SSFblaðið - des. 2014, Síða 46
46
nar. Áfram er útlit fyrir góðan vöxt innlendrar eftirspurnar og
landsframleiðslu á næstu misserum. Verðbólga minnkaði í 1% í
nóvember og lítils háttar verðhjöðnun mælist sé horft fram hjá
áhrifum húsnæðiskostnaðar. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt
gengi krónu halda aftur af verðbólgu þrátt fyrir töluverðar lau-
nahækkanir. Því eru horfur á minni verðbólgu á næstunni en við
síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. Verðbólga verður því ef að
líkum lætur nokkuð undir markmiði a.m.k. fram yfir mitt næsta ár.
Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum
og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið“ sagði í
tilkynningu nefndarinnar.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, stóð við fyrirheit sín og
tilkynnti vaxtaákvörðun bankans í jólapeysu til að vekja athygli á
átaka Barnaheilla, Jólapeysan 2014, en átakið snéri að því að safna
styrkjum fyrir baráttuna gegn einelti. Már safnaði 605.500 kr.
Rauði kRossinn á Íslandi vaR stofnaðuR á þessum degi áRið
1924. Hjálparsamtökin eru því orðin 90 ára.
hagstofan biRti upplýsingaR um launavÍsitölu. Í fréttatilkyn-
ningu Hagstofunnar segir að regluleg laun hafi verið að meðaltali
1,4% hærri á þriðja ársfjórðungi 2014 en á ársfjórðungnum þar
á undan. Frá árinu 2013 hækkuðu „laun um 6,3% að meðaltali,
hækkunin var 5,9% á almennum vinnumarkaði og 7,6% hjá
opinberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna
um 6,8% en 8,4% hjá starfsmönnum sveitarfélaga.“
öldungadeild bandaRÍkjaþings samþykkti skipun RobeRts c.
baRbeR sem sendiheRRa bandaRÍkjanna á Íslandi. Barack Obama
hafði tilnefnt Barber í október árið 2013.
olÍuleitaRfyRiRtækið eykon sagðist ætla að halda áfRam
olÍuleit þRátt fyRiR að fyRiRtækin faRoe petRoleum, noRska
RÍkisolÍufyRiRtækið petoRo iceland og Íslenskt kolvetni sem
mynduðu fyRsta hópinn sem fékk séRleyfi fRá oRkustofnun
áRið 2013 hefðu ákveðið að skila inn leyfinu. Fulltrúi Eykon
sagði í fréttatíma RÚV að rannsóknum yrði haldið áfram og að
útlitið væri gott. Hann sagði ákvörðun hópsins um að skila inn
leyfinu hafi engin áhrif á áform Eykon.
læknadeilan eR enn Í hnút og boðaðaR hafa veRið fleiRi
veRkfallslotuR eftiR áRamót.
gosið Í holuhRauni helduR áfRam ásamt skjálftaviRkni Í
báRðaRbungu. Reglulega berast áfram fréttir af gosmengun í byggð.
RitstjóRn samtaka staRfsmanna fjáRmálafyRiRtækja lýkuR við
geRð hátÍðablaðs ssf. Stjórnin vill þakka öllum þeim sem hafa
komið að útgáfumálum SSF á árinu fyrir samstarfið.
skRifstofa ssf lokaR yfiR hátÍðiRnaR. Skrifstofan opnar aftur 2.
jan. Stjórn og starfsfólk SSF óskar félagsmönnum og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Hátíðarkveðja
Stjórn og starfsfólk SSF
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l