Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 28
28 FÓKUS 20. desember Eftirlætisjólasmákökur Evu Laufeyjar og Lindu Ben n Tveir matgæðingar og gómsætar smákökur n Jólin í miklu uppáhaldi S jónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjar­ an Hermannsdóttir prófar ávallt nýjar uppskriftir fyrir hver jól í bland við hinar gömlu góðu sem hún segir ómissandi yfir hátíðina. Hún segir sörur, piparkökur og marengstoppa alltaf njóta mestra vinsælda á heimilinu. Eva Laufey segir smákökubakstur órjúfanlega hefð á aðventunni enda var hún alin upp við mikinn bakstur. Hún minnist ljúfra stunda með mömmu sinni og ömmu í eldhúsinu. „Mér fannst æðis­ lega gaman að fylgjast með þeim baka loftkökur, það var mesta sportið. Ég vissi alltaf upp á hár var kökuboxin voru geymd þegar ég var lítil enda lunkin að ná mér í eina og eina smáköku yfir að­ ventuna. Það er svo notalegt að baka á að­ ventunni og ég byrja yfirleitt snemma að baka og skreyta heimilið. Ég vil helst hafa heimilið sem lengst í jólabúningi, dagarn­ ir eru dimmir og birtan frá jólaskrautinu gerir heilmikið fyrir huggulegheitin.“ Þegar talið berst að eftirlætisjólasæl­ gætinu nefnir Eva fyrst konfektmolann frá Nóa Síríus með marsípanfyllingu. „Ég elska osta og borða mikið af þeim ásamt laufabrauði, að mínu mati er það hið full­ komna jólasælgæti. Súkkulaði með rjóma og jólalög koma mér sömuleiðis í sann­ kallaðan jólafíling en svo horfum við fjöl­ skyldan alltaf á The Grinch sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Hún er alltaf jafn skemmtileg.“ Smákakan sem aldrei má vanta á að­ ventunni segir Eva vera söru enda séu sörur í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá henni og hennar fjölskyldu. „Ég byrja yfir­ leitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desem­ ber. Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og þær geymast mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskrift­ in er frá mömmu minni. Þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum hesli­ hnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur. L inda Benediktsdóttir er köku­ áhugafólki vel kunn en hún byrjaði snemma að æfa sig í eldhúsinu. Hún, rétt eins og Eva Laufey, minnist ljúfra stunda með móður sinni og ömmu við bakaraofninn fyrir jólin. Hún seg­ ist hafa sérstaklega gaman af því að prófa sig áfram með smákökusort­ ir því útkoman sé nánast alltaf góð. „Það er mjög mismunandi hversu mikið við bökum fyrir jólin, en það er eitthvað sem ég og son­ ur minn höfum alltaf gert saman. Jólin snúast um að gera skemmti­ lega hluti saman og njóta samver­ unnar, svo mér finnst það varla vera jólabakstur nema fjölskyldan taki þátt saman. Sum jól höfum við nægan tíma til að dúlla okkur í eld­ húsinu, en stundum gefst minni tími og það er allt í lagi. Mér finnst betra að setja ekki of mikla pressu á okkur fjölskylduna, jólin snúast um að hafa gaman. Jólaskapið hellist svo yfir mig þegar ég hlusta jólalög með með stráknum mínum á meðan við skreytum piparkökur.“ Þegar talið berst að eftirlætis­ jólasælgætinu vefst svarið ögn fyrir Lindu. „Ég á erfitt með að gera upp á milli, en ætli það sé ekki marsípanmolarnir frá Nóa og After Eight, það kemur í það minnsta fyrst upp í hugann. Uppáhalds­ jólamyndin er hins vegar National Lampoon’s Christmas Vacation, á því leikur enginn vafi.“ Kökurnar sem aldrei má vanta á aðventunni segir Linda vera súkkulaðismákökur og deilir hún með lesendum DV uppskrift að slíkum. „Þessar kökur hef ég gert óteljandi oft, en ég lærði það fyrst í matreiðslutíma í grunnskóla. Upp­ skriftina hef ég geymt í öll þessi ár enda algjör gersemi.“ n 100 g smjör við stofuhita n 1 dl púðursykur n 1 dl sykur n 1 egg n ½ tsk. vanilludropar n 3,5 dl hveiti n ½ tsk. matarsódi n ½ tsk. salt n 70 gróft, brytjað súkkulaði Setjið smjör, púðursykur og syk­ ur í skál og hrærið þar til blandan verður létt og loftmikil. Bætið þá egginu út í og hrærið saman við. Bætið því næst vanilludropunum út í. Blandið saman hveiti, matar­ sóda og salti og blandið því saman við deigið, hrærið eins lítið og þið komist upp með, hættið um leið og allt hveitið hefur blandast saman við. Skerið niður súkkulaðið og blandið því saman við deigið með sleikju. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 30 mínútur. Kveikið á ofnin­ um og stillið á 170°C og undir­ og yfirhita. Útbúið kúlur úr deiginu, ein kúfuð matskeið af deigi er ein kaka, raðið á ofnplötu með góðu millibili, bakið í 8–10 mínútur. Botn: n 4 eggjahvítur n 230 g heslihnetur eða möndlur n 230 g flórsykur Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihnet­ urnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappír­ klædda ofnplötu. Bakið í 10–12 mínútur. Krem: n 4 eggjarauður n 1 dl vatn n 130 g sykur n 250 g smjör, við stofuhita n 2–3 msk. kakó n ½ tsk. vanillusykur eða vanillu-extract n 1 msk. sterkt, uppáhellt kaffi Þeytið eggjarauðurnar. Hitið vatn og sykur þar til það hitnar og verður að sírópi. Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og haldið áfram að þeyta. Skerið smjör­ ið í teninga og bætið út í. Næsta skref er að bæta kakó, vanillu og kaffi út í kremið. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silki­ mjúkt. Það er ágætt að smakka þetta til á þessu stigi. Kælið kremið áður en þið setjið það á kökurnar. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota teskeið­ ar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er al­ gjört smekksatriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti, áður en kökurnar eru hjúpaðar. Hjúpur n 300 g súkkulaði Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulað­ ið. Gott er að geyma kökurnar í frysti, takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram. Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.