Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 30
30 FÓKUS 20. desember
www.gilbert.is
VERÐ frá:
29.900,-
arc-tic Retro
GÆÐA ÚR Á GÓÐU VERÐI
tilvalið í jólapakkann
Svissneskt quartz gangverk
ÍSLENSK HÖNNUN
Besta hangikjötið
að mati álitsgjafa DV
n Matgæðingarnir skafa ekkert utan af því n Hangikjöt er ekki það sama og hangikjöt
F
yrir örfáum árum var það fastur liður hjá DV
að fá álitsgjafa til að bragða og gefa umsögn
um hangikjöt. Í ár barst DV áskorun um að
taka aftur upp þennan lið og voru þá góð
ráð dýr, enda tíminn af skornum skammti. Þetta
árið fékk DV til liðs við sig þrjá framleiðendur sem
brugðust við kallinu þrátt fyrir skamman tíma og
kann DV þeim bestu þakkir fyrir. Í síðasta hangi-
kjötsmakki DV, árið 2016, var það Húsavíkurhangi-
kjötið frá Norðlenska sem hreppti titilinn besta
hangikjötið og það í fjórða sinn á 10 ára tímabilinu
frá því að hangikjötssmakkið hófst. Norðlenska var
ekki með í ár.
Þar sem tíminn var naumur fékk DV hangikjöt-
ið sent soðið og tilbúið til brúks, en áður hafði tíðk-
ast að sjóða allt kjöt með sama hætti, nema annað
kæmi fram á leiðbeiningum frá framleiðanda.
Álitsgjafar DV þetta árið voru engir viðvaningar;
Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og höf-
undur gífurlegs fjölda matreiðslubóka, Berglind
Guðmundsdóttir, rithöfundur og konan á bak við
einn vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður,
grænn og salt, og síðast en ekki síst Birgir R. Reyn-
isson, matreiðslumaður til áratuga sem rekur í dag
hvorki meira né minna en fimm veitingastaði, Fjár-
húsið, Frystihúsið, Hænsnakofann, Til sjávar og Til
sveita.
Smakkið var blindprófun og fengu álitsgjafar
ekki að vita hvaða kjöt var á hverjum diski fyrir-
fram.
Það var einróma álit álitsgjafa DV að af því
hangikjöti sem bragðað var á, þá bæri hægeldaða
hangilærið frá Sláturfélagi Suðurlands af.
Framleiðandi: Kjarnafæði
Álitsgjafar DV voru sammála um að Fjarðarkaupa
hangikjötið væri helst til of salt og höfðu allir orð á því
að kjötið væri þurrt, þótt svo það væri líklega sökum
þess að kjötið hefði verið soðið of hratt.
„Þetta er þurrt.“
„Mér finnst þetta ekkert spes, ég myndi ekki kaupa
þetta.“
„Hér er rými til bóta.“
„Of þurrt og of salt.“
Gáfu þeir kjötinu eina til tvær stjörnur.
„Tvær stjörnur, fyrst það eru jól.“
Niðurstaða: Tvær stjörnur
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur
„Vá, þetta er salt.“
„Of salt, en samt bragðgott.“
„Þetta þykir mér ekki eins salt og hitt.“
„Það er reykbragð að þessu.“
„Það er betra en hitt, en rosalega salt.“
„Rétt soðið.“
Gáfu álitsgjafar kjötinu þrjár stjörnur.
„Hefðu verið fjórar ef það hefði ekki verið of salt. Bragðið var mjög
gott.“
Niðurstaða: Þrjár stjörnur
Erla Dóra
erladora@dv.is
Fjarðakaupa hangikjötið
Hátíðar hangikjöt
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
Frá vinstri: Nanna Rögnvaldardóttir, Birgir R.
Reynisson og Berglind Guðmundsdóttir
Framhald á síðu 32