Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 46
46 PRESSAN 20. desember Ríkisvaldið alltof veikt og getur ekki tekist á við vandann H ryðjuverkahópar í Afríku hafa að undanförnu náð góðum árangri í að tryggja sér yfirráð yfir gullnám­ um í álfunni. Þetta á til dæmis við í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Markmiðið er að ná gullnámun­ um og gullvinnslunni á sitt vald enda er eftir miklu að slægjast fjárhagslega. Gullvinnsla er gríðarlega mikilvæg fyrir efnahag þessara fátæku ríkja og því kem­ ur ásókn hryðjuverkahópanna í gullnámurnar sér mjög illa fyrir ríkin. Í byrjun nóvember réðust hryðjuverkamenn á stóran hóp námuverkamanna í austurhluta Búrkína Fasó eftir að hafa setið fyrir þeim. Úr varð mikið blóð­ bað, eitt það mesta í landinu árum saman. Að minnsta kosti 40 voru myrtir og um 60 særðust. „Hryðjuverkamennirnir sök­ uðu okkur um að vinna fyrir hvíta menn og skutu á okkur á meðan þeir hrópuðu „Allahou Akbar“. Þetta var fjöldamorð,“ sagði einn þeirra sem lifðu af í samtali við franska dagblaðið Le Monde. Mikið áfall Árásin var mikið áfall fyrir þjóð­ ina og hún sýndi einnig hversu alvarlegt vandamál hryðjuverka­ hópar í landinu eru að verða. Þeir sækjast eftir yfirráðum yfir gullnámunum og geta þannig fjármagnað hryðjuverkastarf­ semi sína en um leið missir rík­ isvaldið tekjur. Öryggissveitir í Búrkína Fasó hafa orðið að hörfa frá mörgum gullnámum og hafa hryðjuverkamenn þær nú á valdi sínu. Gull er mjög mikilvæg tekju­ lind fyrir ríkið en það stendur undir um 11 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu. Hluti þess streymir nú úr landi framhjá hinu opinbera kerfi. En gullnámurnar þjóna einnig fleiri hlutverkum en að sjá hryðju­ verkamönnunum fyrir fé því þær eru góðir geymslustaðir fyrir vopn og til að halda samkomur þar sem innræting ofstækis og hugsjóna fer fram. Hryðjuverka­ hóparnir vita vel hvernig þeir geta nýtt sér reiði og óánægju margra námuverkamanna sem finnst sem öryggissveitir stjórnvalda hafi svikið þá. Í nýrri skýrslu frá International Crisis Group er fjallað um áhuga hryðjuverkahópa á gulliðnaðin­ um í nokkrum ríkjum Afríku. Í henni segir meðal annars að rík­ isvaldið sé oft svo veikt að það geti ekki tekist á við vandann og það komi hinum ýmsu vopnuðu hópum til góða. Margar af þeim gullnámum sem nú eru á valdi hryðjuverka­ hópa í Búrkína Fasó eru á svæð­ um sem hafa fram að þessu notið sérstakrar verndar vegna einstaks dýralífs. En þetta veldur hryðju­ verkahópunum ekki áhyggjum og þeir stunda námuvinnslu af miklum krafti og færa út kvíarnar. OECD telur að í litlum gullnám­ um í Búrkína Fasó, sem ekki eru á valdi stjórnvalda, séu 15 til 20 tonn af gulli grafin úr jörðu ár­ lega. Verðmæti þess er sem svar­ ar til um 100 milljarða íslenskra króna. n Barnaþrælkun í boði stórfyrirtækja n Dökku hliðar farsíma- og tölvuframleiðslu n Apple, Microsoft og fleiri samsek vegna dauða barna I nternational Rights Advocates, sem eru mann­ réttindasamtök í Bandaríkj­ unum, saka nokkur stórfyrir­ tæki um að styðja við bakið á barnaþrælkun í Afríku. Fyrirtæk­ in eru sögð eiga þátt í að börn eru neydd til að vinna í kóbalt­ námum í Kongó. Samtökin lögðu nýlega fram stefnu fyrir dómstól í Washington DC á hendur fyrir­ tækjunum. Stefnan er gerð fyrir hönd fjórtán fjölskyldna frá Lýð­ stjórnarlýðveldinu Kongó. Mörg stórfyriræki Í henni eru Apple, Alphabet (sem er móðurfyrirtæki Google), Microsoft, Dell og Tesla sögð vera samsek vegna dauða barna sem eru neydd til þrældóms í kóbaltnámum. Kóbalt er málm­ ur sem er notaður við fram­ leiðslu farsíma og tölva. Í stefn­ unni segir að fyrrnefnd fyrirtæki séu hluti af kerfi sem standi beinlínis fyrir þrælahaldi sem hafi valdið dauða og alvarlegum meiðslum barna fjölskyldnanna fjórtán. Þetta er í fyrsta sinn sem tæknifyrirtæki gætu þurft að sæta sameiginlegri, lagalegri ábyrgð vegna notkunar þeirra á kóbalti. Meðal þeirra skjala sem voru lögð fram fyrir dómi voru ljósmyndir af afmynduð­ um útlimum barna og börn­ um sem hafa misst útlimi. Sex af fjölskyldunum fjórtán misstu börn þegar námugöng hrundu ofan á þau. Önnur urðu fyr­ ir alvarlegum og varanlegum meiðslum í námununum, þar á meðal lömuðust sum. Terrence Collingsworth, lögmaður fjöl­ skyldnanna, sagði fyrir dómi að fyrrnefnd fyrirtæki, ríkustu tæknifyrirtæki heims, hafi látið viðgangast að börn missi útlimi og látist til að hægt sé að útvega þeim ódýrt kóbalt. Svelti eða dauði Í stefnunni kemur fram að börn­ in fái sáralítið greitt fyrir vinnu sína, allt niður í 1,50 dollara á dag og þurfi að vinna sex daga í viku. „Sveltið eða leggið lífið að veði til að reyna að fá eitthvað að borða. Þetta eru valmöguleikar þeirra,“ sagði Collingsworth. Kóbalt er nauðsynlegt við framleiðslu endurhlaðanlegra liþíumrafhlaðna sem eru not­ aðar í milljónum farsíma og far­ tölva. Rúmlega helmingur af öllu kóbalti heimsins er unninn úr jörðu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Á næsta áratug reiknar framkvæmdastjórn Evrópusam­ bandsins með að eftirspurn eftir þessum mikilvæga málmi muni aukast um 7 til 13% á ári miðað við eftirspurnina á síðasta ári. Dell er eina fyrirtækið sem hefur svarað þeim ásökunum sem hafa verið settar fram og segir fyrirtækið í yfirlýsingu að það hafi aldrei á meðvitaðan hátt stutt við verkefni þar sem börn eru nýtt til vinnu. Fyrirtækið hef­ ur hafið eigin rannsókn á ásök­ ununum. Tesla, Apple, Google, Microsoft og Glencore hafa ekki enn tjáð sig um ásakanirnar. n Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Börn eru mikið í farsímum og tölvum Þekkja ekki myrkan sannleikann. Mynd: Getty Images Mikil verðmæti Hryðjuverka- menn níðast á minni máttar. Mynd: Getty Images Hryðju- verkamenn sækjast eftir gullnámum „Þetta var fjöldamorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.