Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Gerald Ratner byrjar alla daga á að kveikja á far­tölvunni og fara á samfélagsmiðilinn Twitter. Tilgangurinn er þó ekki að tísta eitthvað hnyttið í 140 bókstöfum eins og hinir háðfuglarnir sem halda þar til heldur kanna hve margir eru búnir að gera grín að honum þann daginn. Gerald Ratner minnist þess í mánuðinum að tuttugu og fimm ár eru frá því tilvera hans fór á hvolf. Þriðju­ dagurinn 23. apríl árið 1991 hefði ekki átt að vera neitt öðruvísi en aðrir dagar í lífi Ratners. Í raun hefði hann átt að vera betri því auk þess að mæta á skrifstofuna til að sinna daglegum rekstri fyrirtækis síns sem metið var á tæpar 500 milljónir punda var þetta dagurinn sem hann átti að halda ræðu á virtri samkomu atvinnurekenda í Royal Albert Hall í London. Dagurinn fór hins vegar öðruvísi en Ratner hafði ætlað. Gerald Ratner fæddist árið 1949 í London. Hann hætti ungur í skóla og fékk vinnu í fjölskyldufyrirtækinu, lítilli keðju skartgripaverslana sem seldi skart á hagstæðu verði. Þegar Ratner var gerður að framkvæmdastjóra fyrirtækisins fór boltinn að rúlla. Á sex árum fjölgaði skartgripaverslunum Ratner Group úr 150 í 2.000. Ratner var kallaður undrabarn í viðskiptum. Hann lifði hátt, keypti sér þyrlu og Porsche, ferðaðist um heiminn á fyrsta farrými, gisti í fínustu hótelsvítunum og þrátt fyrir að vera giftur var hann við margan kvenmanninn kenndur. En svo rann upp dagur „Ræðunnar“ eins og Ratner kallar atvikið í dag. Ræða Ratners gekk vel framan af. En sakleysisleg spurning áhorfanda í salnum markaði endalokin. „Hvernig getið þið selt vörurnar ykkar svona ódýrt?“ Ratner hikaði ekki: „Því þær eru andskotans drasl.“ Hann lét ekki staðar numið. „Við seljum eyrnalokka sem kosta minna en samloka með rækjusalati í Marks & Spencer – en þeir endast líka skemur.“ Viðskiptavinum skartgripaverslana Ratners fannst þeir hafðir að fíflum. Salan hrundi og fyrirtækið varð næstum gjaldþrota. Ratner var gert að segja af sér. Svo epískt var fall Ratners að í enskri tungu er nú til frasinn „að gera Ratner“ sem merkir að skíta ærlega upp á bak. Arkitekt einangrunarstefnunnar Íslensk stjórnvöld „gera nú Ratner“ eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki þarf að orðlengja um stóra skattaskjólsmálið þar sem sjálfur forsætisráðherra er í broddi fylkingar. Sitt sýnist hverjum um háttsemi Sig­ mundar Davíðs. Er það siðleysi, taktleysi, hroki, græðgi, valdníðsla eða lögleysa? Eitt er þó ljóst. Sigmundur Davíð er sekur um sama athæfi og Gerald Ratner. Hann seldi umbjóðanda sínum, íslenskum almenningi, vís­ vitandi „andskotans drasl“. Forsætisráðherra er sérlegur arkitekt einangrunar­ stefnunnar sem Íslendingar búa við nú um stundir. Keikur selur hann okkur ágæti íslenskrar krónu, gjald­ eyrishafta, skattaumhverfis, tollamúra og innflutnings­ banna. Orð um Evrópusambandið jaðrar við landráð. Evran er samsæri elítunnar og RÚV gegn honum per­ sónulega. Gerald Ratner hefði aldrei látið sjá sig með þá skart­ gripi sem seldir voru í verslunum hans. Það sama gildir um Sigmund Davíð. Þótt krónan og sparireikningur hjá Landsbankanum séu alveg nógu góð úrræði fyrir sauðsvartan almúgann dugar ekkert minna fyrir for­ sætisráðherra en alþjóðlegir fjármálamarkaðir og skattaskjól. Á hvaða öðrum sviðum leikur Sigmundur tveimur skjöldum? Situr hann kannski í kjallaranum heima hjá sér í Garðabænum þar sem enginn sér til og raðar í sig veigum úr gámi af nautakjötsskrokkum frá Argentínu, aliöndum frá Frakklandi og grískum fetaosti frá Grikk­ landi en ekki Selfossi á meðan við hin gerum okkur SS pylsur og Skólaost að góðu? Stóra skattaskjólsmálið markar gjaldþrot stjórnmála Sigmundar Davíðs. Svo feitt er klúður hans að í stað þess að kalla það „að gera Ratner“ getum við talað um „að drita eins og Sigmundur Davíð“. Að drita eins og Sigmundur Davíð TENERIFE 11. apríl í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.Tamaimo Tropical 2FYRIR1 Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 84.900 m/allt innifalið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Siðferðis­ brestur stjórnmála­ manna sem eiga aflands­ félög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignar­ haldinu eða auðlegðinni. Hvers vegna fluttu svona margir efnaðir Íslend­ingar eignir sínar í aflandsfélög á árunum fyrir hrun? Og hvers vegna vilja auðmenn geyma sparnaðinn sinn erlendis? Að ein­hverju leyti er svarið fólgið í óstöðugleika íslenskrar krónu. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi upplýsti í gær að hann ætti vörslureikning fyrir séreignarsparnað sem skráður er í Panama. Júlíus Vífill bætist þar með í hóp flokkssystkina sinna, Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal, sem eiga, hafa átt eða hafa verið skráð fyrir félögum á aflandssvæðum. Forsætisráðherrahjónin eiga síðan jafnvirði 1,2 milljarða króna á Jómfrúaeyjum. Umræða síðustu daga hefur borið þess vitni að það sé á einhvern hátt slæmt að ráðherrar eða stjórnmálamenn almennt eigi peninga í útlöndum. Tvær hliðar eru á því máli en aðeins önnur þeirra hefur verið í kastljósinu. Það getur verið kostur að stjórnmálamenn séu efnaðir því þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá. Of margir alþingismenn voru styrktir af bönkum og útrásar­ fyrirtækjum fyrir hrunið. Í sumum tilvikum námu styrkir til einstakra stjórnmálamanna samtals tugum milljóna króna. Í prófkjörum einstakra flokka, eins og Sjálfstæðis­ flokksins, var það regla fremur en undantekning að fram­ bjóðendur væru styrktir af ríku fólki. Auðmenn „keyptu“ þessa stjórnmálamenn því þeir sáu hagnaðarvon í því að styrkja þá í prófkjörum. Margir þeirra sitja enn á Alþingi. Fjársterkur einstaklingur sem fer í stjórnmál er ekki fjárhagslega háður öðrum. Minni líkur eru á því að hægt sé að hafa áhrif á viðkomandi með styrkjum eða gjöfum. Bæði þegar beinir styrkir eru annars vegar en einnig þegar um er að ræða mögulegar hagsbætur í framtíðinni. Til dæmis þegar ferli í stjórnmálum lýkur. Þegar fólk tekur ákvarðanir litast þær oft af eigin hagsmunum í framtíðinni og það getur mengað dómgreindina. Umræða síðustu daga um eignarhald stjórnmála­ manna á aflandsfélögum má ekki verða til þess að það skapist óþol gagnvart fólki sem á peninga. Það fælir hæft fólk frá stjórnmálaþátttöku og almenningur situr þá uppi með framboð eintómra kverúlanta. Starf þingmannsins á að vera eftirsóknarvert og þangað á að veljast hæft fólk með góða menntun, þótt á þingi eigi auðvitað að sitja fulltrúar allra stétta. Hæfileikar og fjárhagslegt sjálfstæði haldast gjarnan í hendur. Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflands­ félög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignar­ haldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skila­ boðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahags­ munum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúar­ boðskap. Allt annað er hræsni. Óþolið og bresturinn 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.