Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 20. desember Bestu jóla og nýjárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin. Stelpurnar í 18 Rauðum Rósum & Silvra Hamraborg 3, Kópavogi. Sími 554 4818. www. 18raudarrosir.is vinstraliðsins, sem er svo allt í einu orðinn pönkari, sem verður svo ástfanginn poppari að gera Kúbuplötur, sem verð- ur gæi í hvítum jakkafötum að syngja með stórsveitinni, og svo framvegis.“ Forvarnir gildishlaðið og skaðlegt orð Í beinu framhaldi er ekki úr vegi að ræða forvarnir í fíkniefnaneyslu ungmenna og hvaða skoðun Bubbi hefur á umræðunni. „Við skulum henda þessu orði, enda er það bæði gildishlaðið og skaðlegt. Það eina sem þú getur gert ef þú vilt ala börnin þín rétt upp er að vera góð fyrirmynd. Ef þú vilt ekki að þau drekki skaltu ekki láta sjá á þér vín, sama gildir um tóbak, ekki hafa það ná- lægt þeim. Foreldrar eiga að ala börnin sín upp í kærleika, en ekki í boðum og bönn- um. Hrósa þeim eins mikið og hægt er og byggja upp í þeim sjálfstraust. Leyfa þeim að finna sinn farveg, hvort sem þau eru átta eða átján. Ef þau langar að verða fegurðar- drottning þá frábært, svo kannski breyt- ist það og það er líka æðislegt. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli. Svo verða þau unglingar og þá ferð þú í hlutlausan gír, set- ur æðruleysið upp og hugsar, það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Textarnir hans Auðuns eru svo flottir því hann er þar að syngja um sín stóru vandamál og ýmis- legt fleira sem hann hefur lent í. Hann rífur úr sér hjartað og hendir því á borðið. Þetta hef ég ekki séð í íslensku tónlistarlífi hjá neinum nema sjálfum mér, enda spegla ég mig í honum. Þegar ég sá hann fyrst hugs- aði ég hvaðan kemur þessi kjarkur, því þetta er blíðasti og feimnasti strákurinn sem ég hef hitt, en svo fer hann á sviðið og breyt- ist, ber að ofan og alveg geggjaður. Ég hugs- aði strax vá, hann minnir mig á mig – hann er geggjaður tónlistarmaður. Og aftur hvað varðar forvarnir, ef við viljum vera góðar fyrirmyndir, ef við viljum að börnin okk- ar lesi, þá lesum við fyrir þau og þegar þau eru fær um að lesa sjálf hvetjum þau þá til að lesa fyrir okkur. Dögun mín les með til- þrifum og ég spring úr hlátri því hún ger- ir það svo vel. Við lesum alltaf saman uppi í rúmi á kvöldin, en þá fær Aþena mín að velja bækurnar. Það skiptir svo miklu máli að bregðast við börnunum sínum, og leggja símann frá sér, ég mætti gera meira af því sjálfur.“ Hvernig er að útskýra svo skrautlega fortíð fyrir börnunum sínum? „Það er á einum stað í verkinu sem ég hugsaði, úff þarna er mikið kók, og þá er ég ekki að tala um gosdrykkinn. En ég hef aldrei falið neitt fyrir börnunum mínum, þeim finnst að vísu mjög merkilegt að sjá myndir af mér með hár og Aþena, sem er gríðarlega hvetjandi, horfði á mynd af mér tvítugum og sagði svo: „Mér finnst þú flott- ari núna“. En ég hef aldrei falið þessa for- tíð. Í hinu lífinu mínu var ég einu sinni kallaður á fund með kennara, þá var spurt í bekknum hvort það væri ofnæmi í fjöl- skyldunni og Gréta mín rétti upp hönd og sagði að pabbi og við værum með ofnæmi fyrir hassi, brennivíni og kókaíni. Þá hafði ég verið að útskýra fyrir henni að alkóhól- ismi væri einhvers konar ofnæmi. Mér fannst þetta bara bera vitni um þroska og vitsmuni hjá barninu og bað kennarann vel að lifa. En Gréta sá í gegnum hlutina, einu sinni vorum við mamma hennar að fara á árshátíð og ég sá á svipnum á henni að henni stóð ekki á sama. Mamma henn- ar var nýkomin úr lagningu, í kjól og stór- glæsileg. Þegar hún var svo að leggja loka- hönd á varalitinn sagði Gréta skelfingu lostin: „Vita hinar konurnar ekki að þú ert að plata?“. Þarna hugsaði ég, þau sjá í gegnum holt og hæðir.“ Ógæfufólk á allt gott skilið Að lokum verður ekki hjá því komið að forvitnast um jólahátíð þessara uppteknu manna. „Ég byrja aðfangadag alltaf á því að spila fyrir fangana á Litla-Hrauni. Í ár verður svakalegt lið með mér og ég reikna með að Hraunið verði fokhelt eftir þessa tónleika. Svo fer ég heim í gufubað og í betri föt, þá reyni ég að taka þátt í þeim undirbúningi sem hefur hvílt á Hrafnhildi, en við borðum alltaf kalkún. Eftir það hefst þessi dásamlega stund að lesa upp TIL … og það getur tekið tíma. Einhver af eldri börnunum mínum verða mögu- lega með okkur og það er hreinlega ekkert betra en að lesa upp nöfnin á pökkunum handa börnunum sínum sem fara í kjöl- farið í einhvers konar núvitundar brjálæði þótt þau reyni að hemja sig. Ég finn aldrei fyrir meira þakklæti en þegar ég kem heim eftir að hafa spilað fyrir ógæfufólkið sem á allt gott skilið frá okkur, kærleika og ást – sjá svo börnin mín í jólafötunum með fal- lega tónlist, myrkrið algjört því við búum uppi í fjalli, svo glittir í ljós hinum megin við vatnið. Hrafnhildur sýður alltaf hrís- grjón handa hænunum, enda vita þær fátt betra, en kötturinn, hann Moli músa- morðingi, fær kalkún, svo það fá allir sitt.“ Og nú verður pakki til afa? „Já, dóttir mín fer út um jólin svo við höldum jólin um helgina fyrir hana. Þau mega opna pakka, en ekki við og það er aldrei að vita nema afi Bubbi fái pakka.“ „Ertu nýbakaður afi?“ spyr Ólafur áhugasamur. „Já, er það ekki svakalegt! Hún er að vísu orðin ársgömul en hún er alveg með skoðanir á afa sínum. Hún fer í fangið á Hrafnhildi og hinni ömmu sinni en alls ekki í fangið á öfunum sínum. En það mun koma – minn tími mun koma. Þetta er geggjað líf og við getum ekki kvartað. Um leið og jólin eru yfirstaðin veit ég svo að garðurinn fer að hreyfast og svo koma fuglarnir. Ég er líka með gríðarlegan fjölda músa sem kötturinn sér um að komist ekki inn, en ég gef þeim að borða. Stundum er ég með tíu mýs og fugla að borða saman á pallinum, sem gaman er að horfa á. Þá eru mýsnar í ytri hring og fuglarnir í miðjunni. Þeir koma í þyrping- um þegar maður gefur þeim, en kötturinn er fjárans raðmorðingi. Hann hefur étið að okkur sjáandi tvær mýs og ótal fugla og étur þá með húð og hári, skilur ekki eftir eina fjöður, fer svo inn og étur úr dallinum sínum,“ segir Bubbi. „Ég á líka kött sem heitir Moli,“ segir Ólafur og hlær. „Hann var einmitt að fara á kattahótel því ef veður leyfir fljúgum við í fyrramálið til Indlands þar sem við ætlum að verja jólunum. Tengdamóðir mín hefur verið að kenna tónlist þar síð- ustu mánuðina og verður sextug á að- fangadag og þá ætlum við stórfjölskyldan að vera hjá henni í 35 stiga hita. Ég tek nú samt hangikjötslæri með mér út, senni- lega fátt betra en tvíreykt, norðlenskt með naan- brauði í mollunni. Annars byrja æf- ingar strax á nýju ári svo hausinn á mér er alveg þar. Hér er verið að kynda í mik- ið karnival og setja inn nýja vídeóvarpa sem og uppfæra hljóðkerfið, enda verður allt sett í botn, partur af þessu öllu saman, burtséð frá dramatík, pólitík og ljóðum, er auðvitað að gera geggjað „show“ – og sjá hvað Borgarleikhúsið þolir mikinn Bubba.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.