Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 62
62 20. desemberSTJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 22.–28. desember
Það mikið sem hvílir á þér þessa vikuna,
elsku hrútur. Það er eitthvað stórt,
eitthvað mikilvægt í vændum – jafnvel
einhver veisla eða athöfn sem þú hlakkar
til en kvíðir á sama tíma. Svo virðist sem
þú þurfir að gera upp gamlar ástarskuldir.
Eitthvað sem þú átt að vera búinn að
gera fyrir löngu síðan, kæri hrútur.
Þér halda engin bönd, mitt kæra naut, og
þú veður áfram úr einu verkefni í annað
án þess að staldra við og líta inn á við.
Hvernig líður þér? Það er spurning sem
þú mátt spyrja þig oftar. Þú ert að skipu-
leggja veislu og hún verður nokkuð stór.
Ekki vera hrætt við að leita þér hjálpar í
undirbúningum því margar hendur vinna
létt verk, eins og þú veist vel. Stundum
ertu bara of stolt til að biðja um hjálp því
þú veist allt best.
Fólk í tvíburamerkinu er búið að vera und-
ir mikilli streitu og pressu heima fyrir. Það
er eitthvað ekki alveg í lagi og tvíburar
verða að girða sig í brók og takast á við
vandamálin en ekki þegja þau í hel. Náinn
fjölskylduvinur skýtur uppi kollinum
og þú tekur honum fagnandi. Þið farið
saman út á lífið og það léttir þér svo
sannarlega lundina.
Einhleypir krabbar ættu svo sannarlega
að fylgjast með á Tinder eða líta vel í
kringum sig þessa vikuna því nýr elskhugi
mætir á svæðið og sá er sko ekki af verri
endanum. Hann er dularfullur, fagur og
áhugaverður – akkúrat það sem krabbinn
þarf á að halda núna. Hugsanlega er
þetta bara stundargaman en njóttu þess
þá út í ystu æsar.
Það er einhver náinn þér sem þú hefur
áhyggjur af. Þetta er manneskja sem var
mjög veik fyrir nokkrum árum, jafnaði sig
að fullu en er nú aftur orðin slöpp. Fylgstu
vel með henni og vertu til staðar – það er
það besta sem þú getur gert. Í vinnunni
er allt í blóma og er verið að skipuleggja
einhvers konar árshátíðarferð eða slíkt
Það er rosalega mikið um að vera hjá
meyjunni þessa vikuna, þá sérstaklega
í vinnunni. Það eru ofboðslega miklar
hræringar og þú veist ekki alveg í hvorn
fótinn þú átt að stíga. Suma daga ertu
ekki einu sinni viss hvort þú eigir að mæta
í vinnuna á annað borð. En þetta skýrist
fljótt og þú átt eftir að sjá að fólk ber
meira traust til þín en þú hélst.
Það grípur þig eitthvert þrifæði þessa
vikuna og þig langar að hreinsa húsið af
öllu. Þetta er liður í að létta af sál þinni
því það er íþyngjandi að hafa svona mikið
dót og drasl úti um allt. Áður en vikan er
á enda ertu búin að afreka mikið og ert
heldur betur sátt við þig, elsku vog. Þú
leggur meiri áherslu á þig en alla aðra
sem skipta engu máli og markar þessi
vika upphafið að heilsusamlegri lífsstíl
hjá voginni.
Sporðdrekinn er ofsalega hræddur þessa
dagana við að hleypa fólki nærri sér.
Hann vill helst af öllu vera einn og út
af fyrir sig til að spá og spekúlera í hinu
og þessu. Honum líður vel einum. Hins
vegar er vert að minnast á það, elsku
sporðdreki, að þú getur ekki verið einn
að eilífu. Hleyptu fólki aðeins að þér og
leyfðu öðrum að gleðja þig.
Fjölskyldan skiptir öllu máli í þessari viku
hjá bogmanninum. Þú þrífst á félagsskap
við fjölskyldu þína, hvort sem það eru
börn, maki, foreldrar, systkin eða frændur
og frænkur. Þú vilt styrkja fjölskyldu-
böndin því þú veist að þau skipta svo
ofboðslega miklu máli. Svo er það
símtalið sem þú færð um miðbik vikunnar
sem breytir öllu – á góðan hátt.
Þessi vika er rosalega spennandi hjá
steingeitum. Það er einhver viðburður
framundan sem þú ert ofboðslega
spennt fyrir, steingeitin mín, og fyllir
þig gleði, stolti og hamingju. Þú ert svo
góð í því að meta lífið og þú leyfir þér að
staldra við, líta yfir farinn veg og klappa
þér á bakið fyrir allt sem þú hefur afrek-
að. Sama hve slæmt var í sjóinn, þú náðir
alltaf að sigla skipinu heim.
Það rignir yfir þig peningum úr öllum
áttum. Hvað er að frétta?! Þú dettur í
einhvern svakalegan lukkupott og færð
peningagjafir úr ýmsum (sumum mjög
ólíklegum) áttum. Þvílíkt heillaský sem
þú stendur undir. Sama má segja með
ástamálin. Þar er allt að gerast – sérstak-
lega hjá einhleypum vatnsberum sem
geta valið úr vonbiðlum.
Það er einhver deyfð yfir fiskunum
fyrripart viku. Þeir finna sig ekki alveg
í þessum heimi og finnst lífið frekar
tilgangslaust. Það er eitthvert verkefni
búið að valda þeim kvíða og ama og þeir
finna bara alls ekki út úr því. Svo kviknar
allt í einu á perunni um miðbik vikunnar
og allt í einu sést glóra í öllu.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Afmælisbörn vikunnar
n 22. desember Darri Ingólfsson leikari, 40 ára
n 23. desember Jónína Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra, 67 ára
n 25. desember Ólafur Kristjánsson tölvukennari, 52 ára
n 26. desember Jón Bjarnason stjórnmálamaður, 76 ára
n 27. desember Hera Hilmarsdóttir leikkona, 31 árs
n 28. desember Atli Þór Albertsson leikari, 40 ára
Lesið í tarot Dóra
Nýbakaðir foreldrar –
Svona eiga þau saman
Rakel
Fædd: 1. október 1983
Vog
n samviskusöm
n málamiðlari
n örlát
n sanngjörn
n óákveðin
n forðast átök
Auðunn
Fæddur: 8. júlí 1980
Krabbi
n ákveðinn
n hugmyndaríkur
n tryggur
n tilfinningavera
n svartsýnn
n óöruggur
S
prelligosinn Auðunn Blöndal og hans heittelskaða, Rakel
Þormarsdóttir, eignuðust nýverið sitt fyrsta barn saman og
hlaut drengurinn nafnið Theodór Sverrir Blöndal. Auðunn
og Rakel hafa verið saman um nokkurt skeið og lék DV
forvitni á að vita hvernig þau eiga saman, nýbökuðu foreldrarnir.
Auðunn er krabbi en Rakel er vog. Þessi blanda er afar góð
því merkin gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest. Bæði merki
þurfa öryggi í sínu lífi og traust ástarsamband. Þau leggja einnig
mikið upp úr því að hafa hreint og fínt í kringum sig.
Vog og krabbi geta átt í mjög farsælu ástarsambandi ef þau
vinna saman að sameiginlegu markmiði. Ástareldurinn er lengi
að kvikna almennilega en þegar hann gerir það gefur hann frá
sér sterka neista. Því meira sem þau kynnast því betur sjá þau já-
kvæðu eiginleikana í fari hvort annars.
Hvorki krabbi né vog veigrar sér við ábyrgð eða sínum eigin
tilfinningum, sem geta verið sterkar. Bæði merki kunna að meta
fegurðina í lífinu og ná þau að vega hvort annað upp. Krabbinn
kann að meta sjarma vogarinnar, sem og málamiðlunarhæfileika
hennar, á meðan vogin elskar öryggið sem fylgir krabbanum.
Þetta samband mun blómstra ef þeim líður báðum vel í eigin
skinni og læra að meta það fallega í fari hvort annars. n
D
óri DNA er nýstirnið í jólabókaflóðinu því
fyrsta skáldsaga hans, Kokkáll, hefur rokið
upp metsölulista. DV ákvað að spá í tarotspil-
in fyrir Dóra, sem er vel kunnugur sviðs-
ljósinu, og athuga hvað framtíðin ber í skauti sér eft-
ir þessa frægðargöngu í skáldheimum. Lesendum er
bent á að þeir geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV.
Fæddist gamall
Fyrsta spilið er Bikargosi og táknar
persónuleika skáldsins. Þótt
hann virðist oft vera
mikil brussa og æða áfram þá er hann rólyndis-
manneskja. Hann býr yfir miklum listrænum
hæfileikum en einnig djúpum andlegum þroska.
Hann fæddist gamall, eins og gárungarnir segja.
Hann er traustur vinur og alltaf til í að hjálpa. Þótt
það sjáist ekki utan á honum þá er hann hlédrægur
og góður í að fela eigin hæfileika. Um þessar mund-
ir er Dóri tvíefldur og eflir eigin þroska og sköpunar-
gáfu. Það eru fleiri skáldsögur í kortunum ef Dóri
finnur löngun til að stinga niður penna – og þessar
skáldsögur verða enn vinsælli en Kokkáll. Einhverj-
ar breytingar eru í vændum og ekki ósennilegt að
Dóri setjist á skólabekk á ný.
Lykill að velgengni
Næst er það Breytingar. Að baki hugsjón Dóra er
mikill kraftur. Hann veit að lykill að velgengni
er góð hugmynd. Þess vegna æðir hann ekki
af stað fyrr en góður grunnur er reistur.
Nú er kafli á enda hjá Dóra og nýr um
það bil að hefjast. Enn koma þessar
breytingar upp, sem munu eiga
sér stað fyrr en síðar. Annars
konar breytingar eru einnig
í vændum og þá í einkalíf-
inu. Nýtt barn kemur hér
sterklega til greina. Dóri tekur
breytingum með gleði í hjarta þótt
honum finnist þær erfiðar.
Erfitt framundan
Loks er það Jafnvægi, en það spil hvetur Dóra til
að fara meira inn á andlega sviðið og leita að innra
jafnvægi. Það mun ýta undir jákvæða eiginleika
hans. Hann er fær um að takast á við erfiðar að-
stæður með atferli sínu og aga, en slíkar aðstæður
eru ekki langt undan. Hann verður að vera duglegur
að minna sig á að hann getur tekist á við hvað sem
er. Honum finnst sköpunarbrunnurinn tómur og
því þarf hann að finna sinn takt á ný. Það getur tek-
ið tíma og hann ætti ekki að segja já við einhverju
í hálfkæringi. n
Listrænn og djúpur andlegur þroski