Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 12
Ársfundur 2016 Dagskrá 1. Fundur settur. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 6. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl. 17:00, að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Reykjavík 15.03.2016 Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda Kommuneqarfik Sermersooq Reykjavíkurborg Tórshavnar kommuna Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2016 Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborga- sjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menn- ingarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Umsókn skal beint til: Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2016 og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöðum. Allar upplýsingar um sjóðinn er að finna á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/vestnorraeni Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og borgar- ritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: 411 4500. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní 2016. Reykjavík 30. mars 2016 Borgarritari Vestn orgasjóður Nuuk, r g Þórshafnar auglýsir fti t sóknum fyrir árið 2016 sjávarútvegur Grafalvarleg staða er uppi á mörkuðum Íslendinga í Nígeríu vegna gjaldeyrisskorts og takmarkana þarlendra stjórnvalda á notkun gjaldeyris. Þá eru blikur á lofti þar sem ekki hefur samist um veiðar úr þremur mikilvægum deilistofnum. Þetta kemur fram í máli Jens Garðars Helgasonar, formanns Sambands fyrirtækja í sjávarút- vegi (SFS), í nýrri ársskýrslu sam- takanna. Jens Garðar segir að SFS hafi átt gott samstarf við þau fyrirtæki sem selja afurðir sínar til Nígeríu. Einnig hafi sambandið fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, Seðlabanka Íslands og olíufélag- anna. „Farið hefur verið yfir stöðu mála og kostir í stöðunni skoðaðir, þar með taldir möguleg vöruskipti. Í undirbúningi er að íslensk sendi- nefnd undir forystu utanríkisráð- herra fari til Nígeríu og þess verði freistað að koma aftur á viðskipt- um á milli landanna.“ Jens Garðar gerir einnig að umtalsefni að hvorki gengur né rekur í viðræðum um sameiginlega fiskistofna, eða deilistofna, sem nýttir eru af Íslandi, Evrópusam- bandsríkjum, Noregi, Færeyjum og Rússlandi [síld]. Á það við um makríl, norsk-íslenska síld og kol- munna. Eins og þekkt er hefur ekkert þokast í samkomulagsátt. „Staðan í strandríkjaviðræðunum er mjög alvarleg og þjónar ekki hagsmun- um Íslands, né annarra veiðiríkja, til lengri tíma litið vegna augljósrar ofveiði auk þess sem orðspor þess- ara veiðiþjóða er í húfi sem og geta þeirra til að axla þá ábyrgð sem fylgir réttindum þeirra til nýtingar þessara sameiginlegu stofna,“ segir Jens Garðar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra gerði einmitt þetta að umtalsefni í ræðu sinni á ráðstefnu SFS í gær, þar sem vaxtar- tækifæri íslensks atvinnulífs voru til umræðu. „Engir samningar eru í gildi milli þjóða um síld, makríl og kolmunna eins og sakir standa. Afleiðing þessa er að það er regla, frekar en undan- tekning, að stofnarnir eru veiddir umfram ráðgjöf – líklega um 15 til 30 prósent,“ sagði Sigurður og bætti við að umframveiði á úthafskarfa á Reykjaneshrygg væri yfir 300 pró- sent. Öllum er ljóst hvað gerist ef ekki verður breyting á, sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Þetta er í raun svartur blettur á fiskveiðistjórnun allra þessara þjóða.“ svavar@frettabladid.is Sendinefnd til bjargar markaði í Nígeríu Markaður Íslendinga fyrir fiskafurðir í Nígeríu er botnfrosinn. Í undirbúningi er að ráðherranefnd fari til að liðka fyrir viðskiptum – en vöruskipti hafa verið ámálguð vegna ástandsins. Staðan varðandi deilistofna er mikið áhyggjuefni. Þetta er í raun svartur blettur á fiskveiðistjórnun allra þessara þjóða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs ráðherra Nígeríumarkaður 15 milljarða virði l Útflutningur íslenskra fyrirtækja til Nígeríu þegar markaðir voru opnir námu um 20 þúsund tonnum á ári af þurrkuðum afurðum. l Verðmæti útflutningsins er um 15 milljarðar króna. Hress gerði tíu ára samning við Hafnarfjarðarbæ árið 2008 um rekstur líkams- ræktarstöðvar við Ásvallalaug. Fréttablaðið/Pjetur Hafnarfjörður Skjöl sem birt voru á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar með síðustu fundargerð bæjarráðs og vörðuðu rekstur líkamsræktar- stöðvarinnar Hress hafa verið fjar- lægð. Um var að ræða fjögur skjöl; ósk Hress frá í október 2015 um að rifta samningi við Hafnarfjarðarbæ vegna reksturs líkamsræktarstöðv- ar við Ásvallalaug, ósamþykkta tillögu Hafnarfjarðarbæjar um lækkun leigunnar og fleira, bréf Gymheilsu frá í janúar með boði um að taka við rekstri við laugina og loks bréf lögmanns Hress frá 18. mars síðastliðnum með tillögu um uppgjör og lok samnings fyrirtækis- ins við bæinn. Tillaga Hress felur meðal annars í sér endurgreiðslu og niðurfellingu á leigu þannig að engin leiga verði borguð síðustu tólf mánuði leigu- tímans vegna vanefnda bæjarins. „Við erum leið yfir því að tillaga okkar að uppgjöri við bæinn, sem send var í trúnaði á Sigríði Krist- insdóttur bæjarlögmann og Geir Bjarnason íþróttafulltrúa, hafi verið send til bæjarráðs og birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“ sagði Linda Hilmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hress, í Fréttablaðinu í gær þar sem farið var yfir málavöxtu. Nú hefur þetta skjal og önnur sem bærinn birti á vef sínum verið fjarlægt eins og fyrr segir. – gar Gögn um Hress hafa verið fjarlægð af bæjarvefnum Save the Children á Íslandi Þorsteinn Már baldvinsson, Sigurður ingi jóhannsson og jens Garðar Helgason á fundi SFS í gær. Fréttablaðið/SteFÁn 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.