Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 90
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Yngvi Jóhannsson málarameistari, Hólastekk 3, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 30. mars. Útför verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Elíane Hommersand Þorláksdóttir Eva Yngvadóttir Sigurjón Sigurjónsson Jóhann Yngvason Jakob Yngvason Erla G. Sigurðardóttir Lárus Yngvason Dröfn Gunnarsdóttir og barnabörn. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Elskulegur bróðir okkar og mágur, Gunnar Tryggvason sem lést 19. mars á Landspítala, verður jarðsunginn mánudaginn 4. apríl kl. 13.30 í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Sérstakar þakkir færum við Landspítala - hjartadeild fyrir einstaka umönnun og hlýju. Erla Dennison Guðmundur Þórir Tryggvason Edda Skúladóttir Kristján Grétar Tryggvason Annalísa Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Sonur minn og bróðir okkar, Stefán Gíslason lést þann 21. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gísli Sigurðsson Katrín Gísladóttir Sveinbjörn Guðjohnsen Sigríður Georgína Gísladóttir Christine Gísladóttir Grímur Arnarsson Guðný Ó. Halldórsdóttir Háteigi, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Teitsson Ásta E. Hjaltadóttir Guðrún H. Teitsdóttir Ágúst Már Gröndal Anna Guðný Gröndal Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Sigrún Ásdís Jónsdóttir Þórunnarstræti 124, Akureyri, sem lést laugardaginn 19. mars á Sjúkrahúsi Akureyrar, verður jarðsungin í Glerárkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Hjördís Jónsdóttir, Hjörtur Bjarni Jónsson, Ingveldur Br. Jónsdóttir, Pálína S. Jónsdóttir, Steinn Björgvin Jónsson, Birna Gunnhildur Friðriksdóttir, makar, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Guðríður Björnsdóttir frá Raufarhöfn, lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. mars 2016. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum auðsýnda samúð. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Pétursdóttir áður til heimilis á Sléttuvegi 17, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópavogi mánudaginn 28. mars. Sigrún Kristín Baldvinsdóttir Halldóra Baldvinsdóttir Valdimar Bergstað barnabörn og barnabarnabörn. „Ég hef málað í gegnum lífið, sérstak- lega á seinni hluta ævinnar og þegar ég var krakki teiknaði ég heil ósköp,“ segir myndlistarkonan Alda Ármanna sem er áttræð í dag. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bókina Kona í for- grunni sem inniheldur æviminningar, ljóð og list. Konur eru líka oft í forgrunni á myndum hennar. Hún fæddist á Barðsnesi við sunnan- verðan Norðfjörð. „Þar kemur brimið með norðanáttinni og sólskinið og hlýjan með sunnanvindinum, lýsir hún glaðlega. „Pabbi var bóndi og sjó- maður og fór oft til Neskaupstaðar, hinum megin fjarðarins að leggja inn fiskinn, versla í kaupfélaginu eða skipta við sparisjóðinn. Þar hitti hann mann og annan. Þegar pabbi kom heim lýsti hann mönnum fyrir mér og ég teiknaði þá. Stundum gaf hann þeim myndir sem ég hafði teiknað af þeim óséðum.“ Alda Ármanna ólst upp í níu systkina hópi. „Ég var frekar fljót til náms og tók barnapróf á undan mínum jafnöldrum. Þá var enginn gagnfræðaskóli í Norðfirði þannig að mamma ákvað að senda mig með Herðubreiðinni til Hornafjarðar og koma mér í Hrollaugstaðaskóla í Suður- sveit til Torfa Steinþórssonar, bróður- sonar Þórbergs Þórðarsonar. Mamma var frá Kálfafelli og ég bjó þar hjá móð- ursystur minni, Ingunni, og Benedikt, manni hennar, bróður Þórbergs. Síðar fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræða- prófi.“ Fljótlega eftir vistina á Eiðum lá leiðin til Reykjavíkur, meðal annars til lækninga því beinabyggingin var sér- stök. Í borginni kynntist Alda bæði myndlistinni og tilvonandi eiginmanni, Elíasi Kristjánssyni, „sem var nýkominn af síld og ekkert nema fjörið,“ eins og hún orðar það. Frumburðurinn fædd- ist fljótlega og alls urðu börnin fjögur, það yngsta fatlað. Eftir að hafa prófað búsetu í Neskaupstað og ráðsmennsku í Borgarfirði ákváðu þau hjón að setjast að hér syðra. Nú eru þau skilin og elsti sonurinn látinn. Listin hefur aldrei yfirgefið Öldu. „Í myndlistarskólanum kynntist ég stúlk- um sem ég hélt vinkvennasambandi við, þannig að ég hætti aldrei að stússast í myndlistinni,“ segir hún. Afmælisteitið verður haldið heima, að sögn Öldu. „Dóttir mín ætlar að sjá um að galdra eitthvað fram. Hún kann ýmislegt fyrir sér og tengdadóttir mín líka.“ gun@frettabladid.is Ég hef málað gegnum lífið Listakonan Alda Ármanna Sveinsdóttir er áttræð í dag og á von á nánustu ættingjum og vinum í heimsókn. Hún á litríkt líf að baki, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Vinkonurnar voru ólatar að sitja fyrir og prýða margar myndir Öldu Ármönnu. Fréttablaðið/anton brink 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r42 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð tímamót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.