Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 34
Ein ástæða fyrir notkun aflands­ félaga er ef viðskiptin eru umfangs­ mikil, til dæmis ef tveir eða fleiri aðilar með lögheimili í ólíkum löndum vilja stofna til sameiginlegra fjárfestinga, þá getur borgað sig að halda utan um þær í aflandsfélagi fremur en að skrá eignina í heima­ landi eins aðilans. Þá greiðir hver aðili fyrir sig skatta þar sem hann hefur lögheimili og þannig er komið í veg fyrir mögulega tvísköttun að hluta eða öllu leyti, segir Erlendur Magnússon. Annar kostur við að vera með eignir í aflandsfélögum er að þau eru ekki bundin íslenskum gjaldeyrishöftum, svo framarlega sem þau eiga ekki viðskipti á Íslandi. „Víðast hvar er hægt að greiða út arð hvenær árs sem er, eigi fyrirtæki óráðstafað eigið fé, en á Íslandi eru hömlur á slíku,“ segir Erlendur. „Hér áður fyrr gátu eigendur aflandsfélaga frestað skattlagningu hagnaðar af fjárfestingum sínum með því að skrá þær í eigu slíkra fé­ laga – frestað en ekki koma í veg fyrir skattlagningu. Þess vegna var talað um skattaskjól slíkra fjárfestinga. Það er ekki lengur hægt, eftir að svo kölluð CFC­löggjöf var innleidd á Ís­ landi, líkt og í flestum, ef ekki öllum OECD­löndum,“ segir Erlendur. Af hverju færir fólk peningana sína í skattaskjól? Frá því á tíunda áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag hefur efnahags­ og framfarastofn­ un OECD beitt sér gegn skatta­ paradísum til þess að vinna bug á því sem hún kallar „ósanngjarna skattasamkeppni“. Þar sem lægri skattstofn þýðir minni fjárfestingu í innviðum og velferðarþjónustu sem skilar lakari lífsskilyrðum í við­ komandi ríki. Samkvæmt upplýsingum frá OECD hefur meiri árangur náðst gegn skattsvikum og skattaskjól­ um undanfarin ár en áratuginn þar á undan. Frá því á G20­fund­ inum í London í apríl 2009 hefur verið skrifað undir meira en þrjú hundruð skattasamninga til að mæta skilyrðum OECD um skatta­ gagnsæi og upplýsingaflæði. Öll OECD og G20­lönd munu uppfylla þessi skilyrði. Í lok síðasta árs gaf OECD út reglubók til að herða fyrirtækja­ skattalöggjöf í því skyni að loka fyrir alþjóðlegar leiðir til þess að sniðganga skatta. Markmiðið er að reglurnar komi í veg fyrir að fyrirtæki geti fært sölutekjur og hagnað milli landa í skattaskjól. Hvernig er verið að reyna að hindra skattaskjól? Tax Justice Network áætlaði árið 2012 að 21-32 þúsund milljarðar Bandaríkjadala lægju í skattaskjólum víðs­ vegar um heiminn. Hins vegar er mjög erfitt að áætla töluna nákvæmlega. Hvað er skattaskjóls- vandamálið stórt? Þegar fjárfestar geyma peninga í skattaskjólum og komast hjá því að greiða skatta verður ríkissjóður við- komandi landa af milljörðum. Breski ríkissjóðurinn hefur árlega orðið af 11,8 milljörðum breskra punda vegna þess að fimmtíu stærstu fyrirtæki Bret- lands komu sér undan sköttum samkvæmt áætlun Trade Union Congress frá því fyrir nokkrum árum. Sextíu stórfyrirtæki í Bandaríkjunum settu árið 2012 yfir 166 milljarða dollara í aflandsfélög í skattaskjóli Það samsvarar yfir 40% af hagnaði þeirra skv. rannsókn á sextíu stórfyrirtækjum. 15% Bahamaeyjar Panama Bresku jómfrúareyjar Dóminíka Lúxemborg Sviss Máritíus Cayman-eyjar Nýja-Sjáland Jersey Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. Erfitt er að meta umfang skattaskjóla en talið er að milli 21 þúsund og 32 þúsund milljarðar dollara liggi í skjóli. M i k i ð h e f u r verið rætt um aflandsfélög í skattaskjólum undanfarið eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar í ríkis stjórninni, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra tengjast slíkum félögum. Mál félaganna eru þó ólík inn- byrðis þar sem Wintris, félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs, er það eina sem enn er til en eignir þess nema um milljarði króna. Skattaskjól er svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar, það er hins vegar ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, séu allir skattar greiddir samkvæmt lögum. Helstu aflands svæði eru meðal annars Bahamaeyjar, Bresku jómfrúareyjar og Sviss. Margvíslegar ástæður eru fyrir notkun aflandsfélaga, sem ekki endi- lega fela í sér skattsvik. Til dæmis ef viðskipti eru umfangsmikil, ef tveir eða fleiri aðilar með lögheimili í ólíkum löndum vilja stofna til sam- eiginlegrar fjárfestinga, eða til þess að geta greitt út arð hvenær árs sem er. Dæmi eru þó um að erlend stórfyrir- tæki nýti sér skattaskjól til að komast hjá skattgreiðslum í þeim löndum þar sem þau eru með starfsemi. Fræðimenn telja að einhvers konar skattaskjól hafi verið til frá því að byrjað var að skattleggja almenning. Í Grikklandi til forna voru einhverjar af grísku eyjunum notaðar sem skjól fyrir varning sjómanna sem skildu varninginn þar eftir til að forðast tveggja prósenta skatt sem borgríkið Aþena lagði á innfluttar vörur. Frá því á sjötta áratug síðustu aldar hafa vinsældir skattaskjóla Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Skattaskjól er svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildir sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum. Það er ekki ólöglegt að eiga peninga í aflands­ félögum í skattaskjólum. Það hvílir algjör leynd yfir félaginu og það eru ekki gefnar neinar upplýsingar um það. Það eru ekki gerðar neinar kröfur um að félögin skili ársreikningum eða leggi fram neinar upplýsingar um starfsemi sína, sem er algild regla í öðrum löndum að sögn Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskatt­ stjóra. Það er hins vegar ólöglegt að stinga undan skatti og þá skiptir engu hvort menn gera það utanlands eða innanlands að sögn Erlends Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns í bresku fjárfestingafyrirtæki. Erfitt er fyrir Íslendinga í dag að stofna svona félög nema þeir eigi eignir erlendis. „Eins og ég skil það, vegna gjaldeyrishafta, geta menn ekki stofnað félög og ekki fjárfest utanlands, nema þá að fá leyfi Seðlabankans til þess. En menn geta endurfjárfest, innan ákveðinna reglna, eignir sem þeir eiga utanlands,“ segir Erlendur. „Flestallir fjárfestingasjóðir alþjóðlega, þó þeir séu reknir frá London eða New York, eru með lögheimili í einhvers konar aflandsfélagi og það er fyrst og fremst til þess að fjárfest­ arnir séu skattlagðir í sínu heimalandi en ekki í þriðja landi. Þegar íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesta í slíkum sjóðum vegna þess að þeir borga ekki skatta á Íslandi þá fá þeir þessar tekjur skatt­ frjálsar til Íslands. Umræðan hefur verið þannig að allt þetta sé gert til að reyna að stinga undan fé, en flestir eru að gera þetta í mjög skynsam­ legum tilgangi til þess að forðast tvísköttun. Hvað er skattaskjól? landa í heiminum eru skattaskjól Samkvæmt áætlun efnahagsrann­ sóknadeildar bandaríska ríkisins. Nokkur lönd eru hins vegar ekki lengur skattaskjól og má þar nefna Líbanon, Líberíu og Kýpur. farið vaxandi. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag hefur efnahags- og framfarastofn- unin OECD beitt sér gegn skatta- paradísum til þess að vinna bug á því sem hún kallar „ósanngjarna skattasamkeppni“. Ástæðan er sú að þegar fjárfestar geyma peninga í skattaskjólum og komast hjá því að greiða skatta, verður ríkissjóður við- komandi landa af milljörðum. Tax Justice Network áætlaði árið 2012 að milli 21 þúsund og 32 þúsund millj- arðar Bandaríkjadala lægju í skatta- skjólum víðsvegar um heiminn. Hins vegar er mjög erfitt að áætla töluna nákvæmlega. Í lok síðasta árs sendi OECD frá sér reglubók til að taka á fyrirtækja- skattalöggjöf í því skyni að loka fyrir leiðir til að forðast skatta, meðal ann- ars með notkun skattaskjóla. Níutíu lönd hafa unnið með stofnuninni að þessari áætlun. Einungis tíminn mun leiða í ljós hvort vinnan skilar tilætl- uðum árangri. 2 . a P r í L 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r34 h e L G i N ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.