Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 34
34 FÓKUS 20. desember
Okkar bernskujól
Jólabörn á tíræðisaldri rifja upp jólin í gamla daga
- Enginn ísskápur og baðað upp úr bala
B
ráðum koma blessuð jólin og börnin
flest án efa farið að hlakka til. Flestir
fá þá eitthvað fallegt, en líklega eitt-
hvað annað en kerti og spil. Á árum
áður þóttu kerti og spil þó hin besta gjöf,
en jólin hafa tekið miklum breytingum síð-
ustu áratugi, en hversu miklar breytingar
erum við að tala um? DV leitaði á náðir
fjögurra unglamba á tíræðisaldri sem rifj-
uðu upp bernskujól sín með blaðamanni.
Bar þar margt á góma sem kom blaða-
manni töluvert á óvart, og gæti sömuleið-
is valdið furðu einhverra lesenda, en hreyft
við gömlum ljúfum minningum hjá öðr-
um.
Fjórmenningarnir eru Bragi Sigurðsson
(92), Matthía Margrét Jónsdóttir (90), Ingi-
björg Guðmundsdóttir Hansen (90) og Val-
dís Daníelsdóttir (95). Þau eiga ólíkan bak-
grunn; Matthía og Valdís ólust upp í sveit,
Ingibjörg í bæ og Bragi í borg.
Hvernig voru jólin þegar þið voruð
börn?
Matthía grípur fyrst orðið. „Fyrstu jólin
sem ég man eftir voru falleg og mikil jól.
Við höfðum mikið fyrir því, við systkinin,
að smíða jólatréð.“ Þá hváir blaðamaður
og spyr hvernig jólatré það sé eiginlega
sem þarf að smíða. Ekki stóð á svörun-
um. Jólatré úr greni voru þá ekki komin
inn á hvert heimili. Þess í stað var jóla-
tré smíðað úr spýtum, með örmum sem
kerti voru fest á. Eftir atvikum voru slík
tré skreytt með lyngi eða könglum, en
svo var ekki á heimili Matthíu. „Nei, við
vorum ekki með svoleiðis. Það var bara
tréð með litlum kertum á endanum.
Aðfangadagur var lengi að líða.“ segir
Matthía og brosir. „Hann var lengi að líða
því við hlökkuðum svo til að fá að kveikja
á kertunum á jólatrénu á aðfangadags-
kvöld, eftir kaffið. Við borðuðum klukk-
an tvö, kalt hangikjöt. Síðan klukkan sex
vorum við komin í jólafötin og settumst
öll inn til að syngja sálmana. Pabbi fór
með húslestur og svo voru sungnir sálm-
ar. Það var ekkert útvarp. Það var ekki
komið til okkar þá.“
Hún kveðst sakna þess heilaga blæs
sem einkenndi jólin er hún var barn. Þá
var snæddur hátíðarmatur, kalt hangi-
kjöt, klukkan tvö því eftir mat þurfti að
sinna búi og fé og síðan baða og klæða
fjölskyldumeðlimi fyrir jólahátíðina
klukkan sex á aðfangadegi. Með hátíðar-
kaffinu á aðfangadagskvöld voru svo
snæddar smákökur og tertur. „Pabbi var
voðalega góður söngvari. Við sungum
alla helstu sálmana. Síðar þegar útvarpið
var komið, þá hlustuðum við á hátíðar-
messu í útvarpinu. Það var æðislegt.“
Lítið var um jólagjafir, þá helst kerti
eða eitthvað þarfaþing svo sem prjóna-
klukku (undirkjól) eða nýjan kjól.
Hjá Valdísi voru jólin með öðru sniði,
þó svo að hún sé líka úr sveit. Hjá henni
borðaði fjölskyldan hátíðarmatinn klukk-
an þrjú, og svo var farið í mjaltir. Síðan
þurfti, líkt og hjá Matthíu, að punta sig
fyrir hátíðarhöldin. Margir úr fjölskyldu
hennar héldu heimili á sömu slóðum og
því var mikið um manninn í sannkölluð-
um jólaveislum yfir hátíðirnar. Húsmæð-
urnar í fjölskyldunni skiptu á milli sín
hátíðardögum og buðu upp á hátíðar-
kaffi. Þar voru snæddar sparismákökur,
gyðingakökur, vanilluhringir og hálfmán-
ar, svo eitthvað sé nefnt, og ríkti mikil til-
hlökkun meðal barnanna að fá að bragða
dýrindin.
„Ég man eftir því, eins og Matthía
sagði, að aðfangadagur ætlaði aldrei að
líða. Við borðuðum líka seinni part dags-
ins og héldum svo veislu um kvöldið. Þar
var borðað aðalsælgætið.
„Það var nefnilega svoleiðis, að það
var það sem var kallað þrímælt. Það var
borðuð klukkan þrjú á daginn aðalmál-
tíðin, svo var verið að gera í fjósinu, eins
og kallað var. Að því loknu fórum við að
punta okkur og svo hlustuðum við á mes-
su í útvarpinu. Útvarpið kom til okk-
ar árið 1930, ég hef þá verið sex ára. Það
var afskaplega gamaldags og heilmikið
mál að opna það, útvarpið. Ég man eftir
því að það voru þrír eða fjórir takkar sem
þurfti að ýta á. Það var geymir, sem kall-
að var, ljósroði eða eitthvað. Ég man alltaf
eftir því að því var snúið fram og til baka
[Valdís sýnir aðfarirnar með tilþrifum] og
þannig þurfti að opna útvarpið.
Það var aldrei messa á aðfangadag í
sveitinni hjá okkur. Ég var norður í Hrúta-
firði. En það voru bara alltaf yndisleg
jólin, þegar maður er að minnast þeirra
svona. Maður ætlaðist aldrei til neins.
Maður fékk þó náttúrlega alltaf nýja kjóla.
Mamma saumaði á mann, og ég saum-
aði svo á mínar stelpur. Allt var saumað.
Og alltaf náttföt, það var alveg fastur lið-
ur að krakkarnir fengu alltaf ný náttföt
um jólin. Í gegnum jólin hjá okkur, ef það
voru bækur gefnar, þá fóru börnin í nátt-
fötin og svo hlupu allir, hver inn í sitt her-
bergi til að lesa.“
Líkt og annars staðar var þótti mikið
spennandi á heimili Valdísar að tendra á
jólatrénu, sem var framan af úr spýtum.
Kertin voru í alls konar litum, voru snúin
– ekki ósvipuð þeim kertum sem prýða
gjarnan afmæliskökur í dag, nema að-
eins stærri – og kölluðust Hreinskerti.
Jólabaðið var í raun bali þar sem baðkör
þekktust ekki í sveitinni á þeim tíma.
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
Matthía Margrét Jónsdóttir
Valdís Daníelsdóttir
Matthía og
bernskan í
sveitinni
Valdís og jóla-
veislurnar
Erla Dóra
erladora@dv.is„Ég man
þegar
ég fékk rautt
epli í fyrsta
sinn