Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 20
20 20. desemberFRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI vel undirbúin. Þórunn hafði upphaflega samband við Bændasamtök Íslands og óskaði eftir upplýsingum um roskna ein- stæða bændur undir því yfirskini að hún hefði áhuga á því að komast sem ráðskona i sveit. Hún hafði því næst sam band við sjö menn sím leiðis og blekkti þá til að lána henni pen inga. Hún beitti ótrú leg um ósann ind um gagn vart sumum þeirra, til að mynda með því að segja þeim að börn hennar væru al var lega veik og jafn vel að þau væru lát in. Þórunn var talin hafa notað sér ranga hugmynd þeirra um greiðslugetu hennar og eignir en þeir vissu ekki hver af annars lánveitingum til hennar né þekktu skulda- stöðu hennar við aðra. Í niðurstöðu hér- aðsdóms á sínum tíma kom fram að mikið fjár tjón hefði orðið af brot um henn ar sem var virt til refsi hækk un ar. Meistaradeildarsvikarinn Pétur Emil Gunnarsson hafði háar fjár- hæðir af fjölmörgum Íslendingum árið 2011. Um það leyti sem málið kom upp var Pétur Emil búsettur í Bretlandi. Stund- aði hann það að svíkja fé út úr íslenskum fótboltaáhugamönnum með því að selja þeim miða á leiki með Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Fólkið fékk hins vegar aldrei miðana sem Pétur Emil lof- aði að senda því. Hann hafði meðal annars sett sig í samband við fólk á samskiptasíð- unni Facebook auk þess sem hann hafði samband við það í gegnum síma. Pétur Emil tók við greiðslu fyrir miðana með því að láta millifæra peninga á sig í gegnum heimabanka. Kaupendur miðanna fengu þá hins vegar aldrei afhenta en Pétur Emil hélt söluverði miðanna eftir. Þannig hafði Pétur Emil til dæmis 312 þúsund krónur af fjögurra manna vina- hópi sem hann sagðist ætla að afhenda fjóra miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu fyrr á árinu á milli Manchester United og Barcelona. „Það er alltaf þetta, ég borga á morgun, ég kemst ekki í bank- ann og eitthvað svoleiðis,“ sagði einn úr vinahópnum í samtali við DV á sínum tíma. DV ræddi á sínum tíma við fleiri af fórnar lömbum Péturs, meðal annars mann sem greiddi Pétri 75 þúsund krónur fyrir miða á leik með Manchester United í Meistaradeildinni auk flugmiða til þess lands sem leikurinn átti að fara fram í. Þá fylgdi það einnig með að miðarnir ættu að vera í VIP-stúku og að maðurinn ætti að fá mat meðan á leiknum stæði. Pétur Emil sagði sjálfur í viðtali við DV í maí 2011 að hann ætlaði að endurgreiða fórnarlömbunum það sem hann hafði af þeim. Jafnframt sagðist hann ekki skilja af hverju íslenskir fjölmiðlar væru að fjalla um málið. „Ég gerði bara mikil mistök og ég mun leiðrétta þau,“ sagði hann meðal annars í samtali við blaðamann. Í september sama ár greindi DV hins vegar frá því að Pétur Emil hefði enn ekki endurgreitt þeim sem hann hafði fé af fyrr á árinu. Eitt af fórnarlömbum Péturs Emils sagði hann ennþá skulda honum 300 þús- und krónur. Sveik 30 milljónir út úr níræðum Alzheimersjúklingi Svikaferill Sigurðar Kárasonar nær langt aftur í tímann en hann rak meðal annars Tívolíið í Hveragerði á sínum tíma. Á þeim árum sem Tívolíið var starfrækt komu upp ýmis deilumál og fjármálaerfiðleik- ar í tengslum við reksturinn og að lokum varð Tívolíið gjaldþrota. Árið 1985 keypti Sigurður Hótel Borg ásamt þáverandi við- skiptafélaga sínum en hótelið var fjórum árum síðar boðið upp á nauðungarupp- boði. Í september 1989 voru Sigurður Kárason og félagi hans, Pálmi Magnússon, dæmdir í fimm mánaða fangelsi hvor fyrir fjársvik og fyrir að hafa haldið eftir vörslufé af launum starfsmanna Tívolísins og Hótel Borgar. Níu árum síðar, árið 1998, kom upp hið svokallaða „millifærslumál“ sem endaði með því að Sigurður hlaut 20 mánaða fang- elsisdóm fyrir að hafa látið Alzheimersjúka konu á níræðisaldri leggja rúmlega 30 milljónir króna inn á bankareikning hans. Árið 2014 komst Sigurður enn og aftur í fréttirnar þegar hann var sakaður um að hafa svikið á annað hundrað milljónir króna út úr sextán einstaklingum, en brotin voru framin á árunum 2006 til 2010. Svikamylla Sigurðar gekk út á það að hann fékk einstaklinga til að leggja inn á hann peninga, sem hann sagðist meðal annars ætla að nýta til gjaldeyrisviðskipta og til kaupa á krónubréfum. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskipt- anna við Sigurð. Ekkert varð þó um efndir en Sigurður er talinn hafa notað pening- ana til að greiða eldri skuldir og eins til eigin framfærslu. Mörg fórnarlambanna voru félitlir einstaklingar sem tóku lán eða yfirdrátt til að geta látið Sigurð fá peninga. Suma hafði Sigurður hitt á förnum vegi en í hópnum var meðal annars prestur, bensínstöðvar- starfsmaður, flóttamaður og vörubílstjóri. Einn þeirra sagði fyrir dómi að Sigurður væri svo sannfærandi að hann „hefði getað dáleitt mann“. „Hann sveik mig trekk í trekk. Hann hafði greinilega gríðarlega góða þekkingu í því að tala skynsamlega um þetta. Hann kom gríðarlega vel fyrir. Ég hef fáa hitt sem hafa eins góða þekkingu og talanda á hlutum eins og þessi maður,“ sagði annað fórnar lamb Sigurðar fyrir dómi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sig- urð að lokum í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur Íslands staðfesti síðar dóminn. Hafði fé af fötluðum bróður sínum Árið 1994 voru Hafsteinn Einarsson lög- fræðingur og Einar Guðbjartsson, fyrr- verandi áfengismeðferðarfulltrúi, ákærðir fyrir að hafa haft 3,3 milljónir út úr 63 ára gömlum sjúklingi á meðferðardeildinni þar sem Einar starfaði. Peningana nýttu þeir í eigin þágu. Í umfjöllun Helgarpóstins á sínum tíma var vakin athygli á því að Hafsteinn ætti langan sakaferil að baki, feril sem spann- aði meira en tvo áratugi. Á meðal fórnar- lamba hans voru lamaður bróðir hans, Frí- kirkjuprestur og Skipavík, þaðan sem hann var rekinn fyrir fjárdrátt. Hann hafði þó aldrei áður verið ákærður. Þá kom fram að fjölskylda Hafsteins hafði fyrir löngu snúið baki við honum vegna ýmissa svika sem hann hefði beitt systkin sín og tengdafólk. Fram kom að strax á námsárunum í lagadeild hefði Hafsteinn orðið uppvís að því að fá fólk til að skrifa upp á víxla fyrir sig sem hann lét svo falla á viðkomandi án nokkurrar tilraunar til að greiða þá sjálfur. Þá lét hann bróður sinn taka á sig víxil upp á fimm hundruð þúsund krónur sem hann skrifaði upp á fyrir Hafstein. „Ég skrifaði upp á víxil fyrir Hafstein til að koma þessu kvikindi í gegnum nám,“ sagði bróðirinn í samtali við Helgarpóstinn. „Ég hef ekki talað við hann síðan. Hann kom svo illa fram við mann og laug því stöðugt að hann væri búinn að redda þessu.“ Þá kom fram í umfjöllun Helgarpóstins að annar bróðir Hafsteins, sem var lamað- ur og er nú látinn, átti bíl sem hann fékk með tollfríðindum og hann hugðist selja. Hafsteinn sá um viðskiptin og fékk þriðja bróðurinn til að útvega honum veðleyfi til að greiða tollana. Hafsteinn hirti andvirði bifreiðarinnar sjálfur en fatlaði bróðirinn sat eftir með sárt ennið. Þetta fékkst stað- fest innan fjölskyldunnar Tvö önnur systkin Hafsteins fóru þó verst út úr viðskiptum sínum við hann en Hafsteinn sveik út úr þeim milljónir króna og skildi þau eftir eignalaus. Einnig kom fram í Helgarpóstinum á sínum tíma að Hafsteinn hefði orðið sér úti um stór lán hjá Búnaðarbankanum í Stykkis hólmi í nafni Skipavíkur og notað peningana til að byggja sér glæsilegt ein- býlishús en húsið var kallað „Kapellan“ meðal íbúa bæjarins vegna sérstæðs byggingarstíls. Bankinn tók húsið fjárnámi en söluverð þess dugði engan veginn fyr- ir lánunum. Skipavík varð því að greiða kostnaðinn vegna persónulegra fjár- festinga forstjórans. Hafsteinn var rekinn frá fyrirtækinu árið 1974 fyrir fjárdrátt en stjórn Skipavíkur sá ekki tilgang í að leggja fram kæru því hann var eignalaus. Á öðrum stað kom fram að Hafsteinn hefði lengi búið hjá fyrrverandi tengdamóður sinni sem var ellilífeyrisþegi og hún tók einnig á sig skuldbindingar fyrir Hafstein sem hann hirti ekki um að standa skil á, samkvæmt fleiri en einni heimild innan fjölskyldunnar. Hafsteinn var gerður gjaldþrota í janúar 1993. n Sigurður á sínum yngri árum. Ljós- mynd/Tímarit.is DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Ljósmynd/Tímarit.is „Ég þurfti að greiða skuldir og borga fyrir viðhald á húsnæði," var skýring Þórunnar fyrir dómi. Ljósmynd/ Tímarit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.