Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 14
14 8. nóvemberFRÉTTIR A ð minnsta kosti þrír Ís- lendingar hafa lagt fram kæru til lögreglu á hend- ur íslenskri konu vegna vörusvika. Umrædd kona aug- lýsir sjónvarpsbox og sjónvarps- áskriftarpakka til sölu á Face- book, einkum inni á hópum fyrir Íslendinga sem búsettir eru á Spáni og í Danmörku. Fjölmargir hafa keypt af henni þjónustuna undanfarnar vikur, með loforði um að sjónvarpsboxið verði sent til þeirra í pósti, en hafa síðan enga vöru fengið í hendurnar. Umrædd kona er á Face- book skráð undir nafninu Telma Arnarsdóttir, til heimilis í Tor- rox Costa á Spáni. Engin Telma Arnarsdóttir er hins vegar skráð í Þjóðskrá Íslands. Hafa viðskiptavinir lagt fram greiðslu fyrir vöruna með milli- færslu inn á bankareikning á nafni Róberts Daða Arnarssonar. Samkvæmt upplýsingum DV er Róbert Daði Arnarsson fæðingarnafn Telmu Arnars- dóttur, en Telma er um þessar mundir í kynleiðréttingarferli. „Það er eitthvað skrítið við þetta“ Í auglýsingum býður Telma upp á þrjá mismunandi pakka; lítinn, stóran og miðlungs, sem inni- haldi aðgang að íslenskum og er- lendum sjónvarpsstöðvum. Þann 20. október síðastliðinn ritaði Andrés Magnússon færslu inni á Facebook-hóp fyrir Íslendinga sem búsettir eru á Costa Blanca- -svæðinu á Spáni og spurði hvort einhver úr hópnum hefði keypt sjónvarpspakka af Telmu Arnars- dóttur. „Við erum búin að bíða í mánuð frá því við greiddum henni fyrir „stóra pakkann“ en ekkert bólar á honum og nú er hún hætt að svara okkur og gefur ekki upp símanúmer hjá sér.“ Hátt í hundrað manns hafa ritað athugasemd undir fær- slu Andrésar og fjölmargir lýsa þar svipaðri reynslu af viðskipt- um sínum við Telmu. Í öllum tilfellum hefur fólk lagt fram greiðslu, oftast með millifærslu, en ekki fengið neitt box afhent. Hér fyrir neðan má lesa nokkrar athugasemdir. „Vinafólk mitt pantaði fyrir mánuði hjá henni og lögðu inn á hana 20.000 og eru búin að bíða. Hún segir alltaf að pósturinn sé svo seinn á Spáni. Þau eru búin að senda henni póst í langan tíma og hún svarar ekki. „Frænka mín er búin að bíða eftir þessu boxi í pósti í 3 vikur og ekkert bólar á boxinu. Skrítið að pósturinn sé svona seinn, svo pantar maður vöru frá Kína og það tekur skemmri tíma. Það er eitthvað skrítið við þetta.“ „Við lögðum inn á bróður hennar og höfum aldrei fengið neitt. Búin að bíða í 6 vikur.“ „Alls ekki versla við Telmu Arnarsdóttur Hún stal af mér 20.000 kr. fyrir boxið“ „Ég greiddi boxið og áskrift 12. september og ekkert fengið.“ Vill forða öðrum frá sömu mistökum Í samtali við DV staðfestir Hólm- fríður Ebenesardóttir, eigin- kona Andrésar, að þau hjón hafi lagt fram tilkynningu um málið til Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Í svarpósti lögreglunn- ar kemur fram að þegar hafi tvær tilkynningar borist vegna málsins og sé það nú í skoðun. Sigríður Þrastardóttir, sem bú- sett er í Kaupmannahöfn, hef- ur einnig lagt fram kæru á hend- ur Telmu. Í samtali við DV segist hún vilja forða öðrum frá því að lenda í sömu gildru, en hún seg- ist hafa keypt sjónvarpsbox af Telmu og millifært á hana 20 þús- und krónur í byrjun október. Box- ið kom aldrei til hennar. Ekki náðist í Telmu við vinnslu fréttarinnar, en símanúmer sem hún gefur upp á Facebook reyndist vera ótengt. Ekki einsdæmi Í janúar á þessu ári greindi DV frá því að íslenskur maður væri að selja aðgang að bæði íslensku og erlendu sjónvarpsefni til Ís- lendinga sem búsettir eru erlend- is. Segist hann sjálfur vera bú- settur í landi sem hefur evru sem gjaldmiðil. Fram kom að skortur á aðgengi Íslendinga erlendis að íslensku sjónvarpsefni hefur ver- ið vandamál lengi. Fram kom að maðurinn sem um ræðir beindi viðskiptum sín- um til Íslendinga í útlöndum; í Danmörku, á Spáni og hugsan- lega fleirum og auglýsti þjón- ustuna inni á viðeigandi Face- book-hópum. Eftir að DV komst á snoðir um málið og setti sig í samband við manninn var samstundis lokað á öll samskipti. n www.gilbert.is Vínland Gmt VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ JS WATCH CO. REYKJAVIK SJÓNVARPSSVIKAMYLLA TEYGIR SIG VÍÐA n Tugir viðskiptavina hafa lagt fram greiðslu án þess að fá vöru afhenta n Málið komið inn á borð lögreglu Vefsíðan Scam Watch reynir að halda utan um tíðni og umfang svindls á netinu. Þar kemur til að mynda fram hvers eðlis og á hvaða vettvangi svindlin verða: n Í gegnum tölvupóst – 29,5% n Í gegnum síma – 25,1% n Á internetinu – 16,7% n Í gegnum smáskilaboð – 10,8% n Á samfélagsmiðlum – 10,4% n Í bréfpósti – 3,8% n Í smáforritum í síma – 2,5% n Í eigin persónu – 1% n Óljóst – 0,2% Svona verndarðu þig fyrir svindli á netinu * Aldrei greiða með millifærslu, hvorki hluta né alla upphæðina. Ávallt nota kredit- eða debet- kort til að tryggja að hægt sé að bakfæra færsluna ef upp kemst um svik. *Ef að varan eða þjónustan sem er í boði virðist vera of góð til að vera sönn þá er það lík- legast þannig. Ekki kaupa ef þú ert í vafa. *Spyrst fyrir hvort einhverjir hafi reynslu af þeim sem þú ert að versla við. *Varastu að versla við einstaklinga á samfélagsmiðl- um. Betra er að versla við viður- kennd fyrirtæki. Ef þú ert að versla við einstakling og hann býr í þínu nærumhverfi þá skaltu fá að hitta viðkomandi og skoða vörurnar sem um ræðir. 10% SVIKA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Það er eitthvað skrítið við þetta Næst ekki í Telmu Samkvæmt umræðum á Facebook svarar Telma ekki kvörtunum. Hún svaraði heldur ekki blaðamanni DV. Mynd: Skjá- skot / Facebook Telma Arnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.