Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
20. desember
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Spurning vikunnar Hvaða ilmur minnir þig á jólin?
Bensínlykt. Ég fór alltaf á snjósleða í sveitinni á
Nesjavöllum um jólin.
– Ómar Úlfur Eyþórsson
Hjá mér er það hangikjöts- og eða ham-
borgarhryggjarilmurinn sem neglir stemninguna.
Ekki er verra ef það hanga þurrkaðar appelsínu-
sneiðar um eldhúsið eins og var gert stundum
heima.
– Aron Freyr Þorsteinsson
Þegar afi kveikir á vindlinum sínum. Alltaf eftir
matinn á aðfangadag fær afi sér vindil. Besta
jólalykt í heiminum.
– Anna Kristín Arnarsdóttir
Makkarónur sem minna mig mest á jólin. Kanill er
í sterku öðru sæti vegna þess að oft voru soðnar
kanilstangir í desember til að fá ilminn.
– Vigdís Björg Valgeirsdóttir
Jólin koma, sama hvað
Þ
ótt ég muni ansi lítið úr
barnæskunni fyrr en ég er
um það bil fimm til sex ára,
þá man ég alltaf svo sterkt
eftir jólunum, eins og velflestir
aðrir. Við munum eftir jólunum,
hvort sem stundirnar eru góð
ar eða slæmar. Gleði eða sorg. Ég
get prísað mig sæla fyrir að mín
ar jólaminningar eru nánast allar
góðar.
Í blaðinu rifja bæði ungir
og aldnir upp jólin. Þekktir Ís
lendingar segja frá eftirminni
legustu jólagjöfinni og vistmenn
Hrafnistu rifja upp jólin í denn.
Í þessum frásögnum velflestum
kemur bersýnilega í ljós að það
eru litlu hlutirnir sem skipta máli.
Heimagerðu gjafirnar og sjald
séðu eplin. Notalegu stundirn
ar með þeim sem maður elskar.
Eins klisjulega og það hljómar. En
klisjur eru oftast sannar.
Ég er svo heppin að ég á fjölda
fólks til að halda upp á jólin með.
Foreldra sem eru enn á lífi, góðar
systur og systrabörn, yndislegan
maka og æðisleg börn. Einnig eru
tveir hundar, nokkrir sniglar og
gullfiskar. Heimili þar sem allt er
á rúi og stúi. Snoturt, lítið jólatré
og ævafornt jólaskraut í bland við
það nýja.
Á jólunum er tími til að njóta.
Manni finnst þau koma alltof
fljótt. Manni finnst eins og maður
geti aldrei sýnt fólkinu sem mað
ur elskar hvað maður metur það
mikils. Keyrir um bæinn í leit að
hinni fullkomnu gjöf. Syngur með
poppuðum jólalögum með tárin
í augunum. Lúnir handleggirn
ir ráða vart við að lyfta tuskunni
en það þarf samt að vera hreint
fyrir jól! Allir þurfa að vera hrein
ir og fínir. Maturinn þarf að vera
tilbúinn klukkan 18 og hann þarf
að vera besti matur ársins. Allir
þurfa að vera í góðu skapi. Engin
tár hér, takk. Þvílík pressa sem við
setjum á okkur sjálf.
Við gleymum því að jólin
koma, sama hvað. Þau koma á
slaginu sex, sama hvað tautar og
raular. Þau sem eru heppin eins
og ég ættu bara að vera þakklát,
þó að sykurbrúnuðu kartöflurn
ar misheppnist og yngsta barnið
taki ekki annað í mál en að vera
í hreindýranáttfötunum með hor
út á kinn. Við ættum að vera þakk
lát fyrir það sem við eigum; mat
inn sem er á borðinu og stundar
innar sem við eigum í faðmi
þeirra sem við elskum mest. Því
það er nú einu sinni svo að það
eru ekki allir jafn heppnir. n
Jinga gjaldþrota
Skiptum er lok
ið vegna gjald
þrots fyrirtæk
isins Jinga ehf.,
en samkvæmt
fyrirtækjaskrá
sá félagið um
rekstur auglýsingastofu. Fyrir
tækið er í eigu kvikmynda
gerðarmannsins Júlíusar Kemp,
sem leikstýrði til að mynda
Reykjavík Whale Watching
Massacre og Blossa 810551 og
var í hlutverki framleiðanda
í Lof mér að falla og Vonar
stræti. Engar eignir fundust í
búinu en lýstar kröfur í búið
námu rúmlega þremur og
hálfri milljón.
Söngkona og
útvarpsmaður
Lítt þekkt
ættartengsl
K
örfuboltakappinn
Kjartan Atli Kjartansson
hefur átt góðu gengi að
fagna í fjölmiðlabrans
anum síð
ustu ár, hvort
sem það er á
prenti, í út
varpi eða sjón
varpi. Kjartan
er sonur Ásu
Steinunnar
Atladóttur hjúkrunarfræðings
og Kjartans Sigtryggssonar,
fyrrverandi lögreglumanns.
Fósturdóttir Kjartans eldri er
söngkonan Ruth Reginalds,
sem búsett hefur verið er
lendis síðustu ár. Ruth er Ís
lendingum góðkunn og hefur
lagt sitt af mörkum í jólahefðir
margra með laginu
Þú komst með
jólin til mín
ásamt Björgvini
Halldórssyni.
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Annasamur tími Þeir sem höndla
með jólatré hafa nú í nógu að snúast.
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N