Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 2
2 8. nóvemberFRÉTTIR sem gætu tekið við sem útvarpsstjóri RÚV Umræðan um stöðu nýs útvarpsstjóra á RÚV hefur verið á vörum margra síðustu daga. Magnús Geir Þórðarson læt- ur af störfum eftir fimm ár á næsta ári og spyrja ýmsir sig hver arftakinn verði. Hér eru fimm tillögur. Veitti forsetanum harða samkeppni Þóra Arnórsdóttir hefur lengi verið talin á meðal betri fjölmiðlamanna lands- ins. Hún er með B.A.-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í alþjóðastjórnmálum og þró- unarhagfræði. Þóra bauð sig fram í forsetakosningunum 2012 og veitti Ólafi Ragnari harða keppni. Hæfnin liggur í augum uppi. Vinnustaðaskipti? Nokkuð hefur gustað um Ara Matthíasson í Þjóðleikhús- inu að undanförnu. Hann ætti þó að vera hæfur til að gegna stöðu útvarpsstjóra. Ari var framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins árin 2010 til 2015, áður en hann gerðist þjóðleikhússtjóri. Þá var hann framkvæmdastjóri SÁÁ á árunum 2006 til 2009 svo dæmi sé tekið. Hver veit nema þeir Magnús Geir hafi skipti á vinnutitlum? Þekkir vel til Svanhildur Konráðsdóttir þekkir vel til á RÚV, en hún var sem kunnugt er dagskrárgerðarmaður þar um skeið, áður en hún varð forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykja- víkur. Svanhildur hefur gegnt stöðu forstjóra Hörpu og myndi taka þessari áskorun með trompi og meira en það. Fjölhæfar mæðgur Kristín Þorsteinsdóttir og Ólöf Skaftadóttir væru kjörnir kandídatar til að brjóta upp á formið og gegna báðar hlutverki útvarpsstjóra. Þar með yrðu tvö blöð brotin í sögu Íslands, þar sem ekki aðeins fyrsta konan yrði ráðin í stöðu útvarpsstjóra, heldur fyrstu mæðgurnar, sem samanlagð- ar búa að gífurlegri reynslu. Þær Kristín og Ólöf þekkja til útsendinga, ábyrgðarstarfa og fjölmiðlastarfa áreynslulaust og hafa báðar gegnt störfum sem ritstjóri Fréttablaðsins, á sama tíma í þokkabót. Ólíklegri hlutir hafa gerst. Á þessum degi, 8. nóvember 1520 – Aftökur hófust í Stokkhólms- vígunum. 1879 – Hið íslenska fornleifafélag var stofnað. 1895 – Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvaði röntgengeislana. 1949 – Fyrstu umferðarljós voru tekin í notkun á fjórum gatnamótum í miðbæ Reykjavíkur. 2016 – Donald Trump var kosinn forseti Bandarikjanna. Fleyg orð „Við búum öll yfir dálítilli geðveiki. Ef við töpum henni, verðum við að engu.“ – Robin Williams Mál Rúmenanna til rannsóknar hjá Evrópusambandinu n Fyrrverandi starfsmenn Manna í vinnu telja gróflega brotið á rétti sínum n Kvörtunin tæk til meðferðar samkvæmt reglum Evrópusambandsins E vrópusambandið mun taka mál yfir þrjátíu fyrrverandi starfsmanna starfsmanna- leigunnar Menn í vinnu ehf. til skoðunar. Rúmenarn- ir leituðu til Evrópusambands- ins vegna kjara þeirra hjá starfs- mannaleigunni og halda því fram að íslensk yfirvöld hafi ekki tryggt þeim réttarfarsleg úrræði vegna umkvartana sinna. Í sumar greindi DV frá því að fjöldi fyrrverandi starfsmanna Manna í vinnu sæti eftir með sárt ennið og upplifðu lítinn stuðn- ing frá stéttarfélagi sínu, sem virtist aðeins starfa fyrir fjóra út- valda starfsmenn. Þeir sáu því engan annan kost en að leita á náðir alþjóðasamtaka. Í bréfi sem Valeriu Peptenatu fékk sent frá beiðnanefnd Evrópuþingsins segir: „Hér með tilkynnist að beiðni þín hefur verið tekin fyrir af beiðnanefnd sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að erindið sé tækt til meðferðar samkvæmt réttarfarsreglum Evrópuþingsins upp að því marki sem það heyrir til starfsemi Evrópusambandsins. […] Framkvæmdastjórn Evrópu- ráðsins hefur verið beðin um að framkvæma frumrannsókn á mál- inu. Framkvæmdastjórn Evrópu mun taka beiðnina til meðferð- ar um leið og allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir.“ Alvarlegar ásakanir Valeriu var einn þriggja sem skrif- uðu undir beiðnina og kveðst fara fyrir hópi þrjátíu rúmenskra verkamanna sem störfuðu fyr- ir starfsmannaleiguna Menn í vinnu ehf. árið 2018. Þeir halda því fram að starfsmannaleigan og íslenska ríkið hafi brotið gegn réttindum þeirra, vinnurétti og persónuvernd. Enn fremur halda þeir því fram að þeir hafi orðið fyrir mismunun og misnotkun, hafi ekki fengið greidda yfirvinnu og að menntun þeirra hafi ekki verið til launa. Að lokum telja þeir að íslensk yfirvöld hafi ekki tryggt réttindi þeirra nægilega með lagalegum og réttarfarsleg- um úrræðum. Einn Rúmenanna þrjátíu hef- ur enn fremur lagt fram sjálf- stæða kvörtun til Evrópuþings- ins, en hann heldur því fram að maður á vegum starfsmanna- leigunnar hafi gengið í skrokk á sér og íslensk yfirvöld hafi brugð- ist honum með því að rannsaka ekki þær ásakanir. Í bókun frá beiðnanefnd þegar erindi hans var tekið fyrir segir: „Hann segir að allir ríkis- borgarar Evrópusambandsins á Íslandi verði fyrir mismunun og fái aldrei greidd laun til jafns við Íslendinga.“ Á fjóðra tug bíður Menn í vinnu ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sam- kvæmt heimildum DV mun Efl- ing gera kröfu í þrotabúið vegna meintra vangreiddra launa fyrir hönd Valeriu og fleiri. Valeriu segir slíka kröfu hafa átt að koma fram mikið fyrr, en yfir ár er síðan þeir leituðu upp- haflega til Eflingar. Þegar þeir leit- uðu þangað fyrst voru þeir starfs- menn, sem Efling hefur stefnt starfsmannaleigunni vegna, ekki einu sinni komnir til landsins. Valeriu fékk þær upplýsingar frá Eflingu í byrjun júní að mál hans væri komið inn á borð hjá lög- mannsstofunni Rétti. Hins vegar gerðist ekkert í hans máli fyrr en hann fékk sent afrit af kröfubréfi í september, en að því bréfi virð- ist Réttur ekki hafa haft neina að- komu. Kröfubréfin voru send rétt áður en Menn í vinnu eh. fór í þrot og því mun Valeriu líklega þurfa að treysta á Ábyrgðasjóð launa til að fá kröfuna sína greidda, en sé hins vegar vafi um réttmæti kröf- unnar þá gæti hann endað með að fá ekki neitt. Samkvæmt upp- lýsingum sem hann hefur feng- ið frá Eflingu getur tekið á annað ár að fá greitt frá Ábyrgðasjóðn- um. Þetta þykir Valeriu ótækt og veltir fyrir sér hvers vegna látið var reyna á keðjuábyrgð varð- andi fjóra starfsmenn sem höfðu aðeins unnið í tæpan mánuð hjá leigunni á meðan á fjórða tug Rúmena þurfa að bíða og bíða og nú að treysta á Ábyrgðasjóð launa. n Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.