Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 72
20. desember
51. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Gefðu gjöf frá
frægustu hönnuðum heims
Epal / Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
Þetta er
ekkert
grín!
S
tarfsfólk Isavia ákvað að bregða út
af vananum þetta árið með því að
sleppa að gefa hvert öðru jólagjafir,
og láta í stað andvirði gjafanna renna
til góðs málefnis.
Fjölskylduhjálp Íslands sér fram á erfið
jól í ár en í tilkynningu á vef samtakanna
segir að fjármunir séu af skornum skammti,
styrkir frá hinu opinbera dugi skammt og
ásóknin þessi jól eftir matvælaaðstoð sé
mun meiri en búist var við.
„Jólin nálgast óðfluga og sjá margir í
þessum hópum ekki fram á að geta haldið
jól yfirhöfuð eða með lítilli reisn.
Í fyrra aðstoðuðum við um 2.000 manns
fyrir jólin og er ekki búist við færri í ár mið-
að við fyrirspurnir til okkar sem hófust
óvenju snemma í ár.
Fjármagn er hins vegar takmarkað, og
því miður sjáum við fram á að þurfa að setja
þak á hversu marga við getum aðstoðað í
ár, nema samfélagið okkar taki höndum
saman og leggi verkefninu lið.“
„Þetta var frábært framtak hjá
starfsmönnum okkar hjá Isavia,“ segir Guð-
jón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia, í
samtali við DV.
„Um 60 starfsmenn á tveimur vöktum
sem sinna öryggisleit starfsmanna og
öryggisleit í bifreiðum á gátstöðvum
við Keflavíkurflugvöll hafa haft þann
sið að skiptast á gjöfum í leynijóla-
sveinaleik (secret santa) fyrir jólin.
Þetta árið tóku þessir starfsmenn
ákvörðun um að láta peninginn, sem
annars færi í gjafakaup, renna til góðs
málefnis.
Sú upphæð sem safnaðist, rúm-
lega 200 þúsund krónur, fóru til Fjöl-
skylduhjálpar Íslands í Reykjanes-
bæ en á meðfylgjandi mynd má sjá
nokkra af starfsmönnum Isavia ásamt
Ingu Birnu Kristinsdóttur hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ.
„Hér er um flott framtak að ræða
hjá öflugu starfsfólki okkar,“ segir
Guðjón jafnframt.
Gjafmilt starfsfólk
Isavia
Án djóks
Á
stralski grínistinn
Jonathan Duffy trú-
lofaðist nýverið
kærasta sínum Natan
J. Etienne. Bauð Natan sín-
um heittelskaða í laumuferð
á Snæfellsnes og fór á skelj-
arnar. „Ég sagði auðvitað já,“
skrifar Jonathan á Facebook-
-síðu sína, í sjöunda himni.
Jonathan hefur búið á Íslandi
um nokkurt skeið og gert
gott mót í uppistandi. Þá hef-
ur hann einnig unnið í graf-
ískri hönnun fyrir ýmsa lista-
menn, þar á meðal fyrir Gretu
Salóme og Eurovision-framlag
hennar, Raddirnar.
Spenna
fyrir Signals
T
ökur á þáttaröðinni
Signals, sem frameidd er
af Sagafilm, eiga að hefj-
ast seint á næsta ári en
nú þegar hefur myndast spenn-
ingur erlendis fyrir seríunni.
Signals var valið áhugaverð-
asta „pitchið“ á London Drama
Summit nýverið en leikstjórn er
í höndum Óskars Jónassonar.
Hann skrifar handritið í félagi
við Margréti Örnólfsdóttur, Jó-
hann Ævar Grímsson og Sjón.
Áætlaður kostnaður er tæpur
milljarður en um níu þætti er að
ræða. Í þáttunum er fylgst með
lögreglukonunni Magneu sem
rannsakar hryðjuverk og net-
glæpi. Heimur hennar umturn-
ast þegar að Ísland er á barmi
hruns.