Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 42
42 20. desember M akedónska glæpafréttaritaran- um Vlado Taneski fannst kannski helst til mikil ládeyða í glæpa- heimi lands síns. Eftir um tuttugu ára feril sem slíkur ákvað hann að taka hliðarspor frá fréttamennsku og ekki að- eins fjalla um glæpi heldur fremja þá fyrst. Þess konar „fréttamennsku“ stund- aði Vlado um þriggja ára skeið; frá 2005 til 2008. Vlado var handtekinn 22. júní, 2008, eftir að hafa fjallað um morð og í fréttum hans komu fram smáatriði sem einungis lögregla hafði vitneskju um, atriði sem ekki höfðu verið gerð opinber og aðeins morðingi kynni að þekkja til. Fátækar ræstingakonur Sjónir lögreglu beindust fyrst að Vlado eftir skrif hans um morð á þremur konum í Kicevo í Makedóníu. Fyrsta fórnarlamb- ið, Mitra Simjanoska, 64 ára, fannst látin árið 2005, Ljubica Licoska, 56 ára, var myrt í febrúar árið 2007 og Zivana Temelkoska, 65 ára, var myrt í maí árið 2008. Reyndar hafði lögreglan Vlado einnig grunaðan um að vera bendlaður við hvarf 78 ára konu, Glorica Pavleska, árið 2003. Slæm samskipti sonar og móður Þessar fjórar konur áttu það sameiginlegt að hafa verið fátækar, ómenntaðar og séð sér farborða með þrifum hér og hvar. Merki- legt nokk þá átti sú lýsing einnig við móður Vlados, sem allar konurnar höfðu reyndar þekkt. Vitað var að samband Vlados og móður hans hafði ekki verið dans á rósum og litað ósætti og spennu. Faðir Vlados var ekki leng- ur til staðar, hann hafði svipt sig lífi árið 1990. Hann vissi of mikið Lífsýni úr Vlado var borið saman við lífsýni úr sæði sem fannst á líkum kvennanna þriggja og óyggjandi samsvörun fékkst, en líkin höfðu fundist klæðlaus, vafin með símaleiðslum í nælonpokum á mismun- andi stöðum í Kicevo. Í dagblaðið New Macedonia hafði Vlado skrifað að Ljubica Licosca hefði verið rænt eftir að tveir menn nörruðu hana inn í bif- reið þeirra með frásögn um að sonur henn- ar hefði slasast illa. Í grein í öðru dagblaði álasaði Vlado lögreglunni fyrir að hafa bendlað tvo karl- menn við dauða einnar konunnar, sagði hann að umræddir menn hefðu verið í fangelsi þegar hún var myrt. Rannsóknarlögreglumaður að nafni Kotevski sagði: „Við lásum frásagnir hans og fylltumst grunsemdum. Hann vissi of mikið.“ Indæll og normal Kollega Vlados á New Macedonia, Ognen Cancarevik, sem hafði unnið með honum að umræddum greinum, sagði að hann og allir vinnufélagar Vlados væru í áfalli. Vlado var talinn indælis náungi og virtist vera normal í alla staði. „Þegar lögreglan hringdi í mig og sagði: „Fréttamaður ykkar er morðinginn“ trúði ég vart því sem ég heyrði,“ sagði Ognen og bætti við: „Hann var svo rólegur þegar hann ræddi þessi morð. Allar konurnar bjuggu aðeins steinsnar frá heimili hans.“ Snöggur endir Sem fyrr segir hugðist lögregla leggja nokkrar spurningar fyrir Vlado um Glorica Pavleska sem horfið hafði árið 2003. Til þess kom þó ekki því þann 23. júní, 2008, daginn eftir að hann var handtekinn, framdi Vlado sjálfsvíg í klefa sínum. Það gerði hann með því að halda höfði sínu niðri í fötu fullri með vatni. Örlög Glorica eru því enn á huldu. Í einni frétt sinni skrifaði Vlado: „ Ástæður skrímslisins í Kicevo eru enn á huldu. Báðar konurnar bjuggu í sama bæjarhluta og voru vinir. Lögreglan hefur ekki haft marga til að yfirheyra. Síðasta líkið fannst á ruslahaug. Það var vafið með símasnúru sem greinilegt var að hafði verið notuð til að kyrkja konuna.“ n SAKAMÁL KICEVO-SKRÍMSLIÐ n Hvað lá að baki ódæðum Vlados Taneski er ekki vitað n Fórnarlömbin voru öll fullorðnar, fátækar konur n Þeim var nauðgað og þær síðan myrtar Beggja vegna borðs Vlado Taneski lét sér ekki nægja að fjalla um glæpi. Á haugunum Lík eins fórnar lambanna kemur í leitirnar. Sími 580 7000 | www.securitas.is Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu og aðstandendum líður betur að vita af þér í öruggum höndum. Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til stjórnstöðvar Securitas þar sem þú færð samband við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas með EMR þjálfun eru alltaf á vakt og bregðast hratt og örugglega við. Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og kynntu þér kosti öryggishnappsins og hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með honum. SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.