Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt 2019, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - okt 2019, Qupperneq 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL Að frumkvæði Norrænu velferðarmið- stöðvarinnar var efnt til vinnustofu í velferðartækni í samstarfi við sambandið, félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið þann 20. september sl. Markmið með vinnustofunni var að kynna fyrir sveitarfélögum árangursríkar leiðir til að innleiða velferðartækni og aðrar tæknilausnir í þjónustu við notendur. Stækkandi hópur eldri borgara Sveitarfélögin standa frammi fyrir því að hópur eldri borgara sem þurfa á þjónustu að halda fer ört stækkandi og það verða færri hendur sem geta sinnt þjónustu við þann hóp. Sveitarfélögin þurfa því að finna lausnir svo hægt sé að þjónusta fleiri án aukningar á starfsfólki. Tveir sérfræðingar frá Noregi, Kristin Standal, sem er sérfræðingur hjá norska sveitarfélagasambandinu í þróun og nýsköpun og Kirsti Fossland Brors sem er ráðgjafi og hefur yfirumsjón með verkefnum á sviði velferðartækni í Tröndelag, kynntu hvernig sveitarfélög þar hafa innleitt velferðartækni. Innleiðing velferðartækni er ferli sem tekur langan tíma Sveitarfélög þurfa að átta sig á því að innleiðing á velferðartækni er ferli sem tekur langan tíma. Sveitarfélög í Noregi eru komin mun lengra en á Íslandi í nýtingu á velferðartækni. Eins og gengur hafa þau gert mistök á þeirri leið og því er mikilvægt fyrir okkur að kynnast þeim aðferðum sem hafa gagnast norsku sveitarfélögunum vel. Norska sveitarfélaga- sambandið í samvinnu við norska heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar sem nýtast á landsvísu við innleiðingu á velferðartækni. Á vinnustofunni var farið yfir þessar leiðbeiningar og þau skref sem þarf að taka svo velferðartækni verði eðlilegur hluti af þjónustu við notendur. Það sem skiptir máli er að fólk átti sig á því að tæknibúnaðurinn sem nota á til að létta undir er ekki aðalatriðið í innleiðingu á velferðartækni. Undirbúningur og kennsla er grunnurinn að því að hægt verði að nýta sér velferðartæknina. Stjórnendur þurfa einnig að sjá ávinning á því að nýta tæknina og gera ráð fyrir fjármagni í slíkar breytingar. Einnig er mikilvægt að þeir sem hanna tæknilausnir sníði tækin að þörfum notandans en ekki öfugt. Vinnustofa í velferðartækni Kirsti Fossland Brors frá Þrándheimi í Noregi var meðal fyrirlesara á vinnustofunni. María Ingibjörg Kristjánsdóttir Félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.