SSFblaðið - Dec 2014, Page 44

SSFblaðið - Dec 2014, Page 44
44 seðlabankans Í desembeR þ.e. ef honum tækist að safna nægum áheitum til styRktaR foRvaRnaRveRkefni baRnaheilla gegn einelti. Forvarnarverkefni Barnaheilla ber einmitt nafnið Jólapeysan 2014. Fjölmargir hafa tilkynnt þátttöku í verkefninu m.a. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, sem ætlar að vera í jólapeysu á Alþingi, Vilborg Arna Gissurardóttir, sem ætlar að ganga á Esjuna í jólapeysu, og Thelma Tómasson, fréttaþulur á Stöð 2, sem ætlar að segja fréttir í jólapeysu. hagstofan biRti tölu um aflaveRðmæti sjávaRútvegsins fyRiR það sem af vaR af áRinu, samanboRið við áRið 2013. Fram kom að dregið hefði úr verðmæti afla íslenskra skipa síðustu 12 mánuði, var 9,7% minna en mánuðina 12 þar á undan. Aflaverðmæti frá september í fyrra til ágústloka, voru tæpir 138 milljarðar króna en tæpir 153 milljarðar, á tímabilinu frá september 2012 til ágúst 2013. RÍkisstjóRnin samþykkti fRamlagningu fRumvaRps RagnheiðaR elÍnaR áRnadóttuR, iðnaðaRRáðheRRa, um gjaldtöku Í feRðaþjónustu. Í frumvarpinu er lagt til að innheimta fari fram með náttúrupassa. Lagt er til að passinn gildi í þrjú ár, kosti 1500 krónur fyrir 18 ára og eldri. Hefja á innheimtu strax haustið 2015. Frumvarpið hafði verið talsvert lengi í smíðum og er enn afar umdeilt. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að gæta þurfi jafnræðis við innheimtuna, en lögum samkvæmt má ekki mismuna eftir þjóðerni. Sé gjald tekið af erlendum ferðamönnum ber að taka sama gjald af Íslendingum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa greint frá því að samtökin vilji fara aðra leið og vilja leggja á sérstakt náttúrugjald á gistináttagjald, um eina Evru á hverja gistinótt. desembeR jólatRéð sem óslóaRbúaR ákváðu á endanum að gefa ReykvÍkingum eftiR að hafa ákveðið að hætta gefa boRginni tRé til að hafa á austuRvelli Í tilefni jólanna eyðilagðist Í óveðRi sem skall á landsmenn. Svo fór að ákveðið var að setja Oslóartréið inn í Ráðhús borgarinnar þar sem það var brotið, borgarstjóri felldi svo tré við Rauðavatn sem prýðir nú Austurvöll. baRnamenningaRveRðlaun velfeRðaRsjóðs voRu veitt Í tÍunda sinn en veRðlaunin eRu afhent áRlega. Jóhannes Kr. Kristjáns- son, fréttamaður Ríkisútvarpsins, fékk verðlaunin í ár en hann stofnaði árið 2012 sjóð til minningar um dóttur sína, Sigrúnu Mjöll, og hefur unnið ötullega að málum viðkomandi fíkniefna- vanda unglinga. Verðlaununum fylgja tvær milljónir króna sem verða nýttar til að fjármagna vinnu í þágu ungmenna sem glíma við fíkni-eða vímuefnavanda. kjaRamál lækna voRu enn óleyst og veRkfallslotuR voRu áfRam yfiRvofandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lýsti verulegum áhyggjum af verkfallinu og stöðunni í kjaradei- lunni. Hann sagðist vilja koma á þjóðarsátt um forgangsröðun í heilbrigðismálum. feRðamálastofa gReindi fRá þvÍ að eRlendiR faRþegaR sem hefðu faRið Í gegnum keflavÍkuRflugvöll hefðu veRið Rúmlega 915 þúsund talsins. Samkvæmt þeim tölum eru það eru 176 þúsund fleiri en á sama tímabili ársins 2013. Aukningin nemur um 24%. Bandarískum og kanadískum ferðamönnum fjölgaði um tæp 34% og breskum um 32%. Frá því í byrjun janúar 2014 höfðu 372 þúsund Íslendingar farið utan eða rúmlega 9% fleiri en árið á undan. möRgun að óvöRum vaR ólöf noRdal skipuð innanRÍkisRáðheRRa eftiR að hanna biRna kRistjánsdóttiR hafði sagt af séR. Það kom mörgum á óvart að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefði kosið að líta út fyrir þinghóp Sjálfstæðisflokksins en Ólöf hafði tilkynnt að hún hyggðist hætta þingmennsku fyrir síðustu kosningar. Síðar kom í ljós skv. tilkynningu frá Bjarna Benediktssyni að Einari. K. Guðfinnssyni hefði verið boðinn ráðherrastóllinn en hann hafi afþakkað og viljað halda áfram vinnu sinni sem forseti þingsins. Ólöf tók við ráðuneytinu á ríkisráðsfundi á Bessastöðum þennan dag. Ólöf sagði að ákvörðunin um að taka við ráðuneytinu þýði ekki að hún hyggist í framboð á nýjan leik. guðlaug kRistjánsdóttiR tilkynnti að hún væRi hætt sem foRmaðuR bandalags háskólamanna og að hún hafi tilkynnt stjóRn bhm um ákvöRðun sÍna. Ástæðan sagði Guðlaug vera miklar annir, sérstaklega eftir að hún var kosin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og varð forseti bæjarstjórnar. Páll Halldórsson, sem gegnt hafði embætti varaformanns tók við af Guðlaugu. s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.