SSFblaðið - dec. 2014, Side 43
43
fyrir því að umrædd vopn væru ekki háð endurgreiðslu eins og
fyrirkomulag vopnakaupa milli þjóðanna og fleiri nágrannaþjóða
höfðu verið á „undanförnum árum og áratugum. Gert hafi verið
ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli“. Norðmenn höfðu
ítrekað í fjölmiðlum hér á landi að vopnin væru ekki gjöf og að
Landhelgisgæslunni myndi berast reikningur fyrir kaupunum.
efta- dómstóllinn komst að þeiRRi niðuRstöðu að
ekki mætti miða við 0% veRðbólgu við útReikning á
heildaRlántökukostnaði, ef veRðbólgustig eR annað. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði óskað eftir ráðgefandi áliti dómstólsins
í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum. Málið
var höfðað vegna verðtryggðs neytendaláns sem Sævar tók haustið
2008. Á áliti EFTA er það sett í hendur íslenskra dómstóla að skera
úr um hversu víðtækar afleiðingarnar verða.
langRi samningalotu lauk hjá RÍkissáttasemjaRa Í kjaRadeilu
félag tónlistaRkennaRa og sambands ÍslenskRa sveitaRfélaga.
Fundinum lauk með undirritun samnings sem þýddi að þriggja
vikna verkfalli tónlistarkennara væri lokið. Næstu skref voru að
kynna félagsmönnum samninginn og fara með hann í atkvæða-
greiðslu.
magnús tumi guðmundsson, pRófessoRs Í jaRðeðlisfRæði við
háskóla Íslands, sagði Í moRgunstund RásaR 1 og 2 að engin
meRki væRu um að eldgosinu Í holuhRauni væRi að ljúka. Hann
sagði möguleika á því að sprungan færi sig upp í jökulinn. „Með
gosi undir jökli, hætti hins vegar að berast gas úr gosinu, því ísinn
myndi þvo það úr“ sagði Magnús.
veRkfallsaðgeRðiR lækna héldu áfRam en nú voRu það læknaR á
aðgeRðasviði og flæðissviði landspÍtala sem lögðu niðuR stöRf.
Undir flæðisvið falla m.a. bráðamóttaka, endurhæfingardeildir og
öldrunardeildir en undir aðgerðasvið falla meðal annars gjörgæsla,
skurðstofur, speglanir og svæfing. Áhrifin af verkfallinu voru þau
að biðtími á bráðamóttöku lengdist en bráðatilvikum var sinnt,
þá var röskun á bókuðum endurkomum á bráða- og göngudeild.
kRistján þóR júlÍusson, heilbRigðisRáðheRRa, skipaði biRgi
jakobsson Í embætti landlæknis til fimm áRa, fRá 1. janúaR áRið
2015. „Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis
sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins
í Stokkhólmi“ sagði í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Birgir
tekur við embætti landlæknis af Geir Gunnlaugssyni sem hefur
gegnt því starfi undanfarin fimm ár.
landsbankinn tilkynnti um sölu á öllum hlut sÍnum Í boRgun,
en bankinn átti þaR 31,2%. Söluverð er 2.184 milljónir króna
skv. tilkynningu Landsbankans. Í tilkynningunni sagði að „að
kaupunum stendur breiður hópur fjárfesta ásamt félagi á vegum
stjórnenda Borgunar.“ Fljótlega kom upp gagnrýni á þá ákvörðun
Landsbankans að selja hlut sinn í Borgun ekki í opnu söluferli.
Nokkrir þingmenn kröfðust rannsókna og svara og gáfu í skyn að
óeðlilega hefði verið staðið að sölunni með því að hafa söluferlið
lokað og þá skapaði það tortryggni að ættingi Bjarna Benedik-
tssonar, fjármálaráðherra, hefði verið í hópi þeirra sem keypt
hefðu hlut Landsbankans í Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, svaraði gagnrýninni á þá vegu að sökum þess að
Íslandsbanki væri meirihlutaeigandi í Borgun hefði landsbankinn
mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna
sáttar við Samkeppniseftirlitsins sem gert hafði verið árið 2008
og því hefði opið söluferli verið verulegum takmörkunum háð.
LÍtið viRtist benda til þess að samninguR milli lækna RÍkisins
væRi að takast. Verkfallslota sem stóð í tvo sólarhringa hjá læknum
á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítala hófst.
niðuRstöðuR vinnumaRkaðsRannsóknaR hagstofu Íslands
voRu biRtaR og kom fRam að 189.300 á aldRinum 16-74 áRa
voRu á vinnumaRkaði Í októbeR áRið 2014, sem jafngildi 81,9%
atvinnuþátttöku. „Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,8% og
hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5%. Samanburður mælinga
í október 2013 og 2014 sýnir litlar breytingar hvort sem litið er til
atvinnuþátttöku, hlutfalls starfandi fólks eða atvinnuleysis“ sagði
í tilkynningu Hagstofunnar.
VeRðbólgan mældist 1% samkvæmt útReikningum hagstofu
Íslands á vÍsitölu neysluveRðs. Þetta er lægsta verðbólga sem
mælst hefur hér á landi í sextán ár. Verðbólga lækkaði um 0,52%
milli mánuða.
mikill hiti vaRð á þingi Í kjölfaR þess að á fundi atvinnuvega-
nefndaR alþingis lagði meiRihlutinn til að átta viRkjanakostiR
faRi úR biðflokki Í nýtingaRflokk, þar með talið Hvammsvirkjun
sem búist hafði verið við. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu
stjórnarliða harðlega fyrir að fara fram með þessum hætti. Stjór-
narandstaðan sagði að stríðshanska hefði verið kastað inn í þing-
húsið og fóru þess a leit að forseti þingsins myndi skerast í leikinn
þar sem meirihlutatillagan innan atvinnuveganefndar myndi setja
þingstörf næstu daga í uppnám.
máR guðmundsson, seðlabankastjóRi, tilkynnti að hann myndi
klæðast jólapeysu þegaR hann myndi tilkynna vaxtaákvöRðun
b a n k a m á l
b a n k a m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t