Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 50
50 FÓKUS 8. nóvember Hryllingurinn sem varð að heimsfyrirbæri n Fimmtán ár frá frumsýningu Saw n Enginn bjóst við velgengni hrollvekjunnar F immtán ár eru síðan bíógestir horfðu upp á tvo karl­ menn ranka við sér í baðherbergi í niðurníðslu og hlustuðu á hræðilegt plan sem goðsagnakenndi raðmorðinginn Jigsaw hafði sett saman. Við erum að sjálfsögðu að tala um hrollvekjuna Saw sem var frumsýnd í lok október árið 2004. Myndin fór eins og stormsveip­ ur um heiminn og halaði inn rúmar hundrað milljónir dollara í miðasölu. Þótti þetta magnað afrek í ljósi þess að heildarkostnaður við myndina var aðeins um ein milljón dollara. Framhaldið er þekkt. Í kjölfarið komu sex framhalds­ myndir, sú síðasta Saw 3D árið 2010. Árið 2017 var Jigsaw síðan frumsýnd og í maí á næsta ári eiga kvikmynda­ húsagestir von á kvikmyndinni The Organ Donor í Saw­ seríunni. Tekjur af Saw­myndunum eru farnar að nálgast milljarð dollara og því fannst DV tilvalið að fara yfir fimmt­ án staðreyndir um myndirnar sem jafnvel gallhörðustu aðdáendur þekkja ekki. 1. Fastir í lyftu Þó að fyrsta myndin hafi gerst inni á baðherbergi var upp­ runalega hugmyndin að láta karlmennina tvo vera fasta í lyftu. Átti myndin að vera tekin upp frá sjónarhorni ör­ yggismyndavéla til að gera framleiðsluna sem ódýrasta. 2. Tilviljanakennt nafn James Wan og Leigh Wannell áttu hugmyndina að fyrstu Saw­myndinni, en nafnið á myndinni kom Leigh algjör­ lega óvart. „Ég gleymi aldrei þessum degi,“ sagði Leigh í samtali við Bloody­Disgusting er hann minntist samtals hans og James um söguþráð myndarinnar. „Ég man að ég skellti á og fór yfir þetta í hausnum. Án þess að hugsa mig mikið um eða pæla þá opnaði ég dagbókina mína og skrif­ aði orðið SAW. Þetta var ein af þessum stundum sem sýndi mér að stundum eiga hlutir bara að fara á vissan hátt.“ 3. Mígrenisköstin lykillinn að Jigsaw Það var í raun Leigh sem átti hugmynd að raðmorðingj­ anum Jigsaw eftir að hann fór til læknis vegna síendurtek­ inna mígreniskasta. Leigh hafði áhyggjur af því að hann væri með heilaæxli og var sendur í heilamyndatöku. „Ég hugsaði: Hvað ef ég fengi að vita um æxli og að ég ætti stutt eftir? Hvernig myndi maður bregðast við? Þannig að ég ímyndaði mér karakter sem fengi þennan tímaramma, sem væri sagt að hann ætti eitt, tvö ár eftir ólifað og að sjúkdómurinn myndi drepa hann hægt og bítandi,“ sagði Leigh við The A.V. Club árið 2010. „Síðan tengdi ég þá hug­ mynd við mann sem léti fólk ganga í gegnum bókstaflega útgáfu af sjúkdómnum.“ 4. Stuttmyndin breytti öllu Þótt leikkonan Shawnee Smith hafi leikið Amöndu Young í alls sjö Saw­myndum þá er Shawnee ekki aðdáandi hrollvekja og hafnaði hlutverkinu í fyrstu þar sem hand­ ritið var „hryllilegt.“ Það var ekki fyrr en hún horfði á stutt­ myndina Saw, einnig þekkta sem Saw 0.5, fyrirrennara Saw­myndanna, að hún þáði hlutverkið. 5. Reddingar Fyrsta myndin var tekin á átján dögum og hafði tökuliðið aðeins úr tæpri milljón dollara að moða. Svo lítill var pen­ ingurinn að það mátt ekki taka hverja senu upp of oft. Þegar kom að eftirvinnslunni sá leikstjórinn James Wan fljótt að hann hafði ekki nógu margar tökur að vinna með. Því reyndi á sköpunargáfu hans og klipparans Kevins Greutert. Notuðu þeir til að mynda ljósmyndir til að fylla upp í eyður og bjuggu til nýjar tökur úr öryggismynda­ vél. „Við gerðum mikið til að fylla í eyðurnar í gegnum myndina. Þegar klippt er í blaðaúrklippur, öryggismynda­ vélar eða stillur í myndinni, sem fólk segir núna: Vá, þetta er svo svalur stíll í kvikmyndagerð, þá var þetta gert af nauðsyn einni til að koma í staðinn fyrir það sem við náð­ um ekki að gera á tökustað,“ sagði James í viðtali við The A.V. Club. 6. Heimatilbúin brúða Billy, brúðan sem einkennir seríuna, var búin til af James. Um er að ræða andlit úr leir, pappamassa og svörtum borðtennisboltum. Þetta föndur kostaði nánast ekki neitt. Þegar að Saw II var í framleiðslu fékk Billy smá andlitslyft­ ingu og var til dæmis hægt að fjarstýra honum. 7. Mikið á sig lagt Þegar Saw sló í gegn í kvikmyndahúsum var gefið grænt ljós á Saw II. Hvorki James Wan né Leigh Whannell voru lausir til að vinna við myndina þannig að framleiðendur báðu Darren Lynn Bousman að breyta handriti sínu að myndinni The Desperate í Saw II. Darren tók að sér leik­ stjórn og fann Leigh tíma til að endurskrifa handritið. 8. 120.000 nálar Eitt af frægustu atriðunum í Saw II gerist í svokölluðu „nálaherbergi“. Þá er Amanda Young sett í pytt sem er full­ ur af sprautunálum og þarf að finna lykil. Áður en atriðið var tekið upp þurftu fjórar manneskjur að eyða fjórum dögum í að taka nálar úr 120 þúsund sprautum og setja glæra trefjahausa í sprauturnar í staðinn. Nálarnar sem virtust stinga Amöndu voru sprautur sem voru festar við fóður innan á fötum hennar. Þá var gervihandleggur not­ aður í sumum af skotunum. 9. Óvænt andlát Upprunalega vildu hvorki James Wan, Leigh Whannell né Darren Lynn Bousman koma nálægt þriðju Saw ­ myndinni. En þegar framleiðandinn Gregg Hoffman, sem hafði unnið ötullega að því að koma Saw­myndunum á hvíta tjaldið, lést aðeins 42 ára, nokkrum vikum eftir frum­ sýningu Saw II, ákvað tríóið að slá til honum til heiðurs. „Við sátum saman og sögðum: Heyriði mig nú, þeir ætla að gera Saw III með eða án okkar, þannig að gerum hana fyrir Greg,“ sagði Darren í viðtali við ComingSoon.net árið 2006. 10. Hver hlær nú? Framleiðendur Saw III þurftu að fá lánað lánað baðher­ bergi sem hafði verið búið til fyrir Scary Movie 4, en það baðherbergi hafði verið búið til til að líkjast baðherberginu í fyrstu myndinni til að gera grín að Saw­myndunum. 11. Á pari við klám Það gerðist oft að bandaríska kvikmyndasambandið (MPAA) hótaði að banna Saw­myndirnar innan 17 ára. Hins vegar voru nokkrar breytingar gerðar svo myndirn­ ar gætu náð til breiðari áhorfendahóps. Á Spáni var hins vegar Saw VI dæmd svo ofbeldisfull að hún fékk aðvör­ unina X, sem er aðallega notuð fyrir klámmyndir á Spáni. Myndin var aðeins sýnd í átta kvikmyndahúsum á Spáni og loks frumsýnd ári eftir heimsfrumsýningu. Þá var hún bönnuð innan 18 ára eftir að framleiðendur klipptu of­ beldisfyllstu senurnar út. 12. Allt í uppnámi Saw VI gekk hræðilega illa í kvikmyndahúsum og því þurfti að endurhugsa sjöundu og áttundu myndina sem voru á teikniborðinu. Úr varð að hætt var við áttundu myndina og sumar hugmyndir teknar úr henni og bætt í sjöundu myndina og úr varð Saw 3D. Sú mynd stóð sig helmingi betur en Saw VI. 13. Erfitt að vera nýnasisti Linkin Park­söngvarinn heitni, Chester Bennington, lék í Saw 3D og þurfti að skella sér í hlutverk nýnasista. Chester þurfti hjálp leiklistarkennara til að skilja hlutverkið. „Þetta var í raun mun erfiðara en ég bjóst við, því ég þurfti að leggja mikið á mig til að leika þennan gaur og komast að því hvað hann vildi í gegnum myndina,“ sagði hann við ArtistDirect.com árið 2010. 14. Meira blóð Þegar Saw 3D var í tökum var framtíðin óráðin og engan grunaði að Saw­myndirnar myndu ganga í endurnýjun líf­ daga árið 2017 með myndinni Jigsaw. Því ákváðu framleið­ endur Saw 3D að ljúka þessum kafla með hvelli og notuðu tæplega hundrað lítra af gerviblóði við tökur myndarinnar. Það er næstum því þrisvar sinnum meira blóð en var not­ að við gerð Saw II. 15. Ekki bara hryllingur Allt frá frumsýningu fyrstu myndarinnar og þar til Saw VI var frumsýnd árið 2009 var árleg herferð Rauða krossins, Give Til It Hurts, haldin samhliða frumsýningum Saw­ myndanna. Í herferðinni voru Bandaríkjamenn hvattir til að gefa blóð og þeir sem gáfu blóð í tengslum við herferðina fengu ókeypis miða á þá Saw­mynd sem var í sýningu. Á þessu tímabili voru tæplega sextíu þúsund lítr­ ar af blóði gefnir sem þýðir að um 360 þúsund lífum var bjargað. n Raunveruleik- inn kveikti neista Hvað ef þú ættir bara stutt eftir ólifað, eins og Jigsaw? Hrollvekjandi Brúðan Billy var ekki dýr í gerð. Martröð Nálaatriðið fræga. Of hræðileg Mikið var deilt um Saw VI. Erfitt verkefni Chest- er þurfti að undirbúa sig vel fyrir Saw 3D.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.