Fréttablaðið - 02.04.2016, Page 94

Fréttablaðið - 02.04.2016, Page 94
Brandarar Melkorka litla kom í skólann og sagði við kennarann: Er hægt að refsa manni fyrir það sem maður hefur ekki gert? Nei, auðvitað ekki. Gott. Ég lærði nefnilega ekki heima í dag. Hver hefur borðað grautinn minn? þrumaði bangsapabbi. Og hver hefur borðað grautinn minn? vældi litli húnninn. Æ, slappið þið af, sagði bangsa­ mamma pirruð. Ég nennti ekki að elda neinn graut handa ykkur í morgun. Ferðalangur hitti gamlan indíánahöfðingja og spurði: Hvað heitir þú? Svarti örn. Áttu son? Já, hann heitir Hvíti fálki. En barnabörn? Já, iPod og iPad. Veist þú hvenær Silja á afmæli? Nei, en ég held það sé á þessu ári. Listaverkin Bragi Halldórsson 193 „Enn ein stærðfræðiþrautin,“ stundi Kata. „Ekki alveg mín deild,“ bætti hún við. „Þú ert nú samt orðin nokkuð góð í stærðfræði við að leysa allar þessar þrautir,“ sagði Konráð. „Huh!“ var það eina sem Kata sagði en hún varð þó að viðurkenna að með því að æfa sig í stærðfræði gekk henni alltaf betur og betur. „Jæja, komdu með þetta, hver er þrautin?“ Lísloppa las leiðbeiningarnar. „Hér stendur: Settu inn tölurnar 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24 í auðu reitina þannig að samtals verði útkoman 65 í hverri röð, bæði lóðrétt og lárétt og líka hornanna á milli.“ Kata fórnaði höndum í uppgjöf en sagði svo: „Ókei, reikna, reikna, við hljótum að geta þetta.“ Getur þú leyst þessa stærðfræðiþraut? Þær Freyja Dís, Hekla Soffía, Erna Þórey, Þorgerður og Fjóla Ösp eru á aldrinum níu til ellefu ára og eiga heima í Árbæjarhverfi. Einn daginn eftir að snjórinn hvarf fylltust þær eldmóði og fóru í hreinsunarátak þar. Hvernig kom það til? Okkur fannst svo mikið rusl fyrir framan húsin þannig að við ákváðum að fara að tína það. Hvaða áhöld notuðuð þið? Bara poka og hanska. Hreinsuðuð þið stórt svæði? Við tíndum rusl frá Hraunbænum og alveg að Dísarási. Var mikill munur að sjá hverfið á eftir? Já, en okkur fannst samt að það þyrfti að hreinsa það betur svo við ákváðum að gera miða í tölvunni til að biðja fleiri að tína rusl. Svo hengdum við miðana á ljósastaura og svoleiðis. Hvað settuð þið upp miða á mörgum stöðum? Svona 20. Hvernig gekk að festa þá? Bara vel, það voru samt unglingar sem tóku einhverja niður. En tóku einhverjir ábendingar ykkar til greina? Já, nokkrir, hefðum samt viljað fá fleiri. Sjáið þið fyrir ykkur að fara ein- hvern tíma í svona átak aftur? Já, við ætlum að gera þetta aftur næsta ár og bara á hverju vori. Eruð þið mikið úti við? Já, oft, förum í útileiki og svona. Settu af stað hreinsunarátak í Árbænum Systurnar Freyja Dís og Hekla Soffía Gunnarsdætur og vinkonur þeirra, Erna Þórey Sigurðardóttir, Þorgerður Þorkelsdóttir og Fjóla Ösp Baldursdóttir, ákváðu óbeðnar að snyrta nánasta umhverfi og reyndu að virkja samtakamáttinn. Matthildur María Sverrisdóttir, fimm ára, sendi okkur þessa mynd. Efri röð: Fjóla, Freyja Dís og Hekla. Neðri röð: Ásgerður og Erna. Fréttablaðið/StEFÁN Sýnishorn af miðunum sem stelpurnar festu á staura. Valur Björnsson segir þetta um myndina sína: Pabbi og mamma að fara með mig í pössun. iPhone 6 og allir vinir hans á frábæru tilboði Í tilefni af Kauphlaupi Smáralindar færð þú 20% afslátt af iPhone 6 og öllum aukahlutum í sömu kaupum. Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir vorið. Vodafone Við tengjum þig 20% afsláttur Tilboðið gildir dagana 31.mars til 4.apríl. 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r46 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.