SSFblaðið - des. 2014, Síða 39

SSFblaðið - des. 2014, Síða 39
39 mikið vaR deilt um kaup landhelgisgæslunnaR á 250 mp5 hRÍðskotabyssum. Við fyrstu var talið að lögreglan hefði keypt byssurnar en síðar kom í ljós að það hefði verið Landhelgisgæslan sem svo vildi meina að þær hefðu verið gjöf frá norska hernum. Það gat Dag Aamont, upplýsingafulltrúi norska hersins, ekki staðfest í samtali við Fréttastofu Ríkisútvarpsins og kannaðist ekki við neinn gjafagjörning í þessu sambandi. gReint vaR fRá þvÍ Í moRgunblaðinu að um 2.000 staRfsmenn viðskiptabanka og spaRisjóða hefðu misst vinnuna fRá hRuni, þaR af 1.500 konuR. Flestum bankastarfsmönnum, eða 1.200, var sagt upp á árunum 2008 til 2009 en um 800 hafa misst vin- nuna til viðbótar síðan þá. Hlutfall kvenna í störfum í bönkum hefur verið á bilinu 70 til 80% undanfarin 30 ár og það eru fyrst og fremst konur sem eru að missa störfin núna. „80 til 90% af þeim sem eru að missa vinnuna í viðskiptabankaþjónustunni eru konur. Fyrst í hruninu var þetta nokkuð jafnt, karlar og konur sem misstu vinnuna, en af þeim 800 sem hafa misst vinnuna frá 2010 til dagsins í dag eru örugglega um 600 konur,» sagði Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Morgunblaðinu. áRsfunduR alþýðusambands Íslands vaR haldinn. Á fundinum var Gylfi Arnbjörnsson endurkjörinn sem forseti sambandsins. Gylfi hlaut tæp 75 prósent atkvæða og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, rúm 25 prósent. samantekt lögReglu um mótmælin á austuRvelli áRin 2008- 2011 sem geiR jón þóRisson, þáverandi yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var afhent fjölmiðlum á grund- velli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Skýrslan fékk heilmikla umfjöllun en í henni er m.a. ítarlega fjallað um upplifun lögreglunnar sem stóð vaktina við Alþingishúsið í mótmælunum á árunum 2008-2011. Skýrslan fékk m.a. mikla gagnrýni sökum þess að fjölmörg nöfn voru læsileg þótt búið sé að strika yfir þau, lögreglan sagði að mistök hefðu átt sér stað. allRa mesta mengun sem mælst hefuR Í byggð mældist á hoRnafiRði. Styrkleiki gosmengunarinnar mældist 21.000 míkrógrömmum á rúmmetra sem er rúmlega þrefalt meira en hæsti toppur hafi mælst þar áður. Fólki var ráðlagt að halda sig innan dyra og ekki að reyna á sig. Ekkert virtist draga úr gosinu í Holuhrauni. fyRsta tÍmabundna veRkfall lækna hófst Í fyRstu boðuðu veRkfallslotunni. Þessi verkfallslota varði í tvo sólarhringa og fóru læknar á Kvenna- og barnasviði, Rannsóknarsviði Landspítala og læknar á heilsugæslustöðvum landsins að ákveðnum marki í verkfall. Allri bráðaþjónustu var sinnt. fundað vaR Í kjaRadeilu félags tónlistaRkennaRa og sambands ÍslenskRa sveitaRfélaga Í húsakynnum RÍkissáttasemjaRa. Sigrún Geirdal, formaður félags tónlistarkennara, sagðist ekki finna neina vöfflulykt í fréttum Ríkisútvarpsins aðspurð að því hvernig samn- ingaviðræðum miðaði. Verkfall tónlistarkennara hafði næstum varað í viku. gosmengun hélt áfRam að plaga landsmenn. Í Suðursveit að Jökulsárlóni fór gosmengun upp í um 3.000 mikrógrömm af brennisteinsdíoxíði á rúmmetra. Ísland vaRð Í fyRsta sæti sjötta áRið Í Röð Í áRlegRi úttekt alþjóða efnahagsRáðsins, WoRld economic foRum á jafnRétti kaRla og kvenna. Í úttektinni eru efnahagsleg og pólitísk völd, menntun og heilbrigðismál mæld. veRkfallslota hjá læknum stóð yfiR sem og veRkfall tónlistaRskólakennaRa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- sætisráðherra, sagði í fréttatíma Ríkisútvarpsins að verkfall lækna væri sérstakt áhyggjuefni fyrir Ísland þar sem eftirspurn eftir læknum sé mikil annars staðar á Norðurlöndunum þar sem hærri laun bjóðist. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði ekki tímabært að setja lög á verkfall lækna. unicef, baRnahjálp sameinuðu þjóðanna, gaf út skýRsluna kReppuböRnin, áhRif efnahagskReppunnaR á velfeRð baRna Í RÍkum löndum. Í skýrslunni kom fram að fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38%. Borin voru saman gögn frá 41 ríki innan OECD og Evrópusambandsins og athugað hvort fátækt barna hafði aukist eða minnkað frá árinu 2008. Í skýrslunni segir að fátækt barna á Íslandi hafi aukist um 20% frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2% og 31,6%. hagstofan biRti útReikninga sÍna á veRðbólgu septembeRmánaðaR. Verðbólga mældist þá 1,9% sem var tíunda mánuðinn í röð þar sem verðbólgan mældist innan verðbólgumarkmiða Seðlaban- kans, að húsnæðisverði undanskyldu nam verðbólga síðustu tólf mánuði 0,5%. v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.