Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 60
60 FÓKUS - VIÐTAL 8. nóvember
J
ón Eyþór Gottskálksson
skaust hratt upp á stjörnu
himininn með þátttöku sinni
í sjónvarpsþáttunum Allir
geta dansað á síðasta ári. Nú stíg
ur hann aftur á svið og segir þetta
skemmtilegasta verkefni sem
hann hefur tekið þátt í. Af nægu er
að taka þegar dansferill Jóns Ey
þórs er rifjaður upp en hann byrj
aði í samkvæmisdönsum tíu ára.
„Ég hef verið viðloðandi dans
heiminn núna í tuttugu ár og náð
góðum árangri sem keppnis
dansari á mínum ferli en ég er
margfaldur Íslands og bikar
meistari í samkvæmisdönsum.
Ég hef jafnframt keppt fyrir Ís
lands hönd bæði á heims og
Evrópumeistaramótum. Eftir
að dansferlinum lauk flutti ég
til Connecticut í Bandaríkjun
um til að kenna dans í stúdíói í
eitt og hálft ár. Ég var dansarinn
hans Páls Óskars í fjórtán ár, svo
það eru nánast allar líkur á því að
þú hafir séð mig í glimmerpall
íettugalla uppi á sviði eða á Gay
pridevagninum með honum. Ég
hef unnið með gríðarlegum fjölda
af tónlistar fólki á Íslandi í áraraðir
og var því mjög spenntur að taka
þátt í fyrstu seríunni af Allir geta
dansað. Það var eitt skemmtileg
asta verkefni sem ég hef tekið þátt
í,“ segir Jón, sem hikaði ekki þegar
hann fékk símtalið um þátttöku í
nýrri seríu af dansþáttunum.
„Þegar ég fékk símtalið um
að það yrði önnur sería og ég í
beinu framhaldi spurður hvort
ég vildi taka þátt var ég strax
mjög spenntur og auðvitað klár
í slaginn. Í kjölfarið vorum við
dansararnir boðaðir á fund og
þar tilkynnt með hverjum við yrð
um í þættinum. Þetta var í byrjun
ágúst og þegar mér var tilkynnt að
Manuela yrði dansdaman mín var
ég vitanlega mjög spenntur. Hún
er kraftmikil og áberandi kona,
sem ég vissi að gæti í það minnsta
gengið á hælum, því ekki vann
hún Ungfrú Ísland í sandölum.“
Hún verður hvorki mér né
sjálfri sér til skammar
Sjálfur þekkti Jón Eyþór Manu
elu ekki áður en æfingar hófust
og vissi að eigin sögn lítið um
hana annað en það að hún hefði
verið fegurðardrottning einhvern
tímann og væri í dag samfélags
miðlastjarna.
„Mamma er búin að þekkja
hana síðan hún var krýnd Ungfrú
Ísland árið 2002. Mæður okkar
þekkjast síðan í barnaskóla en á
þessum tíma átti mamma fata og
skartgripabúðina Flex á Lauga
veginum og Manuela fékk bæði
kjól og skart frá henni til að taka
með sér í Miss Universekeppn
ina hérna um árið.“
Spurður hvernig æfingar gangi
segist Jón Eyþór hafa mikla trú á
að samstarfið verði farsælt.
„Við náðum strax mjög vel
saman. Í upphafi ferlisins var hún
á fullu að undirbúa Miss Uni
verse Icelandkeppnina svo eðli
lega fór mikill tími í það. Í beinu
framhaldi hélt hún til Bandaríkj
anna og var þar í tæpan mánuð
að sinna keppninni. Ég byrjaði
svo kennsluna nú nýverið þar
sem ég fór yfir grunnatriðin í öll
um dönsum til að undirbúa hana
sem best fyrir þáttinn. Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn kom mér
afskaplega á óvart hvað hún er
tilbúin að leggja mikið á sig og
hefur mikinn metnað fyrir þessu
verk efni. Hún er að leggja sig alla
fram í þetta. Ég hef mikla trú á
henni og miðað við þetta litla sem
við erum búin að gera, þá eigin
lega leyfi ég mér að fullvissa þjóð
ina um það að hún verður hvorki
mér né sjálfri sér til skammar.“
Beraði bossann í einhverju gríni
Fyrr í sumar ákvað Jón Eyþór að
koma sér í besta form lífs síns.
Fyrsta áskorunin var fjallganga.
„Mig langaði að koma mér í
form úti í náttúrunni. Ég hafði
ekki stundað neina útivist að ráði
en aðeins verið að „dangla“ mér
í ræktinni. Þetta var svo gaman
og frískandi að ég ákvað að setja
mér markmið. Ég ræðst auðvit
að ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur og úr því varð til átakið
„45 botnar á toppa á 90 dögum“.
Ég beraði á mér bossann í ein
hverju djóki því að ég hafði gert
það með frænda fyrr á árinu á
toppi austurrísku Alpanna þegar
við vorum staddir þar í skíðaferð.
Eftir það varð ekki aftur snúið.
Það var helvíti strembið að fara í
fjallgöngu annan hvern dag í þrjá
mánuði en fyrst ég asnaðist til að
pósta þessu þá gat ég ekki hætt í
miðju átaki. Það kom tími í miðju
átakinu þar sem mig langaði að
gefast upp, en ég var mjög feginn
að klára þetta. Það var heilmikill
fjöldi fólks sem var mjög hrifið af
þessu og það var sífellt verið að
spyrja mig þegar ég rakst á vini og
kunningja hvenær næsta bossa
mynd kæmi. Ég tók svo reyndar
eftir því að það fækkaði eitthvað
fylgjendum í kjölfarið. En mér var
nú eiginlega alveg sama um það
því ég var að gera þetta fyrir sjálf
an mig, ekki fylgjendur.
Yfirmaður samfélagsmiðla,
nýja dansdaman mín hún Manu
ela, var sko ekki par sátt við þetta
hjá mér svo ég hætti að pósta
þessu annan hvern dag til að
halda drottningunni góðri,“ segir
Jón Eyþór og viðurkennir að hálf
gerð sprenging hafi orðið á sam
félagsmiðli hans eftir að í ljós
kom við hvern hann dansaði. „Já,
þegar Manuela tilkynnti að hún
væri að taka þátt í þáttunum og
að ég væri danspartnerinn henn
ar þá kom smá sprengja í fjölgun
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
Beraði
bossann
á 45 fjalls-
tindum
Jón Eyþór keppir í Allir geta dansað í annað sinn - Bossamyndirnar slógu í gegn