Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 36
1. apríl 1976 Apple stofnað Vinirnir Steve Jobs og Steve Wozniak stofna Apple. 11. apríl 1976 Apple I Fyrsta tölva Apple, Apple I, fer í sölu. 10. júní 1977 Apple II Apple slær í gegn með Apple II og seldi milljónir eintaka næstu árin. Maí 1980 Apple III Ýmsir hönnunargallar leiða til lélegrar sölu Apple III. Sama ár fer Apple á markað. 19. janúar 1983 Apple Lisa Fyrsta tölvan með mynd- rænt viðmót. Apple Lisa seldist aðeins í um 100.000 eintökum. 22. janúar 1984 Macintosh Apple skorar risann IBM á hólm og kynnir Macintosh til leiks. Ein fyrsta „heimilistölvan“. Kynnt til leiks í sögulegri aug- lýsingu Ridley Scott: „1984“. 24. apríl 1984 Steve Jobs yfirgefur Apple Apple kynnir nýja útgáfu af Macintosh. Sama ár hættir Jobs hjá Apple og stofnar NeXT. 20. september 1989 Macintosh Portable Fyrsta rafhlöðuknúna fartölvan frá Apple kynnt. Tölvan leggur línurnar fyrir hönnun fartölva. Ágúst 1993 Apple Newton Lófatölvan Apple Newton fer í sölu. Nýstárlegt en dýrt tæki sem fékk dræmar viðtökur. Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldr-um sínum í Los Altos í Kali- forníu. Apple var stofnað í bíl- skúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrir- tæki veraldar og leiðandi afl í tækni- geiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Micro- soft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple. Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veru- leika afþreyingar, samskipta og sköp- unar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrir- tækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“ Hugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs alls- ráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Sam- kvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld. Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Tölvan fyrir okkur hin og alla aðra Í gær voru 40 ár liðin frá því að Steve Jobs og Steve Wozniak stofnuðu verðmætasta fyrirtæki veraldar í bílskúr foreldra Jobs. 21. júní 1999 iBook G3 Byltingarkennd fartölva Apple, sem byggir á hönnun iMac, fer í sölu. 15. maí 2001 Apple-búðirnar opnaðar Sögu- legur áfangi Apple þegar fyrsta Apple-búðin er opnuð í McLean í Virginíu. Í dag rekur Apple 463 búðir um allan heim. 10. nóvember 2001 iPod Ný bylting hefst með tilkomu iPod- tónlistarspilarans. 100 milljónir eintaka seljast á 6 árum. 7. janúar 2002 iMac G4 Steve Jobs kynnir iMac G4 í Tókýó. Bjartur LCD-skjár og nýstárleg hönnun vekja mikla hrifningu. 28. apríl 2003 iTunes Í samstarfi við við fimm al- þjóðlegar plötuútgáfur kynnir Apple iTunes. Í fyrstu eru 200.000 lög í boði, hvert á 99 sent. 6. janúar 2004 iPod Mini Ný og minni hönnun tónlistarspilarans. Fáanlegur í fimm litum. Janúar 2006 MacBook Pro og iPod Shuffle Apple nýtir örgjörva frá Intel í MacBook Pro og kynnir iPod Shuffle til leiks. Milli 2003 og 2006 tífaldast virði hlutabréfa í Apple. 9. janúar 2007 iPhone Snjallsími Apple lítur dagsins með 3,5 tommu snertiskjá og 2 MP myndavél. Upphafið að öld snjall- tækjanna. 29. janúar 2008 MacBook Air Gríðarleg velgengni Apple heldur áfram þegar fyrirtækið kynnir MacBook Air. 27. janúar 2010 iPad Steve Jobs kynnir iPad til leiks við mikinn fögnuð. 300.000 eintök seljast á fyrsta degi. Jobs berst við krabbamein í brisi. 5. október 2011 Steve Jobs allur Nokkrum mán- uðum eftir að hafa kynnt iCloud- þjónustu Apple heldur Jobs á vit forfeðra sinna, þá 56 ára gamall. September 2012 iPhone 5 og iPad Mini Tim Cook tekur við af Steve Jobs og kynnir iPhone 5 og síðar iPad Mini. 10. september 2013 iPhone 5S og 5C Apple sviptir hulunni af tveimur nýjum snjall- símum með hraðari örgjörva og fingrafaraskanna. 9. september 2014 iPhone 6 og Apple Watch Apple, sem ávallt hafði freistað þess að minnka tækin, kynnti stærri og endurhann- aða útgáfu iPhone- snjallsímans ásamt Apple Watch. 9. september 2015 iPad Pro Risavaxin út- gáfa af iPad-spjaldtölvunni er kynnt, með 12,9 tommu skjá. 21. mars 2016 iPhone SE Nýr iPhone frá Apple sem byggir á hönnun iPhone 5 en með öflugri örgjörva, myndavél og skjá. Fjörtíu ára saga apple Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síð- unni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartöl- ur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrif- borði. iPad, iPhone og Mac- tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“ Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mót- spyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á til- teknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á f a r s í m a m a r k a ð i . Ljóst er að Apple hyggst sundra og end- urheimta fleiri geira. B í l a m a r ka ð u r i n n þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurn- inguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðar- lega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugs- aði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“ Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Júlí 1997 Steve Jobs snýr aftur til Apple sem kaupir NeXT og Jobs verður framkvæmdastjóri Apple í septem- ber. Jobs hefur hönnun iMac. 15. ágúst 1998 iMac Apple kynnir iMac. Heillandi hönnun og sanngjarnt verð leiða til mikillar sölu. Milljón tæki seld á ári. Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 RAUÐUR ÞEGAR HEITT ER OG BLÁR ÞEGAR KALT ER ? ÞAÐ ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA HÁRÆÐASKEMMDIRNAR Fyrir Eftir 2 . A P r í L 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h E L G I N ∙ F r É T T A B L A ð I ð Tækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.