Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 22
22 SVEITARSTJÓRNARMÁL skatts á urðun almenns úrgangs verði 15 kr./kg. frá og með 1. janúar 2021 en helmingur þeirrar fjárhæðar á fyrsta ári skattlagningarinnar, þ.e. frá 1. janúar 2020. Umhverfishliðin Almennt talað má ætla að brennsla úrgangs til orkuvinnslu sé umhverfisvænni en urðun, þar sem með brennslunni er orkan í úrganginum nýtt en ekki kastað á glæ. Þau sjónarmið hafa hins vegar heyrst að olíubrennsla vegna útflutningsins hljóti að vega þennan ávinning upp. Þegar rýnt er í tiltækar tölur um olíubrennslu flutningaskipa og orkugildi úrgangs verður þó ekki séð að þessi sjónarmið eigi við rök að styðjast. Í útreikningum ráðgjafafyrirtækisins Environice, sem aðstoðað hefur Sorpstöð Suðurlands við leitina að heppilegum leiðum í meðhöndlun úrgangs, kemur fram að stór gámaskip brenni að meðaltali um 8 lítrum af olíu fyrir hvert tonn sem flutt er 2.000 km leið á djúpsævi, en þetta samsvarar u.þ.b. vegalengdinni frá Reykjavík til Rotterdam. Þegar þessu sama tonni er brennt til orkuvinnslu sparast hins vegar u.þ.b. 250-270 lítrar af olíu sem annars hefði þurft að brenna til að framleiða jafnmikla orku. Þessir útreikningar byggja annars vegar á opinberum breskum losunarstuðlum fyrir sjóflutninga og hins vegar á algengu orkugildi úrgangs (10 GJ á hvert tonn af úrgangi). Orkugildið er reyndar mjög breytilegt og því getur olíusparnaðurinn orðið talsvert minni eða talsvert meiri en þessar tölur gefa til kynna. Heildarniðurstaðan er þó sú að ávinningur brennslunnar hljóti í öllum tilvikum að vera verulegur hvað þetta varðar. „Olíubókhaldið“ hér að framan ræður væntanlega mestu um umhverfislegan ávinning brennslunnar, en fleiri smærri þættir koma þar vissulega einnig við sögu. Einn þeirra er bein losun gróðurhúsalofttegunda vegna förgunarinnar, en alla jafna er sú losun nokkru minni frá brennslu en urðun. Staðbundin mengun andrúmslofts, vatns og jarðvegs skiptir einnig máli í þessu sambandi, en í fljótu bragði verður ekki séð að hún vegi þungt í heildarniðurstöðunni. Betra að brenna á Íslandi? Almennt talað hefur meðhöndlun úrgangs minni neikvæð áhrif á umhverfið eftir því sem hún á sér stað nær uppruna úrgangsins. Við núverandi aðstæður er engin eiginleg „sorporkustöð“ starfrækt á Íslandi og því er brennsla til orkuvinnslu hérlendis ekki valkostur í stöðunni. Þetta getur breyst ef reist verður slík stöð, en líklega er þó íslenski „úrgangsmarkaðurinn“ í minnsta lagi til að stöðin geti keppt við útflutninginn. Ætla má að lágmarksstærð samkeppnishæfrar sorporkustöðvar sé á bilinu 60.000- 80.000 tonn á ári. Þegar fyrirsjáanlegar hertar lagakröfur um sérsöfnun og endurvinnsluhlutfall úrgangs eru komnar til framkvæmda og þegar áhrifa urðunarskatts er farið að gæta að fullu, kann heildarmagn tiltæks úrgangs til orkuvinnslu að verða nálægt þessum tölum. Rekstrarhæfni sorporkustöðvar á Íslandi gæti því oltið á því að allur óflokkaður og brennanlegur úrgangur sem fellur til á landinu skili sér þangað, auk þess sem eftirspurn og orkuverð skipta verulegu máli. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi mál þróast, en ljóst er að a.m.k. 3-5 ár hljóta að líða frá því að tekin er ákvörðun um byggingu sorporkustöðvar þar til stöðin er tekin í notkun að lokinni skipulagsvinnu, mati á umhverfisáhrifum, fjármögnun, hönnun og framkvæmd. Útflutningsleiðin er hins vegar opin nú þegar og auðvelt að víkja frá henni ef aðrir betri kostir bjóðast, innan þeirra marka sem samningar við sorporkustöðvar leyfa. Rætt hefur verið um að útflutningsleiðir fyrir úrgang til orkuvinnslu kunni að lokast, en í andránni er ekkert sem bendir til þess enda fer eftirspurn eftir orku vaxandi í Evrópu á sama tíma og ríki álfunnar leggja mikla áherslu á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Hins vegar kann að vera skynsamlegt að vera með plan B tilbúið ef slíkar aðstæður koma upp. Meginniðurstaða 1. Útflutningur úrgangs til orkuvinnslu er hafinn og ekki hafa komið fram sérstök vandamál við framkvæmdina. 2. Fjárhagsleg hagkvæmni útflutningsins er álitamál en mun gjörbreytast með tilkomu urðunarskatts. 3. Flest bendir til að útflutningurinn sé ákjósanlegri frá umhverfislegu sjónarmiði en urðun. Víða erlendis er óflokkaður úrgangur ennþá urðaður á stórum landfyllingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.