Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 39
SAKAMÁL 398. nóvember FRANSKT ELDHÚS MEÐ SNÚNINGI n Rosso og félagar hans voru iðnir við bankarán n Koddahjal kærustunnar hafði morð í för með sér n Sektarkenndin náði yfirhöndinni að lokum „Síðan losaði ég mig við líkið með því að skera það í bita og hakka allt saman í matvinnsluvélinni Stíflað klósett Í íbúð sinni við Rue Dubray var Rosso með böggum hildar. Það sem við honum blasti var blóð uppi um alla veggi, nánast, og í einu horni var haugur af plast- pokum. Innihald þeirra var það sem eftir var af Renard – beinin. Luc Onfray sat makindalega í sófa í stofunni og reykti jónu. „Ég losa okkur við þá,“ sagði hann og kinkaði kolli í átt að pokunum. Ekki hafði þó allt gengið sem skyldi hjá Onfray því hann hafði hent bleika maukinu í klósettið en „það var svo mikið af því að það virðist hafa stíflað það.“ Nú, það var seinni tíma vanda- mál og tvímenningarnir tóku á sig náðir. Íbúðin þrifin hátt og lágt Daginn eftir tóku þeir til við að þrífa íbúðina og að því loknu hefði aðeins verið á færi rann- sóknardeildar lögreglunnar að finna vegsummerki þess voða- verks sem þar hafði verið framið. Onfray og Rosso voru svo ákaf- ir í að losa sig við líkamsleifar Renard að þeir steingleymdu að sjónir lögreglunnar beindust að þeim – ekki fyrir morð, heldur bankarán. Liðu nú þrír mánuðir og virtist sem félagarnir hefðu komist upp með hinn fullkomna glæp. Þá hljóp snurða á þráðinn því í febr- úar 1999 voru Onfray og Rosso handteknir og lögreglan vildi einnig hafa hendur í hári Renard, en hann var hvergi að finna. Dæmdir fyrir bankarán Það liðu þrjú ár áður en réttað var yfir Onfray og Rosso vegna bankarána. Onfray fékk 12 ára dóm, Rosso 16, og Renard – eðli málsins fjarverandi – fékk 20 ár. Alexandra Martyn var aldrei nefnd til sögunnar og vann þegar þarna var komið sögu á dagheim- ili og sennilega búin að sveipa skuggalega fortíð sína þykkri hulu. Onfray og Rosso voru aftur á móti á bak við lás og slá, dagarn- ir voru langir og tíminn mjakaðist áfram með hraða snigils. Fátt var til dundurs og þeim mun meira hugsað. Sektarkenndin sigrar Í október, 2004, bugaði sektar- kenndin Rosso og hann skrifaði orðsendingu til saksóknarans í Nice og leysti frá skjóðunni um afdrif Michels Renard. Rosso var mjög ítarlegur í frásögn sinni og dró ekkert undan. Áhugi lögreglunnar var vakinn og hún heimsótti Onfray í fang- elsið en hann neitaði allri aðild eða vitneskju um málið. Íbúðin í Rue Dubray var rann- sökuð hátt og lágt og það sem í henni fannst tók af allan vafa um að þar hefði verið framið morð. Alexandra Martyn var hand- tekin og ákærð fyrir aðild að morðinu og Rosso og Onfray voru kærðir fyrir morð. Í janúar, 2012, voru þeir aftur mættir í dómsal en ákærurnar ívið alvarlegri en bankarán. Málalok Alexandra viðurkenndi sinn þátt í morðinu sem hún sagði hafa einskorðast við að útvega svefn- lyfið sem Renard var byrlað. „Ég hefði þó kosið að hann hefði ver- ið drepinn með kúlu í höfuðið,“ bætti hún við. Luc Onfray fullyrti að hann hefði bara slegið Renard í höf- uðið með hamri; Rosso hefði síð- an kyrkt hann. Alexandra Martyn fékk fimm ára skilorðsbundinn dóm, Luc Onfray fékk 30 ára dóm og Phil- ippe Rosso fékk 28 ár. n Philippe Rosso Ákvað að gera kær- ustu sinni greiða. Í dómsal Lengi vel virtist sem Rosso og Onfray kæmust upp með morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.