Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 20. desember
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
SKILTAGERÐ
Ljósakassar
Ljósaskil
3D stafir
Hönnun
Ráðgjöf
Uppsetning
Matthía: „Eftirminnilegasta
jólagjöf sem ég virti ógurlega
mikið og var mér hálfheilög.
Það var stórt kerti með mynd af
frelsaranum. Fóstra mín gaf mér
þetta og mikið fannst mér það fal-
legt. Ég verndaði það eins og dýr-
grip. Ég hef verið svona sjö ára.
Síðan seinna tók bróðir minn
kertið og kveikti á því. Ég grét því
ég fann svo til, þetta var mynd
af frelsaranum á stóru kerti og
hann kveikti á því. Bróðir minn
benti mér á að hann hafði nú ekki
brennt sjálfan frelsarann, en ég
sagði bara „Láttu þetta vera“.
Svo fékk ég líka efni í satínpils.“
Valdís: „Ég hef fengið margar
yndislegar jólagjafir. Það er svo
margt sem mér dettur í hug. Bæði
bækur og annað.
Það var þó eitt sem ég man sér-
staklega eftir. Ég fékk lítið píanó og
gat spilað lög á það. Það var svona
um tuttugu sentímetrar á lengd og
hvítt á litinn. Það var pantað frá
Þýskalandi. Það var maður heima
hjá okkur, sem var giftur ömmu-
systur minni, sem gat pantað frá
Þýskalandi og pantaði þetta. Þetta
var berklaveikur maður, með smit-
andi berkla. Hann vildi ekki fara á
hælið, sem var þó komið þá. Við
vorum að sniglast í kringum hann
og mamma var alltaf með sápuna
og lýsól á lofti. Og það einkenndi
berklasjúklinga, þessi lýsóllykt.
Þessi maður gaf okkur öllum
krökkunum eitthvað svona sem
hann pantaði. Síðan hélt að hann
myndi deyja fyrir jól og vegna þess
fengum við jólagjöfina svolítið
snemma því hann vildi sjá þegar
við tækjum utan af gjöfunum. Við
smituðumst ekki af berklunum.
Það er mín besta jólagjöf.“
Inga: „Manni fannst voða gott
að fá bækur. Ég man eftir einni bók
sem hét Inga fór til Íslands, sem
móðurbróðir minn gaf mér. Ég
var alltaf kölluð Inga. Síðan gaf ég
dóttur hans bókina þegar hún var
orðin fullorðin.“
Bragi: „Nei, ég man nú ekki
neitt sérstakt. Ég man bara ekki
neitt svoleiðis. Jú, skautarnir og
eitt sinn fékk ég skíði líka. Það var
voðalega erfitt að kaupa þetta,
þetta þótti það dýrt þótt verðið
hafi ekki verið hátt miðað við
daginn í dag. En peningar voru
peningar þá.“
Breytingar með hernum
Eftir að fjórmenningarnir fóru
að búa sjálfir tóku jólin nokkrum
stakkaskiptum. Þá var herinn
kominn til landsins og fylgdu
honum hraðar breytingar í sam-
félaginu.
Valdís: „Þá komu eplin og
eplalyktin. Þá angaði heimilið af
eplum. Ég reyndar skil ekki hvað
gerist síðar, áður var eplalyktin
úti um allt, en epli í dag bera enga
lykt. Það er eitthvert efni sem er
notað nú á þau til að láta þau end-
ast betur. Í gamla daga var þetta
mikið ferskara. Eftir að ég fór að
búa þá man ég eftir því að hjá
kaupmanninum í kaup félaginu
voru eplin skömmtuð eftir því
hversu margir voru á heimili.“
Matthía: „Ég man þegar ég
fékk rautt epli í fyrsta sinn.“
Bragi: „Ég var stýrimaður á
einu skipi og frændi okkar kom
alltaf með ávexti fyrir jólin. Það
þótti voðalega flott.“
Enginn ísskápur
Blaðamaður ræddi við fjórmenn-
ingana um margt sem því miður
rúmast ekki allt á þessum síðum.
Eftirminnilegt er þó að heyra lýs-
ingarnar af bernsku þeirra. Tíma
þar sem menn þurftu að rogast á
milli heimila með rafhlöður til að
hlaða þær í hleðslustöð til að geta
hlustað á útvarpið. Ekki var þá
hægt að stökkva út í bíl til að flýta
för. Á þessum tíma voru ekki einu
sinni komnir vegir til allra byggða
og fólk ferðaðist mikið um á hest-
baki. Framan af þurftu þau líka að
komast af án ísskáps.
„Við fengum ekki ísskáp fyrr
en 1957,“ segir Inga. Þau útskýra
fyrir blaðamanni að fyrir tíð ís-
skápsins voru notaðar kaldar úti-
geymslur og fjölskyldur leigðu
sér frystigeymslur eða frystihólf í
þar til gerðum frystihúsum. „Það
var stórt frystihús þar sem Seðla-
bankinn er núna. Þar voru leigð
út hólf,“ segir Bragi.
Minna stress um jólin
Fjórmenningarnir eru sammála
um að streitan hafi verið minni í
þá tíð. „Ég sakna rólegheitanna.
Nú er mun meira stress fyrir
jólin,“ segir Inga. Sjálfbærnin í
samfélaginu var einnig meiri.
„Þá var allt nýtt, engu hent,“ seg-
ir Valdís. Fatnaður var saumað-
ur heima við, jafnvel þegar engin
eyrnamerkt efni fengust. „Það
var mikill saumaskapur á mínu
heimili. Móðir mín var sauma-
kona. En hún saumaði ekki
á mig, það var konan í næsta
húsi sem kunni karlmanns-
saum. Hún saumaði á mig en
móðir mín saumaði á hana,“
segir Bragi. Matthía og Valdís
saumuðu einnig allt á dætur sín-
ar, eftir að þær stofnuðu til fjöl-
skyldu. „Fyrstu kjólarnir sem ég
saumaði á börnin voru út hveiti-
pokum. Þá fengust engin efni úr
búðum. Þá notaði maður hveiti-
poka, en sykurpokarnir voru
jafnvel enn betri,“ segir Matthía.
Valdís tekur undir þetta. „Ég
man að það var heilmikið mál
að ná stöfunum af pokunum.“ Á
þessum tíma var lítið sem ekkert
um plast. Þeir sem bjuggu í borg
eða bæjum héldu til mjólkursal-
ans með krúsir sem voru fylltar
af mjólk. Hveiti og sykur komu í
nýtanlegum pokum úr efni. Raf-
magn var af skornum skammti
og munaðarvörur á borð við raf-
magnseldavél, þvottavél, ísskáp,
fyrsti, sjónvarp og jafnvel, lengi
vel, útvarp voru ekki til stað-
ar. Allt var nýtt, matarsóun lítil
sem engin og jólin voru tími til-
hlökkunar og samveru, en ekki
hluta og streitu. Miðað við lofts-
lagskrísuna núna í heiminum þá
væri jafnvel sitt hvað sem samfé-
lagið okkar í dag mætti taka sér
til fyrirmyndar frá íslenska sam-
félaginu eins og það var skömmu
eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Ljóst er að jólin hafa tekið
miklum stakkaskiptum síðan
fjórmenningarnir voru börn.
Blaðamaður kann þeim bestu
þakkir fyrir ánægjulega og fræð-
andi samverustund. Mun hann
fara að fordæmi gömlu dag-
anna þessi jólin, reyna að kúpla
aðeins aftur streituna og ein-
beita sér frekar að því að hlakka
til samverustunda með fólkinu
sínu og fyrst og fremst muna að
njóta. n
Eftirminnilegar gjafir