. Á fundinum kom fram skýr krafa um að bregðast yrði við
skuldastöðu ríkissjóðs m.a. með sölu ríkiseigna t.d. allt að 30%
hlut í Landsvirkjun.
landhelgisgæslan losaði loks flutningaskipið gReen fReeZeR
af stRandstað, en skipið hafði stRandað Í sunnanveRðum
fáskRúðsfiRði. Búið var að dæla olíu úr skipinu til að létta það.
Skipið var dregið til hafnar á Fáskrúðsfirði þar sem hafist var
handa við losun áður en endanlega yrði hægt að fara yfir skem-
mdir skipsins.
ekkeRt lát vaR á gosinu Í holuhRauni. hRaunið sem komið hafði
upp úR holuhRauni vaR nú oRðið 37 feRkÍlómetRaR.
kaupmáttuR launa hækkaði um 0,3% Í ágúst fRá þvÍ Í júlÍ áRið
2014 skv.tölum hagstofunnaR. Kaupmáttur launa hafði hækkað
um 3,9% á síðustu tólf mánuðum. Launavísitala hækkaði um
0,6% í ágúst frá því í júlí árið 2014 og hafði hækkað um 6,3% á
síðustu tólf mánuðum.
samkeppniseftiRlitið ákvað að sekta mjólkuRsamsöluna um
370 milljóniR kRóna fyRiR misnotkun á maRkaðsRáðandi stöðu.
Niðurstaða eftirlitsins var að MS hefði selt smærri keppinautum
sínum mjólk á hærra verði, en fyrirtækjum tengdum MS. Það
hafi veikt keppinauta. MS tilkynnti strax að fyrirtækið hygðist
áfrýja ákvörðuninni.
staRfsmannafélag kópavogsbæjaR samþykkti veRkfallsboðun
með miklum meiRihluta gReiddRa atkvæða félagsmanna. Félagið
tilkynnti að yrði ekki búið að samþykkja samninga fyrir dagana
14., 15., 21. og 22. október myndu félagsmenn leggja niður
störf. Félagið tilkynnti að ótímabundið verkfall myndi hefjast 1.
nóvember. Haft var eftir Jófríði Hönnu Sigfúsdóttur, formanni
starfsmannafélagsins, í fréttum Ríkisútvarpsins að verkfall kæmi
til með að lama starfsemi grunnskóla, leikskóla, sundlauga, íþrót-
tamannvirkja og skrifstofa Kópavogsbæjar.
mikið hafði veRið deilt á ákvöRðun stjóRnaRfoRmanns
bankaRáðs seðlabankans fyRiR að gReiða málskostnað más
guðmundssonaR, seðlabankastjóRa. Már hafði stefnt Seðla-
bankanum fyrir dóm árið 2010 vegna þess að hann taldi laun sín
vera lægri en þau ættu að vera, eftir úrskurð kjararáðs. Már tapaði
dómsmálinu í Hæstarétti en bankinn greiddi málskostnað hans.
Bankaráð ákvað engu að síður á fundi sínum að málskostnaðurinn
yrði ekki greiddur af bankanum. Minnihlutinn í bankaráði Seðla-
bankans taldi sanngirnisrök vera fyrir því að greiða málskostnaðinn
upp á 7,4 milljónir króna.
RÍkisútvaRpið gReindi fRá Rannsókn hagstofunnaR um kjöRsókn
sÍðustu sveitaRstjóRnaRkosninga. Í
rannsókninni kom fram að innan við
helmingur kjósenda á aldrinum 20
til 29 ára hefðu nýtt sér kosningarétt
sinn í sveitarstjórnarkosningum. Rétt
tæplega helmingur fólks á aldrinum
25 til 29 ára greiddi atkvæði og aðeins
45,4 prósent 20 til 24 ára. Kjörsókn var mest meðal fólks á aldrinu
60 til 79 ára, um og yfir 80 prósent. Kjörsókn í heildina var 66,5
prósent og er sú lakasta í lýðveldissögunni.
fRam kom Í tilkynningu fRá RannsóknaRsetRi veRslunaRinnaR að
feRðamenn hefðu gReitt 17 milljaRða fyRiR vöRuR og þjónustu
með gReiðslukoRtum sÍnum Í ágúst 2014. Það er 2,7 milljörðum
krónum meira en í sama mánuði árið 2013. Í tilkynningu Rannsók-
narsetursins sagði að á síðustu tólf mánuðum hefði erlend greiðs-
lukortavelta aukist um rúm 19 prósent.
b a n k a m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t