Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 18
18 20. desemberFRÉTTIR
Á
dögunum greindi DV frá umfangs-
miklu fjársvikamáli tengdu hinni
meintu rafmynt OneCoin. Fram hef-
ur komið að búlgarska athafnakon-
an Ruja Ignatova hafi náð að svíkja út tæpa
þúsund milljarða íslenskra króna á heims-
vísu. Málið hefur vakið mikla athygli hér
á landi en vitað er að nokkrir Íslendingar
hafi látið blekkjast af svikamyllunni.
Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur eftir-
minnileg fjársvikamál sem upp hafa kom-
ið hér á landi. Einstaklingarnir sem fjallað
er um eiga það sameiginlegt að hafa svikið
háar fjárhæðir af fjölda manns. Í mörgum
tilfellum eru fórnarlömbin efnalitlir eða
veikir einstaklingar sem hafa fallið fyrir
gylliboðunum en endað í sárum og jafnvel
orðið gjaldþrota.
„Virðist vera algjörlega siðlaus“
Halldór Viðar Sanne á sér langa sögu í svik-
um og prettum og hefur skilið mörg hund-
ruð Íslendinga eftir með sárt ennið.
Halldór er líklega þekktastur í tengsl-
um við svokallað iPhone-svindl í Dan-
mörku árið 2013. Svindlið gekk út á að
Halldór sannfærði hátt í hundrað einstak-
linga til að kaupa fyrir hann iPhone-síma á
raðgreiðslum í Danmörku sem hann myndi
síðan selja áfram á Íslandi fyrir hærra verð.
Halldór hirti síðan símana sjálfur og seldi
og hafði rúmlega 110 milljónir upp úr
krafsinu. Fjölmargir létu blekkjast, en flest
fórnarlömbin voru Íslendingar búsettir í
Danmörku og þar af margir fátækir náms-
menn. Þeir sem urðu verst úti sátu uppi
með skuldir upp á margar milljónir.
DV fjallaði ítarlega um Halldór í upp-
hafi árs 2013 þegar hann sat í gæsluvarð-
haldi í Kaupmannahöfn vegna umrædds
iPhone-svindls. Á sama tíma voru nokkur
mál gegn Halldóri, vegna meintra fjársvika
hans, til rannsóknar hjá lögreglu hér á
landi.
Halldór var handtekinn í Kaupmanna-
höfn haustið 2012 og sætti gæsluvarðhaldi
þar til dómur féll í máli hans í mars 2013.
Hann var var gerður brottrækur frá Dan-
mörku að afplánun lokinni en hann af-
plánaði hluta dómsins á Kvíabryggju.
Halldór Viðar gekk enn lengra þegar
hann auglýsti lífvarðanámskeið sem fara
átti fram í Kaupmannahöfn árið 2013.
Fjölmargir, þar á meðal Íslendingar, létu
blekkjast og greiddu tæplega 400 þúsund
í námskeiðsgjald. Námskeiðinu var ítrekað
frestað og aldrei varð neitt úr því. Í frétt DV
árið 2013 kom fram að Halldór hefði hótað
óánægðum viðskiptavinum barsmíðum.
„Hann er mjög klár í að blekkja fólk og
virðist vera algjörlega siðlaus maður. Við
vissum að það væru kærur á hendur hon-
um hérna og konan mín kærði hann. Þá
hringdi lögreglan og sagði að hann hefði
sagt að hún væri að ofsækja hann og væri
að reyna rústa mannorði hans hér á landi,“
sagði viðmælandi DV sem greiddi fyrir son
sinn.
Í mars 2017 var síðan greint frá því
að Halldór Viðar hefði verið hnepptur í
gæsluvarðhald, grunaður um milljónasvik
með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði.
Fjölmargir Íslendingar höfðu þá lagt fram
kæru á hendur á honum og komu nokkr-
ir þeirra fram í fjölmiðlum. „Ástæða þess
að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi
sig um áður en farið er í viðskipti við þenn-
an siðblinda mann,“ sagði Bergljót Snorra-
dóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún var
ein af þeim sem lentu í svikamyllu Hall-
dórs.
Svikin gengu út á það að Halldór gerðist
ítrekað milliliður fyrir fólk í leit að leiguhús-
næði. Tók hann íbúðir á leigu, framleigði
þær öðrum en stal síðan leigugreiðslum
þeirra og greiddi aðeins fyrsta mánuðinn
til réttra eigenda. Þá er hann einnig grun-
aður um að hafa selt farsíma sem svo aldrei
fengust afhentir.
„Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég
sveik marga, en ég hef verið dæmdur fyrir
þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég
breyttur maður,“ sagði Halldór Viðar í sam-
tali við Fréttablaðið á sínum tíma.
Í ágúst sama ár var Halldór dæmdur
í eins árs fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til
fjársvika og fjárdrátt. Þá var hann dæmdur
til að greiða öllum sem kröfðust bóta,
hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í
málskostnað. Honum var einnig gert að
greiða samtals 3,6 milljónir króna í skaða-
bætur.
Halldór heitir í dag Aldo Viðar Bae-
Sanne. Á heimasíðu hans á LinkedIn er
hann skráður sem stofnandi og forstjóri
Smart Capital Inc. í Kanada. Fram kemur
að fyrirtækið veiti ráðgjöf til einstaklinga í
fjárfestingahugleiðingum.
Þá segist hann hafa meira en 20 ára
reynslu í sölu og alþjóðlegri markaðssetn-
ingu í tæknigeiranum, hann hafi meðal
annars stofnað fyrirtækið SmartSMS og
unnið að markaðssetningu fyrir fyrirtæki
á borð við Coca Cola, Visa og Volkswagen.
Einstæðir öldungar voru fórnarlömbin
Árið 2001 var Þór unn Sig ur veig Aðal steins-
dótt ir dæmd í tveggja ára fang elsi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir að hafa með skipu-
lögðum blekkingum fengið sjö karlmenn,
sem allir voru aldraðir einstæðingar, til
þess að lána henni peninga. Ljóst var þó að
hún átti enga möguleika á að endurgreiða
þeim lánin. Alls náði hún að hafa rúmlega
55 milljónir króna út úr mönnunum.
Í umfjöllun DV árið 2001 kom fram að
flest benti til þess að svikin hefðu verið
SVIKAHRAPPAR
n DV tekur saman þekkt íslensk fjársvikamál n Fatlaðir, aldraðir og fátækir algeng fórnarlömb
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Umfjöllun Helgarpósturinn
árið 1994. Ljósmynd/Tímarit.is
Ljósmyndari DV náði þessar mynd af Sigurði
þegar dómur var kveðinn upp í héraðsdómi.
Skjáskot af síðu LinkendIn
Halldór Viðar
er einna helst
þekktastur í
tengslum við
iPhone svindlið
svokallaða