Fréttablaðið - 02.04.2016, Side 63

Fréttablaðið - 02.04.2016, Side 63
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 2. apríl 2016 21 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK ohf. auglýsir laust til umsóknar starf tæknimanns við hönnun, áætlanagerð ofl. á rekstrarsviði fyrirtækisins með aðsetur á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um fjölbreytt starf að ræða við dreifikerfi fyrirtækisins. Rekstrarsvið ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á dreifikerfi RARIK. Meginverkefni sviðsins eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfa. Starfssvið ● Áætlanagerð. ● Hönnun dreifikerfa ● Verkundirbúningur ● Verkbeiðnaútgáfa ● Samskipti við viðskiptavini Hæfniskröfur ● Rafmagnstæknifræði, Rafmagnsiðnfræði. ● Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur. ● Góð almenn tölvukunnátta ● Þekking á Microstation og/eða AutoCad æskileg. ● Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum ● Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um, nánari upplýsingar veita deildarstjóri rekstrarsviðs á Norðurlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 18. apríl n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Hönnun og áætlanagerð Akureyri Háspennukerfi RARIK Aflstöðvar Aðveitustöðvar Okkur vantar vanan bifvélavirkja í hóp öflugra starfsmanna sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast jeppum og ferðalögum. Verkstæði Arctic Trucks er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Toyota, auk þess sem að við bjóðum dekkjaþjónustu og ástandsskoðanir. Helstu verkefni: • Almennar viðgerðir • Smurþjónusta • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Menntun í bifvélavirkjun skilyrði • Reynsla í greininni er kostur • Vandvirkni og samviskusemi BIFVÉLAVIRKI Umsóknarfrestur er til 10. apríl Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á umsokn@ arctictrucks.is. Nánari upplýsingar veitir Hallveig Andrésdóttir í síma 540 4911. Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Hjúkrunarfræðingar Öldrunarheimili Akureyrar óska eftir að ráða hjúkrunar - fræðinga í 50 – 90% starfshlutfall á á Eini- og Grenihlíð. Vinnufyrirkomulag eftir samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Á Öldrunarheimilum Akureyrar fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilis- brag og lífsgæði íbúana. Helstu verkefni: • Sinnir almennum hjúkrunarstörfum, skipuleggur og ber ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við Eden hugmyndafræðina, markmið og gæðastefnu ÖA. • Hvetur alla starfsmenn til að vinna markvisst að eins taklingshæfðri þjónustu, svo hver og einn fái eftir þörfum aðhlynningu, leiðbeiningar og örvun til sjálfshjálpar. • Hefur frumkvæði að hagræðingu, faglegri þróun og skipulagningu á þjónustu við íbúa. • Tekur þátt í þróunarverkefnum. • Sér um eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2016. Skólastjóri Naustaskóla Staða skólastjóra við Naustaskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Leitað er að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2016. Naustaskóli er staðsettur við Hólmatún, í Naustahverfinu á Akureyri. Skólinn hóf starfsemi þann 24. ágúst 2009 og hefur verið í stöðugri þróun. Fjöldi nemenda er nú um 370 í 1.-10. bekk og starfsmenn eru um 60 talsins. Meðal sérkenna skólastarf- sins má nefna aldursblöndun og teymiskennslu en skólinn er opinn skóli og starfar í anda Jákvæðs aga. Allar nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans: www.naustaskoli.is Naustaskóli starfar í nánu samstarfi við leikskólann Naustatjörn sem staðsettur er á sömu skólalóð. Mikilvægt er að það farsæla samstarf haldi áfram að þróast. Starfssvið: Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun og framgang faglegrar stefnu. Menntunarkröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í skólaþróun, stjórnun, eða reynsla af kennslu og stjórnun á grunnskólastigi. • Menntun á sviði reksturs er kostur. Hæfnikröfur: • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar skólastarfi • Reynsla og þekking á teymiskennslu og kennslu á opnum svæðum er kostur. • Reynsla og hæfni í starfsmannastjórnun. • Frumkvæði og samstarfsvilji. • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni • Lipurð og færni í samskiptum • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og reksturs er æskileg. • Reynsla eða þekking á sviði markþjálfunar er kostur • Gerð er krafa um vammleysi. s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2016. Verslunarstjóri hjá Jóa Fel í Smáralind Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í bakarí Jóa Fel í Smáralind Viðkomandi þarf að sjá um vaktaskipun, starfsmanna- ráðningar, innkaup og allan daglegan rekstur á bakaríinu. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 25 ára og hafi starfsreynslu úr bakaríi eða veitingastað. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Vinsamlegast skilið inn umsóknum á joifel@joifel.is eða hafið samband við Lindu í síma 863 7579. Holtagarðar - Smáralind - Kringlan - Garðabær - Hringbraut
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.