Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 38
Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur. Sigríður Eyþórsdóttir Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einars- dóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Sigríður á langan feril að baki í leiklist. Hún stýrir eigin leikklúbbi, Perlunni, sem hefur verið starfandi í meira en þrjá áratugi og hefur nóg að gera. Henni fannst spennandi að taka þátt í gerð auglýsinganna fyrir Saga-Film. „Ég var að vinna að aug- lýsingum með leikhópnum Perlunni þegar ég var beðin að taka þetta hlutverk að mér. Þetta var skemmti- leg vinna í góðum hópi fólks. Við skemmtum okkur öll konunglega meðan á tökum stóð. Ég átti nú samt ekki von á þessum ótrúlegu miklu viðbrögðum. Ég er oft spurð af ókunnugum hvort ég sé ekki konan í sjónvarpinu,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það soldið fynd- ið.“ Sigríður bætir við að það hafi líka verið frábært að leika á móti Arnmundi Ernst Backman. Hann er sonur leikaranna Eddu Heiðrún- ar Backman og Björns Inga Hilm- arssonar. Stýrði barnatíma Sigríður var lengi með barnatíma í útvarpinu og margir muna eftir henni frá þeim tíma. Þess utan var hún með hina ýmsu útvarpsþætti. Hún segir að þrátt fyrir tölvuöld hafi börn enn sama áhuga og áður á barnaefni og lestri góðra bóka. Það finni hún hjá barnabörnum sínum. „Ég passa stundum dótturdóttur mína og ég les sömu bækur fyrir hana og ég las fyrir börnin mín. Ég finn engan mun á áhuga henn- ar og þeirra. Það sama má segja um leiki,“ segir Sigríður. „Það þyrfti kannski að leika meira við börn- in, þeim finnst það svo skemmti- legt. Nú eru börn svo mikið í burtu frá foreldrum.“ Sigríður á tvö þjóð- þekkt börn, Eyþór Arnalds, tónlist- armann og pólitíkus, og Bergljótu Arnalds, leikkonu og rithöfund. „Ég byrjaði í leiklist áður en ég vissi hvað það var. Sem krakki lék ég mér með tölurnar hennar mömmu og bjó til heilan leikhús- heim úr þeim,“ segir Sigríður sem fór í leiklistarskóla og síðar í Kenn- araháskólann. Sigríður var lengi sérkennari í Hagaskóla. „Eitt hlut- verkið mitt í lífinu var að kenna fötl- uðum. Ég hef haft mörg hlutverk og lært mikið af þeim öllum.“ Skoðaði tinder „Ég hef ekki mikið verið í auglýs- ingum í gegnum tíðina. Var þó einu sinni í súpuauglýsingu frá Vilko,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt flókið að læra unglingaslangrið sem um er fjallað segist hún hafa flett orðun- um upp. „Ég vissi að Tinder væri stefnumóta síða enda reyni ég að fylgjast með samfélagsmiðlum. Mér fannst þó betra að vera alveg viss svo ég tékkaði á henni. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur,“ segir Sigríður og hlær. „Maður verður að fara djúpt í hlutverkið,“ bætir hún við kímin. „Mér finnst auglýsing- arnar góðar að því leyti að þær sýna að amma er alltaf ráðagóð. Nú er farið að sýna auglýsingar aftur og mér dauðbregður í hvert sinn sem nærmynd af mér birtist í tækinu,“ segir hún. „Ég hélt að sýningar- tímanum væri lokið.“ Virk á netinu Sigríður er 75 ára en hvergi sest í helgan stein. Hún er nokkuð virk á netinu og er með Facebook-síðu. „Ég myndi sakna netsins ef ég hefði það ekki. Ég segi stundum að bækur opni fyrir manni heiminn en netið gerir það sannarlega líka. Ég er því ekkert hrædd við að börn séu á net- inu svo framarlega sem einhver stjórn er á því. Mamma mín tók stundum af mér bækur ef ég lá of lengi fram eftir við lestur.“ Sigríður segir að það sé mikil listhneigð í sínum börnum. „Eyþór var snemma forvitinn krakki og fljótur að tileinka sér hluti. Hann byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu ell- efu ára. Var í aðalhlutverki í Karlin- um á þakinu. Seinna lék hann í leik- ritinu Hvar er hamarinn og síðan í nokkrum kvikmyndum. Svo tók tón- listin við hjá honum og stjórnmál- in,“ segir Sigríður. „Bergljót hefur gefið út barnabækur og er að gefa út disk núna með eigin tónlist. List- in virðist því ganga í ættir.“ Vörður í Strandakirkju Sigríður ólst upp í Selvogi í næsta húsi við Strandarkirkju. „Ég dvel þar alltaf á sumrin og er kirkjuvörð- ur. Ég hlakka til allt árið að fara í Selvog,“ segir Sigríður sem sýnir ferðamönnum kirkjuna þegar þeir banka upp á. „Það er svo fallegt á þessum stað og gott að vera þarna. Á veturna heldur hún utan um leik- hópinn Perluna sem hefur aðset- ur í Borgarleikhúsinu og saman- stendur af átta til tíu manns. „Núna erum við að æfa Spunakerlingarn- ar þrjár. Ég skrifaði handritið upp úr þjóðsögum á kjarnyrtri íslensku. Við vonumst til að geta frumsýnt í haust. Ég hef því marga þræði í höndunum og nóg að gera sem betur fer,“ segir Sigríður. „Ég er líka með í leikhóp sem heitir 50+ sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Maður kemur alltaf ríkari heim af fundi með þeim.“ Ert þú sama týpan og konan í sjónvarpinu? „Ég er frekar kát að eðlisfari. Húmorinn hefur oft hjálp- að mér í lífinu. Maður verður að sjá þetta spaugsama í tilverunni,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir.elin@365.is ráðagóða amman kíkti á tinder Auglýsingar frá Saga Film sem sýndar hafa verið í sjónvarpi þar sem leikararnir Sigríður Eyþórsdóttir og Arnmundur Ernst Backman fara á kostum í spjalli hafa vakið mikla athygli. Sigríður segist hafa haft ótrúlega gaman af því að vinna við upptökurnar. Hún er ekki síður ánægð með viðbrögðin sem komu henni stórkostlega á óvart. Svo lærði hún margt. Sigríður Eyþórsdóttir hefur slegið í gegn í sjónvarpsauglýsingum frá Saga Film þar sem hún leikur ráðagóða ömmu. MYND/PJETUR Úr auglýsingunni frá Saga Film. Sigríður og Arnmundur í hlutverkum sínum. 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e l G i n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.