Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 21
1. nóvember 2019 FRÉTTIR 21 hægt væri að gefa út ákæru svo þeim félögum var að lokum sleppt. Framburður fyrrnefndra vitna var ekki staðfestur. Hvarf Valgeirs er enn óupplýst. Dauðahúsin Um áramótin 2005/2006 fjallaði DV um svonefnd „dauðahús“ á Hverfisgötu. Þrjú hús, þar sem fjórir einstaklingar, sem allir glímdu við fíkn, létust á innan við ári. Tvö húsanna voru í eigu fyrir­ tækisins Stafna á milli ehf., sem var verktakafyrirtæki Engilberts. Þriðja húsið var í eigu Frakkastígs ehf., sem Engilbert virtist hafa aðkomu að samkvæmt frásögn vitna sem DV ræddi við. Engilbert þvertók þó fyrir aðkomu sína en þegar framburður vitnis var bor­ inn undir hann fór hann undan í flæming: „Ég vil ekki tala við ykk­ ur,“ sagði Engilbert og skellti á blaðamann. DV greindi jafnframt frá því að 30. desem­ ber 2005 hafi Engilbert sent áð­ urnefndan Ársæl Snorrason til að hreinsa út úr dauðahúsunum. Fullyrtu viðmælendur DV að út­ burðaraðgerðir hafi verið harka­ legar. Þegar fyrirhugaður útburð­ ur á leigjendum dauðahúsanna fréttist var haft samband við Eng­ ilbert og var þá lítið um svör. „Haltu kjafti,“ sagði Engilbert og skellti á. Einnig var haft samband við Ársæl sem sagði: „Ég vinn fyr­ ir hann [Engilbert], ég var beðinn um að sjá um þetta.“ Ársæll lést árið 2013. Glaðheimaævintýrið Aðeins þremur árum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar var Engilbert orðinn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi og tók meðal annars þátt í svonefndu Glaðheima­ ævintýri í Kópa­ vogi, braski með lóðir undir hest­ hús á svæði Gusts sem endaði með að kosta Kópa­ vogsbæ fleiri millj­ arða. Engilbert var ítrekað bendlaður við kaup á hest­ húsum á svæðinu. Árið 2006 reyndi Fréttablaðið að ná tali af Engilbert þegar grun­ ur hafði vaknað um að kaup­ verð kaupsamninga við hest­ húsaeiganda væri skráð lægra en raunverulega hefði verið greitt. „Ég hef ekki tíma til að tala við þig,“ sagði Engilbert við blaða­ mann og skellti svo á. Í maí 2006 greindi DV frá því að Engilbert væri eigandi um 40 prósenta hesthúsanna og ætlaði sér að kaupa þau öll til að þróa þar íbúðabyggð. Vatnsendamálið Flestir Íslendingar hafa heyrt sög­ ur af Vatnsendamálinu fræga. Mál­ ið varðaði harðar deilur erfingja Sigurðar Hjaltested um jörð á Vatnsenda sem Þorsteinn Hjalte­ sted hafði fengið í sinn hlut vegna erfðaskrár frá árinu 1938. Aðrir erfingjar Sigurðar hafa barist hart fyrir því að fá viðurkennt að Þor­ steinn væri ekki réttmætur erfingi jarðarinnar og unnu mál sitt fyrir Hæstarétti árið 2015. Kópavogsbær hafði tekið stóra hluta jarðarinnar eignarnámi í gegnum árin og greitt eignarnámsbætur fyrir til Þorsteins en eins hafði Þorsteinn selt hluta jarðarinnar sjálfur. Meðal annars til Engilberts. Engilbert hugðist þar reisa fjögur einbýlishús en áform­ in strönduðu þegar ekki fengust til­ skilin leyfi hjá Kópavogsbæ. Kaup­ verð jarðarhluta Engilberts nam um 80 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki Engilbert fékk umfangsmiklar lán­ veitingar frá VBS fjárfestingar­ banka í gegnum eitt eða annað af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hann hefur haft aðkomu að í gegnum tíðina. Nokkur dæmi um fyrirtæki sem Engilbert tengist eða hefur tengst eru Ferjuholt ehf., Uppbygging ehf., JB byggingafé­ lag., S23 ehf., Stafna á milli ehf., Eignasmári ehf., og Frakkastígur ehf., en Engilbert fékk einmitt lán frá VBS til að kaupa JB bygginga­ félag, á fjóra milljarða króna árið 2007. Í gegnum Ferjuholt ehf. fékk Engilbert lán frá VBS upp á ríf­ lega milljarð til kaupa á tæplega 200 hekturum úr landi í Flóanum á Suðurlandi. Í samtali við Sunn­ lenska fréttablaðið sagði Jón Þór­ isson, þáverandi forstjóri VBS, að menn innan bankans hefðu lík­ lega vitað um fortíð Engilberts en fremur horft á hugsanlega ávinn­ ing af viðskiptunum. Lánveitingar VBS til fasteigna­ verkefna voru umtalsverðar eða um 76 prósent af heildarútlán­ um bankans. Einn af stórtækustu viðskiptavinum VBS var Engilbert og fyrirtæki hans Innova, með­ al annars til verkefna sem sem aldrei voruð kláruð. VBS fór í þrot árið 2010 en ári fyrr hafði bankinn þurft að afskrifa um sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána. Uppbygging á Akranesi Fyrirtæki Engilberts Uppbygging ehf. greindi á síðasta ári frá áform­ um um að reisa allt að 17 þúsund fermetra húsnæði á Akranesi und­ ir ýmiss konar atvinnustarfsemi. Áætlaður kostnaður var um fimm milljarðar króna. Bæjaryfirvöld Akraness tóku, að sögn Engilberts, vel í áformin. Nýlega var einnig greint frá því að Uppbygging hafi náð samningum um að byggja Reebok Fitness líkamsræktarstöð og heilsulind. Ljóst er að litríkur sakaferill hefur ekki valdið Engilbert telj­ andi vandkvæðum í atvinnulíf­ inu og miðað við þær upphæðir sem fyrirtæki í hans eigu hafa far­ ið með, eru þær 24 milljónir sem honum er gert að sök að hafa svik­ ið af skattinum, fremur smávægi­ leg fjárhæð. n Litrík saga grunaðs skattsvikara n Sakfelldur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, fjársvik, hylmingu og fíkniefnabrot - Umfangsmikill í milljarðaviðskiptum Valgeir Víðisson og Chevrolet

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.