Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 52
52 FÓKUS 1. nóvember 2019
www.gilbert.is
Vínland Gmt
VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ
JS WATCH CO. REYKJAVIK
Umhverfið sveik þá
n Heimildamyndin Tell Me Who I Am er skylduáhorf n Getur eitthvað réttlætt þessa blekkingu?
M
innisleysi er vinsælt stef
í heimi kvikmynda og
sjónvarpsþátta, hvort
sem það er notað á gam
ansaman hátt eins og í teikni
myndinni Finding Nemo og 50
First Dates, eða á dramatísk
an hátt líkt og gert er í Eternal
Sunshine of the Spotless Mind
og Memento. Það er engin furða
enda þarf drama, vandamál og
árekstra til að drífa áfram sögu á
hvíta tjaldinu og minnisleysi býð
ur upp á ógrynni af slíkum andar
tökum – bæði sorglegum og gam
ansömum.
En hvaða byrði hvílir á herðum
ættingja og vina í að upplýsa ein
hvern nákominn sér sem skyndi
lega missir minnið, ef fortíðin er
nánast of dökk og drungaleg til
að tala um? Þetta er siðferðis
lega spurningin sem velt er upp
í heimildamyndinni Tell Me Who
I Am sem frumsýnd var á Netflix
um miðjan október. Í myndinni
er sögðu saga tvíburabræðranna
Alex og Marcus Lewis, sem í dag
eru á miðjum aldri. Þegar þeir
voru átján ára lenti Alex í mótor
hjólaslysi. Þegar hann vaknaði í
sjúkrarúmi mundi hann ekkert
sem hafði gerst fram að þeirri
stundu. Alls ekki neitt. Eina
manneskjan sem hann þekkti
var tvíburabróðir hans, Marcus.
Hann treysti Marcus til að segja
sér allt, rifja upp gamla tíma, sýna
sér gamlar myndir og kenna sér á
lífið upp á nýtt.
Erfið áhorfs
Alex tók þá meðvituðu ákvörðun
að fegra sannleikann vegna þess
að uppvöxtur þeirra bræðra var
hryllilegri en orð fá lýst. Hann
vildi að bróðir sinn fengi stærstu
gjöf sem hann gat veitt honum
– að fá að byrja upp á nýtt með
hreinan skjöld og hreinan huga.
Í hans huga var þetta góðverk.
Þegar að Alex hins vegar komst
meira og meira á snoðir um að
Marcus væri ekki að segja satt
upplifði hann svik af hálfu bróð
ur síns. Hér verð
ur ekki farið yfir
hvað nákvæmlega
einkenndi upp
vöxt þeirra bræðra,
enda myndi það
eyðileggja fyrir
þeim sem eiga eftir
að horfa á myndina.
Myndin er væg
ast sagt átakanleg og
oft á tíðum er hún
erfið áhorfs. Þótt hin
rétta fortíð taki ekki
á sig skýra mynd fyrr
en nokkuð er liðið á
myndina liggur ein
hver hryllileg mara
yfir framvindunni og kvíðir mað
ur nánast fyrir því hver sannleik
urinn er. Það sem myndin nær
að gera listilega vel er að velta
upp fyrrnefndri spurningu um
siðferði – var það rétt af Marcus
að „blekkja“ bróður sinn? Gerði
hann það í nafni bróðurástar
eða var það hans eigingjarna
ákvörðun til að þurfa ekki að
endurupplifa sársaukann?
Það áhugaverða og góða við
slíkar spurn
ingar er að það
er ekkert rétt
svar. Ég sveifl
aðist á milli
þess að finnast
Alex vera kjáni að vera gram
ur út í Marcus fyrir að segja ekki
satt. Síðan fannst mér algjörlega
fáránlegt að Marcus hefði leynt
þessu. Þegar sífellt meira af for
tíðinni kemur í ljós átti sér síð
an stað viss uppgjöf innra með
mér. Ég fann til með þeim báð
um, bræðrunum. Þetta risastóra
leyndarmál og þessi barnæska
sem ekkert barn ætti að þurfa að
eiga hefur eyðilagt hálft líf þeirra.
Þeir eru enn að vinna úr áföllum
og enn að reyna að tala saman
um hvað gerðist. Þeir gerðu ekk
ert rangt. Þeir gerðu sitt besta til
að lifa af. Það var umhverfið sem
sveik þá.
Sannleikurinn alltof sár
Frásögn bræðranna er ekki ný af
nálinni þar sem þeir gáfu sögu
sína út sem bók með sama nafni
og myndin árið 2013. Saga þeirra
hefur hins vegar vakið talsvert
meiri athygli í heimildamyndar
formi, en myndin fór fyrst reisu
legan hring um kvikmyndahátíðir
áður en hún endaði loks hjá Net
flix. Ég er mjög þakklát fyrir að
þessi mynd sé komin í svo mikla
og góða umferð um allan heim.
Ég mæli hiklaust með henni því
hún skilur svo mikið eftir sig. Svo
mikið af spurningum og vanga
veltum. Ég varð oft svo agn
dofa að ég meira að segja fór að
draga í efa að þetta vær satt. Það
er líklegast vegna þess að sann
leikurinn er alltof oft svo sár.
Einhverjir gagnrýnendur hafa
lastað myndina fyrir þær sakir
að aðeins eru tveir viðmælend
ur til frásagnar – bræðurnir tveir.
Mér finnst það hins vegar henn
ar helsti kostur því stundirnar á
milli bræðranna tveggja og nær
mynd af þeirra sambandi býður
áhorfandanum upp á nokkrar af
áhrifamestu stundum sem sést
hafa í sjónvarpi í langan tíma. n
Í stuttu máli:
Virkilega vel uppbyggð mynd
hjá leikstjóranum Ed Perkins
en það er hugrekki bræðranna
tveggja, þeirra reynsluheimur
og þeirra samband sem gerir
myndina einstaka – að algjöru
skylduáhorfi.
Einkunnir:
Metacritic: 69/100
IMDb: 7,8/10
Rotten Tomatoes: 95/100
Ef þú kunnir að meta Tell Me
Who I Am, kíktu á þessar …
…The Imposter …Extreme Love: Autism
…Abducted in
Plain Sight
…Banaz A Love Story…Deliver Us From Evil
Aðgengileg á
Netflix Myndin
var frumsýnd á
streymisveitunni
þann 18. október
síðastliðinn.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is