Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 32
Hvert eigum við að fara? þessir tveir með allt sem þeir eiga, svefnpokana, vettlinga, nokkrar niðursuðudósir, prímus, og götóttar peysur, á leið eftir aðalgötunni í norðurenda búðanna eftir að lögreglan jafnaði Hús þeirra við jörðu. Þessir strákar, nýkomnir alla leið frá Afganistan, reisa sér húsaskjól á besta stað í bænum, við aðalgötuna inn í bæinn. Lögreglumenn passa upp á að gröfur fái að jafna búðirnar við jörðu. Rétttrúnaðarkirkja, fyrir hina réttlátu, messa alla sunnudaga. Reist á sama hátt og íbúðarhús bæjarins. Einföld grind klædd plastdúk. Fallegar freskur inni. Vinur vor hann Yohannes horfir á hús vinar síns verða eldi að bráð. og Sýrland hingað að Ermarsundinu, ein. Konur og börn eru um þriðjungur, en þau eru minna á ferðinni í þessari drullu og kulda. Halda sig heima. Frakkland hefur sloppið vel við flóttamannaflóðbylgjuna miðað við stóru Evrópuþjóðirnar. Á síðasta ári, sóttu 79 þús- und um hæli þar, hundrað þúsund færri en komu til Svíþjóðar, og milljón færri en komu til Þýskalands, á sama tíma. „Hér vil ég ekki vera. Ég hef komist þrisvar inn í vöruflutn- ingabíl eftir ótal tilraunir til að komast yfir,“ segir Yohannes. „Löggan hefur handtekið mig í öll skiptin og síðan sleppt mér. Ég gefst ekki upp, ég ætla mér yfir. Þar eru tveir vinir mínir hólpnir. Annar meira að segja kominn í svarta vinnu, í Leeds. Ég tala hvorki frönsku eða þýsku. Þarna hinum megin get ég allavega bjargað mér, byrjað nýtt líf.“ En það getur verið þrautin þyngri að komast yfir. Frakkar og Bretar hafa víggirt alla vegi sem liggja að göngunum. Landa- mærin rétt norðar, að Belgíu, eru meira að segja undir ströngu eftirliti. „Ég þekki einn afganskan strák, hér í næstu götu, sem hefur náð 30 sinnum að laumast inn í trukk til að komast yfir. Hann hefur alltaf náðst, en hann ætlar sér yfir, þrátt fyrir að hafa misst sinn besta vin, sem kafnaði undir Ermarsundinu.“ Já, hinum megin er fyrirheitna landið. Yohannes horfir hátt, og segir: „Hér er ekkert nema drulla og vosbúð, en himinninn er eins og heima.“ Stundum velti ég fyrir mér hvort hann hafi komist yfir, kom- ist einhvern tíma yfir. Og allir hinir. Og ekki hjálpa þessu vesalings fólki árásirnar í Brüssel á dögunum. Margir setja alla flóttamenn undir einn hatt, hatt haturs og hryðjuverka. ↣ 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r32 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.