Fréttablaðið - 02.04.2016, Page 4

Fréttablaðið - 02.04.2016, Page 4
✿ Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir sem bárust Lyfjastofnun á árinu 2015 Lyf Aukaverkun Rafrettur l Sjúkrahúsinnlög. Kippir í útlimum, flogakast 24 mg nikótín (sjúklingur var með sjúkdóm í miðtaugakerfi). Ofnæmisvaki l Sjúkrahúsinnlögn, alvarleg ónæmisviðbrögð, bólgin augu, vanlíðan, liðverkir. Geðlyf/flogaveikilyf l Sjúkrahúsinnlögn, vegna þunglyndis, minnistruflana og megrunar. Legherpandi lyf l Lífshættulegt ástand. Oförvun legs með fósturstreitu. Barn fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Bóluefni l Sjúkrahúsvist, sjúklingur fékk kast þar sem hann missti mátt í útlimum, fór á sjúkrahús og var lagður inn. Bólgueyðandi lyf l Sjúkrahúsinnlögn, prótein í þvagi og gigtarlyf, ekki sterar og síðar nýrnabilun. Hjartasjúkdómalyf l Sjúkrahúsvist og lífshættulegt ástand. Mæði og brjóstverkur. Lungnafibrosis. Getnaðarvarnahormón l Sjúkrahúsvist. Heilablóðfall og blóðtappi. l Ekki lyf og því ekki til opinberir lyfjatextar (SmPC/fylgiseðill) l Getið í lyfjatextum l Ekki getið í lyfjatextum Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og varaformaður Framsóknar- flokksins sagði það augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi þegar hann var spurður að því hvort eðlilegt væri að forsætis­ ráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tor­ tóla. Hann sagði ekkert að því að fólk væri efnað á Íslandi en einhvers staðar yrðu peningarnir að vera. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði það alvarlegt ef stór hluti úr forystusveit stjórnmálaflokka væri að taka þátt í öðrum veruleika en fólkið í landinu. Ríkisstjórnin væri rúin trausti. Forsætisráðherra hefði ekki upplýst um hagsmuni sína sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðar­ hagsmuna. Fjár­ málaráðherra væri tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar sagði misskilning ríkja varðandi stofnunina. Erfitt væri að neita fólki, sem hingað kæmi í leit að betra lífi, um dvalarleyfi en reglurnar væru skýrar og starfs­ fólki bæri að fylgja þeim við ákvarðanir. Kristín sagði að veist hefði verið að starfs­ mönnum fyrir utan heimili þeirra. Svo virt­ ist sem landinn hefði tapað sér í orðum og gjörðum. Þrjú í fréttum Tortóla, útlendingar og annar veruleiki HeiLBRiGðismáL Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynn­ ingar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi um hvaða lyf var að ræða, segir að tilkynnt hafi verið um heilablóðfall og blóð­ tappa hjá konu sem tók getnaðar­ varnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúk­ dómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Enn fremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framangreind einkenni. Fyrir utan til­ kynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru saman­ tekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðillinn sem er í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning með­ ferðar ætíð í huga þegar lagt er mat á hugsanlega áhættu. Í svari stofnunar­ innar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfja­ stofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúk­ lingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigð­ isstarfsfólk og sjúklinga,“ segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði. kristjanabjorg@frettabladid.is Fólk tilkynni um aukaverkanir Getnaðarvarnarhormón, rafrettur og bólgueyðandi lyf eru á meðal þeirra sem voru tilkynnt til Lyfjastofn- unar vegna alvarlegra aukaverkana árið 2015. Lyfjastofnun getur gripið til ráðstafana, svo sem að breyta upplýsingum um lyf og í einstaka tilfellum kemur fyrir að stofnunin þurfi að taka lyf af markaði. Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heima- síðu Lyfjastofnunar. FréTTabLaðið/ViLhELm TöLuR vikunnAR 27.03.2016 - 02.04.2016 3% ÍSLEndinGa sækja sér ekki nauðsynlega læknis- þjóntustu vegna kostnaðar.10 % fæ kk un st ar fs m an na h ef ur o rð ið h já S ím an um og d ót tu rf él ög um þ að se m a f e r á ri. 120 mannS slösuðust í reið- hjólaslysum á síðasta ári, þar af 31 alvarlega og einn lést í slíku slysi. 300 þúSund börnum væri hægt að bjarga frá ótíma- bærum dauða á ári hverju ef þau hefðu nægan aðgang að hreinu neysluvatni 2 ákærur hafa verið gefnar út eftir átak lög- reglunnar á Norðurlandi eystra og Akureyrarbæjar gegn heimilsofbeldi. 12 6 af 2 10 m ál um á þ in gm ál as kr á rík is st jó rn ar - in na r f yr ir þe nn an v et ur b íð a fr am - la gn in ga r. PróSEnT VErðandi ForELdra voru ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar í nýrri könnun. 15,3 Þjáist þú af mígreni? TVEGGJA MÁNAÐA SKAMMTUR Stærsta fjárfestingin á tímabilinu var fjárfesting Glumobile í Quizup sem þorsteinn b. Friðriksson stofnaði. FréTTabLaðið/ViLhELm viðskipTi Á fyrsta fjórðungi ársins 2016 var fjárfest fyrir 13,4 milljónir dollara, eða 1,74 milljarða íslenskra króna, í sjö nýsköpunarfyrirtækj­ um. Þetta kemur fram í samantekt Norðurskauts. Fjárfest var í rúmlega tvöfalt fleiri fyrirtækjum en á sama tímabili fyrir ári. Hins vegar var fjárfest fyrir mun lægri fjárhæð, sökum einnar stærðarfjárfestingar á tímabilinu í fyrra. Hæsta fjárfestingin var 7,5 millj­ ónir dollara, 922 milljóna króna, fjárfesting GluMobile í QuizUp. Þrjár fjárfestingar voru undir hálfri milljón dollara, jafnvirði 62 millj­ óna króna, tvær á bilinu 1,5­3 millj­ ónir dollara, 185 til 370 milljónir króna, og ein yfir 370 milljónum króna. Fjármagnið kom að 57 prósenta hluta frá útlöndum en 43 prósent frá Íslandi. Fjárfesting GluMobile nemur hins vegar stórum hluta erlenda fjármagnsins. Eitt fyrirtæki var selt á tíma­ bilinu. Sænska fyrirtækið Enzyma­ tica keypti íslenska fyrirtækið Zymetech fyrir um sjötíu milljónir sænskra króna, eða rúman milljarð íslenskra króna. – sg Tæplega tveggja milljarða fjárfesting 105 aukaverkanatilkynningar bárust Lyfjastofnun árið 2015. 922 milljónir var hæsta fjárfest- ingin, sem var í QuizUp. 2 . A p R í L 2 0 1 6 L A u G A R D A G u R4 f R é T T i R ∙ f R é T T A B L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.