Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 36
Ferðafélag Íslands Allt frá því að félagið fór af stað með 52 fjalla verkefnið fyrir mörgum árum en það verkefni hefur stundum verið nefnt móðir allra verkefna af þeim sem hafa verið með frá upphafi. Í byrjun hausts voru kynnt verkefni sem fengu mjög góðar viðtökur og seldust upp á skömmum tíma, FÍ Alla leið, FÍ næsta skrefið og FÍ Landvættir sem er á miklu skriði um þessar mundir. Tvö önnur verkefni voru einnig kynnt og enn er laust í þau: FÍ hálfur Landvættur Í ár bjóðum við upp á nýjung í Landvættaverkefni FÍ sem kallast hálfur Landvættur. Verkefnið miðar að því að taka styttri vegalengdir í Landvættaþrautunum sem eru Fossavatnsgangan, Bláalónsþrautin, Urriðavatnssundið og svo Þorvaldsdalsskokkið eða Jökulsárshlaupið. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja komast í frábært form í náttúru Íslands í skemmtilegum og styðjandi félagsskap með æfingum, æfingabúðum, keppnum og að öllum líkindum nýjum vinum. FÍ Ungvættur Þá verður einnig boðið upp á FÍ ungvætti en það verkefni var sett á laggirnar til að þátttakendur í heilum og hálfum Landvætti gætu skráð unglingana sína í sömu þrautir og gert þetta þannig að fjölskylduverkefni. Það er fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára og taka þau þá stystu vegalengdirnar í öllum þrautunum. Fjallaverkefni Ferðafélags Íslands Hafa fengið frábærar viðtökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.