Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 24
24 FÓKUS 20. desember HÓFU SAMSTARF Í STIGAGANGINUM n Vinkonurnar Bára og Eyrún eru spilandi frjóar n Sameinuðu krafta sína með farsælum hætti V inkonurnar Bára Brandsdóttir og Eyrún Pétursdóttir eiga það sameiginlegt að elska skapandi störf en þær gáfu nýverið út spilið Talnastuð. Spilið er ætlað börnum á yngri aldursárum og hverfist, eins og nafn þess gefur til kynna, allt um tölur. Leiðir þeirra Báru og Eyrúnar lágu saman í gegnum dætur þeirra en þær bjuggu um tíma í sama húsi, staðsettu í Hlíðunum. „Stelpurnar okkar eru á sama aldri og því var mikill samgangur á milli hæða,“ segir Eyrún og heldur áfram. „Bára hafði á þessum tíma nýlokið við að búa til stafaspil fyrir dóttur sína sem var að læra stafina. Spilið vakti mikla lukku og í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að gefa það jafnvel út svo fleiri gætu notið góðs af – en þá vantaði teiknara. Ég gaukaði því að henni að ég kynni nú alveg teikna og þar með var boltinn farinn að rúlla. Við ákváðum að gera þetta verkefni saman og árið 2016 kom spilið á markaðinn. Þremur árum síðar erum við aftur í sömu sporum því það má segja að Talnastuð sé einhvers konar framhald af Stafastuði nema nú snýst allt um tölurnar. Með spilinu fylgja sex leikreglur en það er hægt að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu. Þess vegna geta bæði börn sem eru að kynnast tölunum og þau sem eru að byrja að vinna með tölurnar spilað Talnastuð. Leikirnir felast meðal annars í því að þekkja tölurnar, að telja, vita hvort tala sé hærri eða lægri en önnur, einföld samlagning, frádráttur og svo framvegis.“ Samhliða því að búa til spil reka stelpurnar netverslunina Kátínu þar sem þær selja afraksturinn en Bára rekur jafnframt netverslunina Kyrrland. Eyrún er hins vegar búsett í Svíþjóð þar sem hún leggur stund á landslagsarkitektúr. Þær viðurkenna að því fylgi töluverður kostnaður að setja svona spil á markaðinn og sjálfar fái þær lítið í vasann fyrir afraksturinn. „Við gerum þetta nú aðallega fyrir ánægjuna,“ segir Eyrún og heldur áfram. „Við söfnuðum fyrir prentkostnaðinum á Karolina Fund sem gekk ljómandi vel, við náðum takmarkinu okkar og gott betur sem er ákaflega gleðilegt og augljóst að áhugi fyrir krakkafræðslu er mikill.“ Óhætt er að segja að spilið sé fallegt en það er skreytt einstaklega fallegum vantslitamyndum eftir Eyrúnu hún segir þær stöllur þó hafa lagt megináherslu á að spilið væri skemmtilegt. „Reglurnar eru ekki skrifaðar í stein og þær má beygja og sveigja að vild og aðlaga að leikmönnum svo allir hafi gagn og gaman af. Stelpuhópurinn okkar er búin að vera að prófa spilið fyrir okkur og einnig hafa vinir þeirra komið í spilapartí og allir hafa skemmt sér konunglega. Nú er endalaust beðið um að spila Talnastuð og við gætum varla hugsað okkur betri meðmæli en það.“ n Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Reglurnar eru ekki skrifaðar í stein og þær má beygja og sveigja að vild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.