Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 6
6 20. desemberFRÉTTIR
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjón t
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
www.eignaumsjon.is
Suðurlandsbraut 30 • Sími 585 4800
UPPLIFÐU MARTRÖÐ FYRIR
BRÚÐKAUP Á ÍSLANDI
n Ástfangið par í hremmingum n Endalaus skriffinnska eyðilagði næstum
því stærsta dag lífsins
„Þetta virtist
einfalt í fyrstu
S
hanti Python og Stefán Örn
lentu í ótrúlegum hrak-
förum áður en þeim varð
kleift að gifta sig á Íslandi
þann 31. október síðastliðinn.
Erfiðleikar og endalaus skrif-
finnska tengd umsókn Shanti um
Schengen-vegabréfsáritun gerðu
þeim erfitt fyrir. Shanti rekur
söguna á bloggsíðu parsins Swirl
Iceland.
Skylt að sækja um áritun
Á heimsíðu Útlendingastofnunar
segir:
„Ísland er aðili að Schengen-
samstarfinu. Það er samstarf 26
ríkja og miðar að því að tryggja
frjálsa för fólks innan Schengen-
svæðisins.
Samræmd Schengen-
áritun er gefin út af öllum ríkj-
um Schengen-svæðisins. Þessi
áritun gildir um ferðir til allra
Schengen-ríkjanna og er því ekki
nauðsynlegt að sækja sérstak-
lega um áritun til Íslands, nema
í þeim tilvikum þegar Ísland er
aðal áfangastaður.
Allir áritunarskyldir einstak-
lingar, sem ekki hafa gilda
Schengen-áritun í ferðaskilríki
sínu, þurfa að sækja um vega-
bréfsáritun í viðkomandi sendi-
ráði áður en komið er inn á
Schengen-svæðið og til lands-
ins. Aðeins tvö sendiráð Íslands
annast útgáfu Schengen-áritana,
það eru sendiráðin í Moskvu og
Peking.
Að öðru leyti hefur utanrík-
isþjónustan falið fyrirsvarið
öðrum Schengen-samstarfsríkj-
um í um 120 borgum víðs vegar
um heim. Þau sendiráð sem fara
með fyrirsvar fyrir Íslands hönd í
áritunarmálum sjá um afgreiðslu
umsókna fyrir íslensk stjórnvöld.
Vegabréfsáritun er m.a. gefin
út fyrir ferðamenn, fjölskyldu-
heimsóknir, opinber erindi, við-
skiptaheimsóknir og námsferðir.“
Virtist einfalt í fyrstu
Shanti kemur frá Jamaíku og var
það þar sem að Stefán bað hennar
í september síðastliðnum. Í
kjölfarið tóku þau ákvörðun um
að Shanti flyttist búferlum til
Íslands, þar sem þau ætluðu að
halda brúkaup, mánuði síðar.
Það var því lítill tími til stefnu
og næsta skref var að sækja um
vegabréfsáritun svo Shanti gæti
ferðast til Íslands.
„Þetta virtist einfalt í fyrstu, ég
fékk Schengen-áritun með litlum
vandræðum og í kjölfarið hófst
brúðkaupsundirbúningur.“
Vandræðin byrjuðu hins
vegar þegar Shanti lenti á Íslandi
nokkrum dögum síðar. Parið stóð
í þeirri trú að áritunin myndi
endast í tvo mánuði. Eftir að
Shanti hafði verið á Íslandi í tólf
daga komust þau að því að Shanti
mátti aðeins vera á Íslandi í fimm-
tán daga. Hún átti því aðeins þrjá
daga eftir áður en áritunin rynni
út. Shanti þurfti þess vegna að
fljúga aftur til Jamaíku og þá tók
við heilmikið vesen við að redda
henni flugmiða til baka áður en
áritunin rynni út. Ljóst var að ef
hún yrði lengur á Íslandi þá gæti
hún ekki sótt aftur um Schengen-
áritun, sem myndi þýða að ekkert
yrði af brúðkaupinu. Parinu tókst
loks að finna laust flug til Panama
og þannig var hægt að koma
Shanti út af Schengen-svæðinu,
í bili.
Óþægileg tilfinning
Shanti kveðst hafa fengið tíma
hjá þýska sendiráðinu tveimur
dögum eftir að hún lenti á
Jamaíku, í þeim tilgangi að sækja
aftur um Schengen-áritun. Hún
hafði í millitíðinni náð að fylla
út alla pappíra, en starfsmanni
sendiráðsins þótti grunsamlegt
að hún væri nýkomin frá Íslandi
og væri strax á leið þangað aftur.
Shanti kveðst hafa reynt
að útskýra stöðuna fyrir
starfsmanninum með því að segja
að hún væri ekki enn búin að
hitta alla í tengdafjölskyldunni. Á
þessum tímapunkti voru aðeins
sex dagar í settan brúðkaupsdag.
Shanti segir starfsmann
sendiráðsins hafa sýnt henni
samúð og samþykkt að gefa út
áritunina einum degi fyrr, með
því skilyrði að Shanti legði aftur
fram flugáætlunina, sem léti
þá virðast sem umsóknin hefði
gengið í gegn á fimm dögum, en
ekki fjórum dögum.
Shanti segist engu að síður
hafa haft óþægilega tilfinningu,
og fundið á sér að eitthvað myndi
fara úrskeiðis. Stefán hins vegar
hrósaði happi og tók þá áhættu
að bóka flugmiða fyrir þau bæði
þannig að þau myndu hittast í
Frankfurt og fljúga þaðan saman
til Íslands.
Fjórum dögum síðar hafði
Shanti gert allar nauðsynlegar
ráðstafanir fyrir flutninga og
brúðkaup, pakkað niður og var
tilbúin til brottfarar. Þegar hún
kom í þýska sendiráðið biðu
hennar hins vegar slæmar fréttir.
Í ljós kom að vegabréfsáritunin
var ekki gild fyrr en degi fyrir
áætlaðan ferðadag til Þýskalands.
Það þýddi að Shanti mátti ekki
koma inn á Schengen-svæðið
fyrr en tveimur dögum eftir
að flugmiðarnir voru gildir.
Ekkert var hægt að gera og gat
Shanti þess vegna ekki flogið til
Þýskalands.
Parinu tókst því að lokum að
láta pússa sig saman á settum
degi á Íslandi, 31. október,
og stefnir á að halda annað
brúðkaup á Jamaíku í nánustu
framtíð. „Þannig að, að lokum
fengum við það sem við höfðum
óskað okkur.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is