Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 2
Veiðitímabilið á Íslandi hófst í gær í ágætu veðri. Sumir nýttu tækifærið og brunuðu að Vífilsstaðavatni til þess að kasta flugu. Fréttablaðið/anton brink Veður Í dag er útlit fyrir austangolu og skúrir víða um land, en norðaustanlands verður hiti það nálægt frostmarki að úrkoman verður slydda eða snjó- koma. Annars staðar verður hiti 3 til 9 stig, hlýjast vestan til. sjá síðu 50 Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 89.900 12.500 vildarpunktar Á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó á Tenerife Sur. Verð án Vildarpunkta: 99.900 kr. Vorsólin á Tenerife ferðaþjónusta Borgaryfirvöld skora á Stjórnstöð ferðamála að beita sér fyrir því að sveitarfélög fái tekjur af ferðamönnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar að krafan sé ekki flókin: gistináttagjald renni til sveitarfélaga. „Þetta er einfalt í innheimtu og víða um heim rennur gistinátt- agjaldið eða svokallaður „city tax“ til sveitarfélaga. Aukinn straumur ferðamanna til landsins hefur í för með sér gríðarlegt álag á gatna- kerfi, umhirðu og innviði sveitar- félaga. Tekjur af virðisaukaskatti, gistináttagjaldi og öðrum sköttum af ferðafólki renna hins vegar allar í ríkissjóð en ekki til nærsam- félagsins. Það er óásættanlegt. Það er forgangsmál að breyta þessu og mikilvæg prófraun á hvort tilvist stjórnstöðvarinnar er yfirhöfuð til einhvers,“ segir Dagur. Tilefni til- lögunnar segir hann vera þær yfir- lýsingar Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, ráðherra ferðamála, að sérstök gjaldtaka af ferðaþjónustu sé ekki forgangsmál vegna þess að ríkissjóður njóti nú þegar milljarða skatttekna af ferðaþjónustu. „Málflutningur ráðherra dregur í raun fram hversu óréttlátt það er að sveitarfélög beri fyrst og fremst kostnað af aukinni ferðaþjónustu á meðan ríkið hagnast gríðarlega.“ Krefjast tekna af túristum Það er forgangsmál að breyta þessu og mikilvæg prófraun á hvort tilvist stjórnstöðvarinnar er yfirhöfuð til einhvers. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Veiðitímabilið hafið Framkvæmdirnar á Hverfisgötu eiga að kosta reykjavíkurborg 109 milljónir króna. Sjálfstæðismenn vilja að það fé fari í endurnýjun gervigrasvalla. Fréttablaðið/anton brink skipulagsmál Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði Reykja- víkurborgar vilja að fé sem nýta á í framkvæmdir á Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs fari í að skipta út dekkjakurli á gervigrasvöll- um borgarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. „Við erum að ítreka það hvað það er mikilvægt að forgangsraða rétt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Halldór telur endurnýjun gervigrasvallanna með dekkjakurlinu meira aðkallandi en framkvæmdir á Hverfisgötunni og vill að dekkjakurlinu verði skipt út á einu ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar og formaður borgarráðs, segir að þegar hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um að leggja nýtt gervigras og skipta út gúmmíkurli á völlum Reykjavíkurborgar á næstu árum. Á þessu ári verður skipt um gras og gúmmíkurl á Víkingsvelli, vorið 2017 á gervigrasvöllum Fylkis og KR auk þess sem skipt verður um gúmmíkurl á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal. Búist er við að kostnað- urinn á næstu þremur árum nemi rúmum 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að endurnýja gervigras- velli Leiknis árið 2018 og hjá ÍR árið 2019. Það er hins vegar ótengt fyrirhug- uðum framkvæmdum við Hverfis- götu, að sögn Björns. „Það að tengja þetta við gúmmíkurlsmálið er að mínu mati nokkuð langsótt,“ segir hann. „Nákvæmlega þessir peningar fara ekki í það. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum.“ Tillaga um framkvæmdirnar við Hverfisgötu var samþykkt í borgar- ráði en tillögu sjálfstæðismanna var frestað. Á Hverfisgötunni, milli Klapparstígs og Smiðjustígs, á að skipta um allar lagnir og brunna auk þess sem gatan verður endurnýjuð og hjólastígar lagðir beggja vegna götunnar. Björn segir fjármunina koma til vegna þess að ekki takist að ljúka framkvæmdum við Geirsgötu. Það fé sem ekki verði nýtt þar eigi að fara í framkvæmdirnar við Hverfisgötu. Halldór gagnrýnir að féð til fram- kvæmdanna við Hverfisgötu hafi ekki verið á fjárhagsáætlun ársins. Áætlaður kostnaður Reykjavíkur- borgar af framkvæmdunum nemur 109 milljónum króna. ingvar@frettabladid.is Vilja dekkjakurl burt í stað framkvæmda Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkurborgar vilja skipta út dekkjakurli á gervigrasvöllum í stað framkvæmda á Hverfisgötu. Formaður borgarráðs segir fé sem ekki nýttist við aðrar framkvæmdir fara í Hverfisgötuna. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs alþingi Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalastjóri segir að ekki hafi reynt á ákvæði um 110 ára leynd yfir gögnum sem sett var í lög um opin- ber skjalasöfn árið 2014. „Engin gögn njóta þessarar 110 ára verndar í dag.“ Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um afnám reglunnar svo varpa megi ljósi á gögn sem varða uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Hefur það verið tengt við gögn sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna sem þingmenn hafa aðgang að í lok- uðu herbergi á nefndarsviði Alþingis. Aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinber- lega en sín á milli kalla þingmenn herbergið leyniherbergið. – tpt / þea Aldrei reynt á 110 ára reglu 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.