Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 16
16 8. nóvemberFRÉTTIR Í september á síðasta ári tók barnaverndarnefnd þriggja mánaða dreng frá móður sem var í meðferð á Vogi. Drengn- um var í kjölfarið komið fyr- ir á fósturheimili. Amma og afi drengsins fengu enga tilkynningu um að til stæði að taka drenginn af dóttur þeirra og þeim ekki gef- inn kostur á að fá drenginn til sín í fóstur, þrátt fyrir að þau hafi nú þegar alsystur hans í varanlegu fóstri. Uppi í eldhússkáp á heim- ili Guðbjargar Sigurðardóttur og eiginmanns hennar er bréf. Bréf- ið er ritað til dóttursonar þeirra sem þau fá ekki að hitta nema einu sinni á ári, undir eftirliti. Bréfið bíður þess tíma er dreng- urinn leitar uppruna síns og á að skýra þá atburðarás sem átti sér stað þegar hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Drengurinn tekinn á meðan móðir hans var í meðferð Dóttir Guðbjargar hefur lengi glímt við fíkn. Hún á þrjú börn. Elsta barnið er sjálfráða og býr erlendis hjá föður sínum. Miðju- barnið, 11 ára, er í varanlegu fóstri hjá ömmu sinni og afa en yngsta barnið, eins árs drengur, býr nú hjá fósturfjölskyldu og er aðeins heimiluð takmörkuð sam- skipti við fjölskyldu sína. Guðbjörg og maður hennar fengu dótturdóttur sína í fóstur fyrir rúmlega þremur árum síðan. Síðan verður dóttir þeirra ófrísk aftur og henni fæðist drengurinn í júní í fyrra. „Allt gengur vel og hún fer inn á svona vistheimili barna eftir að drengurinn kemur í heiminn. Hún var mjög veik. Hún hafði ver- ið mænudeyfð og fékk ekki mátt- inn aftur og var ekki alveg hætt öllu því sem hún átti að hætta. Hún var sem sagt í neyslu. Hún er þarna á vistheimilinu. Hann fæð- ist í júní og svo í september er ver- ið að tala við hana og henni sagt að gera þetta og hitt til að halda barninu sínu. Hún samþykkir það að fara inn á Vog á meðan barnið er á vistheimilinu og svo á hún að fara í dagmeðferð því drengurinn er þarna svo ungur. Svo fer ég inn á vistheimilið í september til að heimsækja strákinn. Ég kem fyrst 23. september, afmælisdaginn minn, og hitti drenginn. Þá var dóttir mín komin inn á Vog. Þegar ég kem aftur tveimur dögum síð- ar er búið að taka hann. Hvar er drengurinn? Guðbjörgu brá mikið þegar hún varð þess vís að drengurinn hefði verið tekinn af vistheimilinu. „Ég spyr: Hvar er drengur- inn? Og fæ svarið: Honum hefur verið komið fyrir í fóstri. Ég spyr þá: Hvers vegna er hann í fóstri? Og fæ svarið: Við bara ákváðum það. Þarna reiðist ég alveg svaka- lega. Ég er með barn, alsystur hans, í varanlegu fóstri. Af hverju mátti ég ekki fá drenginn till mín tímabundið? Ég veit að við erum kannski orðin of gömul, en við vorum svo ósátt að við hefð- um ekki getað fengið drenginn tímabundið á meðan dóttir okk- ar kláraði meðferðina. Auðvitað fékk hún ekkert tækifæri til þess. Hún auðvitað féll, barnið tekið af henni og hún hefur ekki fengið að hitta hann síðan. Þegar við fórum á fund hjá barnaverndarnefnd, ég og maðurinn minn, til að fá út- skýringar á því hvers vegna við hefðum ekki fengið tækifæri á að fá drenginn til okkar, þá stóð þar skráð að við hefðum ekki sóst eft- ir því. Og við sögðum: Við getum ekki sótt um eitthvað sem við vit- um ekki hvað stendur til. Í skjóli nætur var hann tekinn af okkur og settur í fóstur.“ Ekki aðili málsins Guðbjörgu hefur reynst erfitt að fá viðhlítandi skýringar á stöðu dóttursonar síns. Móðir drengs- ins var fengin til að skrifa undir einhverja pappíra gegn því að fá umgengni við son sinn. Guðbjörg fær ekkert að vita um innihald þessara skjala að eigin sögn. „Mér skilst að til að hún fengi að hitta hann þá þyrfti hún að skrifa undir einhver skjöl. Ég fæ ekkert að vita hvaða skjöl það voru því ég er náttúrlega ekki aðili að þessu máli.“ „Hann er hjá fósturforeldr- um, sem eru yndislegir og ekkert út á þá að setja. Nema það, sem við erum mjög ósátt við, að systir drengsins, sem er í fóstri hjá okk- ur, fær að hitta bróður sinn einu sinni í mánuði. Fósturforeldrarn- ir koma og sækja hana á sunnu- dögum, fara með hana heim til sín og hún ver deginum með bróður sínum. Við fórum fram á það að við fengjum líka þessa umgengni. Hann má alveg vera í fóstri en við viljum fá að umgang- ast hann. Við báðum um að fá að hitta hann þá daga sem syst- ir hans fær að hitta hann. Hann gæti þá komið til okkar eða við til þeirra í svona klukkutíma eða tvo. Því var neitað.“ Guðbjörg á erfitt með að skilja þessa afstöðu. Þar sem dreng- urinn fái að njóta umgengni við systur sína þá óumflýjanlega fær hann að heyra af ömmu sinni og afa. „Af hverju má hann ekki vita af okkur? Systir hans mun alltaf segja honum frá okkur. Auðvitað munu vakna spurningar og svona hjá honum síðar meir. Við höfum fengið að hitta hann einu sinni í klukkutíma undir eftirliti fóstur- foreldra og barnaverndarnefnd- ar. Við vorum með þrjá fullorðna aðila yfir okkur á meðan við lék- um við þetta litla barn sem þekkir okkur ekki neitt.“ Mega ekki hallmæla barna- verndarnefnd „Við erum alveg ofboðslega reið út í barnaverndarnefnd og höf- um verið tekin á teppið fyrir að tala illa um barnaverndarnefnd,“ segir Guðbjörg og bætir við að þau hjónin hafi reynt að fara fram á rýmri umgengnisrétt en verið neitað um hann. Þau geta aftur sótt um eftir ár. „Við þráum að fá að hitta þetta litla grey. Við erum bara ofboðs- lega reið. Dóttir mín vissi ekki að það ætti að taka hann, hann er tekinn í skjóli nætur eins og ein- hver hlutur.“ Móðir ekki fengið að hitta drenginn „Forræðið er hjá barna- verndarnefnd. Svo fer hún á fund og hún fær að hitta hann fjór- um sinnum á ári, en hún neit- ar því, vill hitta hann oftar. Og þá allt í einu er því fækkað í tvisvar á ári. Og hún hefur ekkert fengið að hitta hann. Fær það kannski í nóvember,“ segir Guðbjörg. „Föðursystir drengsins reyndi líka að fá hann til sín. Hún fékk bara neitun. Það væri búið að ráðstafa drengnum. Barna- verndarnefnd segir alltaf að það sé reynt að halda barni innan fjölskyldunnar en í þessu tilviki var allt tínt til svo að föðursystir hans fengi hann ekki. Alls konar tilbúningur, hún átti að hafa far- ið í meðferð og tínt til að dótt- ir hennar hefði verið tekin á ein- hverjum bíl. Hún fékk meira að segja uppáskrifað frá Vogi að hún hefði aldrei farið í meðferð, en samt gekk þetta ekkert.“ Ekki á grafarbakkanum Guðbjörg telur mögulegt að ein ástæða þess að hún fái ekki drenginn til sín sé aldur hennar. „Ég er 57 ára og maðurinn minn er 62 ára. Við erum ekkert á grafarbakkanum þannig séð. Þetta er mjög furðulegt og við fengum engan rökstuðning fyr- ir því af hverju við fengjum ekki að taka hann. Ég spurði meira að segja ættingja sem starfar inn- an barnaverndar í öðru bæjar- félagi hvort að aldurinn okkar hefði þarna eitthvað að segja, en það átti ekki að vera. Hann væri kannski á gráu svæði en ekkert agalegt. Forsendurnar fyrir því að við megum það ekki eru að við höf- um ekki viljað það. Hvernig sækj- umst við eftir einhverju sem við vitum ekki að þurfi að sækjast eft- ir? Svo er þetta svo langt mál og margt að gerast. Eins og ég segi, maður hugsar á hverjum degi til hans. Hann er eins árs síðan í júní „Í skjóli nætur var hann tekinn af okkur og settur í fóstur“ n Guðbjörg fær dótturson sinn ekki í fóstur þrátt fyrir fósturleyfi n Barnaverndarnefnd segir hana ekki hafa viljað drenginn n Geymir bréf inni í skáp sem drengurinn fær að lesa þegar hann verður eldri „Við erum bara ofboðs- lega reið. Dóttir mín vissi ekki að það ætti að taka hann, hann er tekinn í skjóli nætur eins og einhver hlutur. Erla Dóra erladora@dv.is Guðbjörg með drenginn áður en hann var tekinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.