Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 22
hvað hafi smollið varðandi pródú­ seringuna þarna. Fólk náði að mast­ era sándið. Síðan hefur flest sándað allavega ókei.“ Um ræðir aðra bylgju íslensks rapps, eftir því sem Gauti segir, sú fyrri hafi skollið á í kringum alda­ mótin síðustu. „Fyrsta bylgjan var óneitan lega XXX Rottweiler. Þá kom þessi dúndra með massív dólgslæti, sem var geggjað. Þeir ruddu veginn fyrir okkur hin. Sú bylgja stóð í þrjú eða fjögur ár svo þess vegna tala ég um aðra bylgju, sem á sér stað núna og hefur virkað dálítið lengi. Ég held að sándið sem ég talaði um og stærðar­ gráðan á því sem rapparar eru að gera í dag sé komin á þann stað að jafnvel mestu heiterarnir verði að sætta sig við að þeim líki þetta kannski og að þetta sé alvöru tónlist.“ Étur hattinn sinn með stæl „Ég er búinn að sjá að stelpur eru að fá miklu meiri áhuga á þessu,“ segir Gauti og heldur áfram og leiðir sam­ talið að býsna umdeildu tvíti sem hann sendi frá sér í upphafi árs í fyrra. Þar beindi hann spjótum sínum að rappsveitinni Reykjavíkurdætrum er hann skrifaði: „Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. Ég tek fyrir að stelpur hafi ekki verið að rappa áður en Reykjavíkurdætur komu til sög­ unnar. En þær mega samt sem áður eiga að það er þeim að þakka að fleiri stelpur hafa fengið áhuga á því að gera rappmúsík. Að segja að Reykjavíkurdætur séu pæling sem ekki gengur upp, er hattur sem ég er til í að kyngja með stæl. Við getum alveg ennþá deilt um hvort ég fíli allt rappið þeirra. Það er enn dót þarna sem mér finnst jafn leiðinlegt og þegar ég tvítaði þessu. En skoðun mín á hljómsveitinni er algjörlega búin að breytast því pælingin um þær sem fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur er svo sterk að hún gekk klárlega upp. Ég sá þetta vel á Rímnaflæði í fyrra, þar sem sjö stelpur tóku þátt. Það er alveg eitthvert met og það þarf eng­ inn að segja mér að það sé einhverjum öðrum en þeim að þakka. Þetta er allt að gerast.“ Sjálfur segist Gauti hafa alist upp við sterka kvenfyrirmynd í rappinu. „Cell7, Ragna Kjartansdóttir, var fyrir­ mynd fyrir mér. Ég naut þeirra forrétt­ inda að vera í stúdíóinu þegar hún var að taka upp hjá pabba. Það var ekki eins aðgengilegt fyrir alla aðra að hafa svona sterka kvenfyrirmynd í rappinu á þessum tíma. Við viljum sjá fleiri stelpur rappa, það er staðreynd. En það er samt ekki hægt að skamma rappstráka fyrir að vera partur af sporti sem skartar fáum stelpum. Ég held að þar séu eingungis opnir faðmar og við viljum sjá sem flestar stelpur koma inn í senuna. Ef einhver er á annarri skoðun má sá hinn sami hypja sig.“ Femínisti á rangan hátt Gauti varð faðir í fyrsta skipti í fyrra er dóttir hans Stella María kom í heiminn. Hún er orðin átta mánaða og heillar pabba sinn greinilega upp úr skónum. Má velta fyrir sér hvort föðurhlutverkið hafi haft sitt að segja varðandi viðsnúning á viðhorfi hans til Reykjavíkurdætra? „Auðvitað vil ég að hún fái jöfn tækifæri á öllum svið­ um alls staðar. En það er samt skoðun sem ég hafði áður en hún kom til. Ég er alinn upp á heimili með þremur konum, bæði eldri en ég og yngri. Á tímabili var ég eini karlmaðurinn á heimilinu, fyrir utan litla bróður minn, og það skipti alltaf öllu máli að allir fengju sömu tækifærin. Heima kom aldrei upp þessi hugmynd að eitthvað væri stráka eða stelpu. Hins vegar getur maður samt verið blindur, það er án þess að vera að gera eitthvað karllægt er hægt að taka óvart þátt í að gera það. Eins og með rappið, ég pældi bara aldrei neitt í af hverju þar væru ekki stelpur. Maður hefði Ég er náttúrulega mjög at­hyglissjúkur og er að hluta til að gera tónlist vegna þess að ég elska það þegar fólk horfir á mig. Það eru kannski fáir sem viðurkenna það, en ég nærist á þessu. Þetta er mitt tján­ ingarform. Þegar ég var lítill, eftir að hafa spilað í fyrsta skipti og einhver kallaði „Gauti!“ úr salnum, sagði ég: Ég ætla að verða frægur og nettur. Þetta er það sem ég ætla að gera, sama hvort ég fæ fyrir það peninga eða ekki,“ segir Gauti Þeyr Másson tónlistar­ maður sem getið hefur sér gott orð sem rapparinn Emmsjé Gauti um árabil. Gauti hefur sumsé fyrir löngu stimplað sig inn í hipphoppsenuna hérlendis. Og senan hefur líklega aldrei verið blómlegri en einmitt nú. Sjálfur hefur hann sett mark sitt á þróun hennar með útgáfum platn­ anna Bara ég árið 2011 og Þeyr 2013. Nýjasta afurðin er á lokametrunum og væntanleg til landsins í blábyrjun sumars. Staðalímynd rapparans „Ég og strákarnir í Úlfur Úlfur hlæjum dálítið að því núna að þetta sem við urðum að eiga sem áhugamál varð síðan að atvinnu. Allt þetta fólk sem var hlæjandi og spurði: „En ætlarðu ekki að fara að gera alvöru tónlist?“ Starfsheitið rappari hefur alltaf, þó það sé að breytast núna, vakið upp svona krúttstemningu í fólki. Eins og þetta sé tímabil: „Æ, ertu rappari?“ Ég er ekki partur af neinum minni­ hlutahóp sem lendir í fáránlegum eða hræðilegum barsmíðum, en það er alltaf þetta viðmót. Fólk gerir ráð fyrir að maður reyki gras, hafi átt erfiða æsku eða að rappið tengist kynþætti. Fólk er búið að gera sér staðlaðar hug­ myndir um hver maður er og hvað maður gerir. Ég finn fyrir þessu. Mér finnst sjálfum meira að segja eitthvað erfitt við að svara spurningunni „Við hvað vinnurðu?“ með að segja: Ég er rappari. Ég segi alltaf tónlistarmaður en ekki rappari. Það er eitthvað hálf­ fyndið við það,“ bendir Gauti á og heldur áfram: „Svo bara fór fokkjú puttinn að speglast alvarlega til baka á þá sem voru einmitt uppteknastir af að spyrja þessara spurninga. Það er dálítið fullnægjandi og kannski eftir allt ágætt að halda sig við að nota barnslega orðið rappari sem atvinnu­ heiti, þegar það sýnir fólki að þetta var svo alveg hægt,“ segir Gauti. Sjálfur hefur hann geta lifað alfar­ ið á listinni undanfarin þrjú ár og haft í nægu að snúast. Hann telur að þann uppgang, sem raun ber vitni um innan íslensku hipphopp­ senunnar, megi rekja til rapparans Gísla Pálma. „Hann breytti senunni með fyrstu plötunni sinni. Reyndar get ég sagt að flest íslenskt rapp fyrir árið 2010 sándar bara ekki vel. Þá er ég ekki að tala um skemmtanagildið heldur tæknilegu hliðina. Auðvitað eru undan tekningar. Það er erfitt að útskýra þetta, en það er eins og eitt­ Kamelljón sem langar í taste af öllu Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, segir býsna fullnægjandi að fólk sé loks farið að átta sig á að rapp eigi rétt á sér. Hann ákvað tólf ára gamall að hann ætlaði sér að verða bæði frægur og nettur. Hann hefur unnið ötullega að því síðan en forðast samt í lengstu lög að kalla sig rappara þar sem staðalímyndirnar séu ansi lífseigar. Gauti segist finna fyrir ákveðnum fordómum í garð rappara og forðast í raun að nota þann starfstitil. FrÉttablaðið/anton brink Að segjA Að ReykjA víkuR dætuR séu pæling sem ekki genguR upp, eR hAttuR sem ég eR til í Að kyngjA með stæl. Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2016 Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenn- ingar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 13. apríl 2016 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is ↣ 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r22 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.