SSFblaðið - des. 2014, Síða 42
42
gÍsli fReyR valdóRsson vaR dæmduR til átta mánaða
skiloRðsbundinnaR fangelsisRefsingaR fyRiR að leka minnisblaði
um hælisleitandann tony omos Í héRaðsdómi ReykjavÍkuR.
Gísli Freyr sagði í dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að hann
myndi una dóminum.
foRmanna- og tRúnaðaRmannafunduR ssf vaR á selfossi. Um 80
félagar úr stjórnum og trúnaðarmannahópi aðildarfélaga SSF komu
saman. Á fundinum var lögð áhersla á stöðu kjarasamningsmála
ásamt kröfugerð og launaþróun félagsmanna. Undirbúningur fyrir
komandi kjaraviðræður hafði staðið yfir innan vébanda Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja. Farið höfðu fram trúnaðarman-
nafundir hjá aðildarfélögum þar sem kallað var eftir umræðum
um komandi kjarasamningsviðræður og kröfugerð SSF.
menntamálaRáðheRRa skipaði aRa matthÍasson Í embætti
þjóðleikhússtjóRa til næstu fimm áRa, fRá og með 1. janúaR
2015. Hann tekur við af Tinnu Gunnlaugsdóttur sem hefur verið
þjóðleikhússtjóri frá árinu 2005.
veRkfall lækna á heilsugæslum höfuðboRgaRsvæðisins,
á heilbRigðisstofnunum á landsbyggðinni og á kvenna- og
baRnasviði og RannsóknaRsviði landspÍtala hófst. Ekkert miðaði
áfram á samningafundum deiluaðila. Gert var ráð fyrir að þessi
verkfallslota stæði yfir í tvo sólarhringa.
SkuRðlæknaR lögðu niðuR stöRf og bættust Í hóp þeiRRa lækna
sem voRu Í miðRi veRkfallslotu. Einungis var bráðatilvikum sinnt
hjá skurðlæknum en verkfall þeirra stóð yfir í þrjá daga.
1,7% Íslendinga sem eRu Í vinnu voRu fjaRveRandi vegna veikinda
Í meiRa en eina viku á sÍðasta áRi, þetta kemuR fRam Í noRRænum
hagtölum og fRéttastofa RÍkisútvaRpsins gReindi fRá. Hlutfal-
lið á Íslandi er það lægsta af Norðurlöndunum. Fjarvistir vegna
veikinda voru mestar í Noregi, 3,5%, þar á eftir koma Finnar með
2,6%, og Svíar með 2,3%. Fjarvistir kvenna vegna veikinda eru
almennt meiri er karla. 1,7% kvenna í Danmörku og á Íslandi voru
fjarverandi í meira en eina viku í fyrra en 4,3% norskra kvenna.
Íslandsbanki tilkynnti að bankinn hefði hagnast um 18,2
milljaRða kRóna eftiR skatta á fyRstu 9 mánuðum áRsins 2014.
Það er 2,8 milljörðum meiri hagnaður en en á sama tímabili árið
2013.
hagstofan biRti mánaðaRlegaR vÍsitöluR kaupmáttaR launa.
Í tölunum nú mátti sjá að kaupmáttur launa hefði hækkað um
0,5% frá september til október árið 2014. Síðustu tólf mánuði
hafði vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%.
bjöRn ingi hRafnsson keypti 70% hlut Í fjölmiðlafyRiRtækinu
dv. Í tilkynningu frá Birni segir að Pressan, móðurfélag Vefpres-
sunnar og vefmiðlanna Pressan.is, Eyjan.is og Bleikt.is, hafi náð
samkomulagi við eigendur meirihluta hlutafjár í útgáfufélagi DV.
Kaupin voru tilkynnt Samkeppniseftirlitinu og beðið var endan-
legrar staðfestingar þaðan.
hanna biRna kRistjánsdóttiR tilkynnti afsögn sÍna úR embætti
innanRÍkisRáðheRRa. „Eftir umtalsverða umhugsun hef ég nú
tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að ég vilji hætta sem ráðherra
og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra,“
sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra
í yfirlýsingu, um starfslok sín sem ráðherra. Hanna Birna sagði í
yfirlýsingunni að ár væri nú liðið frá upphafi lekamálsins og „með
þær upplýsingar um atburðarrásina, sem nú liggja á borðinu, er
ljóst að aðstoðarmaður minn braut af sér án minnar vitneskju.
Hann starfaði í pólitísku umboði mínu og ég bar traust til hans
enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að treysta fólki. Ég hafði
ekki forsendur til að rengja ítrekaðar yfirlýsingar hans um sakleysi
í nánast heilt ár og viðbrögð mín voru í samræmi við það. Játning
hans vegna málsins var mér því mikið persónulegt áfall og ljóst er
að viðbrögð mín á ýmsum stigum málsins hefðu verið allt önnur ef
ég hefði vitað hvernig málinu var háttað“. Með þessu varð Hanna
Birna fjórði ráðherrann á lýðveldistímanum sem biðst lausnar í
kjölfar mikillar gagnrýni. Mikil spenna ríkti um það í kjölfarið
hver það yrði úr hópi þingflokks Sjálfstæðismanna sem tæki við.
Flestir virtust gera ráð fyrir því að það yrði Einar K. Guðfinnsson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir eða Brynjar Nielson.
ákveðið vaR á fundi fRamkvæmdastjóRnaR alþjóða
handknattleikssambandsins að Íslenska liðið fengi keppnisRétt
á heimsmeistaRamótinu áRið 2015 sem haldið veRðuR Í kataR.
Ísland tekur sæti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sádi-
Arabía fær sæti Barein á mótinu. Bæði Barein og Sameinuðu
arabísku furstudæmin höfðu afsalað sætum sínum á HM vegna
deilna ríkjanna við Katar.
Í tilkynningu landhelsgisgæslunnaR kom fRam að
landhelgisgæslan og noRski heRinn hefðu komist að
samkomulagi um að þeim 250 hRÍðskotabyssum sem höfðu
vakið talsveRða gagnRýni héR á landi yRði skilað. Í yfirlýsingu
Landhelgisgæslunnar sagði að stofnunin hefði allan tíman gert ráð
b a n k a m á l
m e n n i n g
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t