Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 21
8. nóvember FRÉTTIR 21 Ein umfangsmesta ritdeila nú- tímans er án efa ritdeila Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins, og Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð hefur verið hallur undir boðskap Miðflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar og hefur margoft gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson. Hefur vefurinn Eyjan, sem er hluti af DV, fullyrt að Davíð fjalægist flokk sinn með hverjum leiðara og Reykjavíkur- bréfi. Sérstaka athygli vöktu skrif Davíðs um níu tíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu þar sem hann vandaði flokkn- um ekki kveðjurnar og sagði það ekkert „endilega harmsefni“ ef honum yrði útrýmt. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tók Davíð á beinið vegna skrifanna. „Bréfaskriftir geta ver- ið hættulegar af því þær koma upp um mann, – lýsa því í hvaða sálarástandi maður er þá stundina. Og auðvitað hefn- ir það sín, ef illa liggur á manni, – þá miklar maður hlutina fyrir sér og freistast til að fara ekki rétt með. Faðir minn kenndi mér að senda ekki slík bréf frá mér fyrr en að morgni, sem var holl ráð- legging og olli því að þau voru aldrei send,“ skrifaði Halldór. Annar flokksmaður sem hef- ur gagnrýnt Davíð er Þorkell Sigurlaugsson, formaður vel- ferðarnefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Velti hann upp í pistil fyrir nokkru hvort Davíð væri fíkill. „Ég setti inn úrklippur af greinum fyrir þá sem eru illa lesnir og merkti með gulu „góða spretti“ úr Reykjavíkur- bréfinu, en skrifin geta varla komið frá manni sem er í eðlilegu and- legu jafnvægi. Höf- undur Reykja- víkurbréfsins hefur áhyggjur af dalandi laganámi í landinu, en hann ætti frekar að leita sér að- stoðar við skrif sem eru orðin ávanabindandi fíkn og farin að skaða höfundinn eins og svæsn- asti e-coli vírus úr ís frá Efstadal II. Það sem er verra, hann er far- inn að skaða fjölda Íslendinga, því eins og forseti Filippseyja, sérstakur aðdáandi höfundar Reykjavíkurbréfsins sagði;, „.. þá borða Íslendingar bara ís“! Ég þvoði mér um hendurnar eftir að lesa Morgunblaðið að þessu sinni. Þetta Reykjavíkurbréf er mikil hrákasmíð. Ég sé mikið eftir þeim trjágróðri sem felld- ur hefur verið til að prenta það í 12.000 eintökum svo ég vitni til sambærilegrar gagnrýni Davíðs Oddssonar á endurreisnarskýr- slu Flokksins sem Vilhjálmur Eg- ilsson, veitti forstöðu árið 2009.“ Sjaldan veldur einn þá tveir deila Skammvinnt uppnám varð í maí árið 2015 þegar að leikarinn Jó- hannes Haukur Jóhannesson tjáði sig um rapparann Sævar Poetrix og þá ákvörðun hans að mæta ekki fyrir dóm vegna máls um vörslu á kannabis. „Um leið og ég sé hóp af hass reykingamönnum sem eru pródúktív- ir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna ein- hverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það ger- ist, hlusta ég ekki á svona væl,“ skrifaði Jóhannes. Þótt einhverjir hafi tekið und- ir orð leikarans voru margir sem úthúðuðu honum, sögðu hann afleitan leikara og fóru beinlín- is í fýlu. Sævar svaraði leik- aranum í pistli á DV og sagði Jóhannes ekkert hafa með að segja öðr- um hvernig ætti að lifa lífinu. Engin sérstök eftirmál urðu af þessu uppnámi og er Jóhannes Haukur orðinn heimsfræg- ur leikari í dag. Stuttar en snarpar ritdeilur áttu sér stað á milli leikkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur og áhrifa- valdsins Manuelu Óskar Harðardóttur árið 2017. Þær ritdeilur voru færðar inn í nútímaheim sam- félagsmiðlanna og hófust á því að Manuela birti mynd af sér á Instagram, sem nú hefur verið fjar- lægð. Við myndina skrifaði leikkonan Ágústa Eva einfaldlega: „Borða :)“ og gaf þar með í skyn að henni þætti Manuela of grönn. Manuela greip á það ráð að svara leikkonunni í gegnum Snapchat. „Þið heyrið í henni ef þið eruð eitthvað óviss með your body. Hún veit hvernig allir eiga að líta út,“ sagði Manuela og bætti við að þær stöllur hefðu rætt málin betur í einkaskilaboðum á Facebook. Það gekk ekki betur en svo að Ágústa Eva sleit þeim samskiptum og lokaði á Manuelu á Facebook, að sögn áhrifavaldsins. Manuela hvatti konur enn fremur til að standa saman og sagðist ekki þekkja Ágústu Evu, þess vegna hefðu ummælin komið henni í opna skjöldu. „Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt að þetta hafi gerst. Ég næ ekki utan um það. Ef ég væri búin að bæta á mig, hefði hún komment- að á myndina mína: Farðu í megr- un, ekki borða svona mikið, róum okkur á gafflinum,“ sagði Manu- ela á Snapchat. Svo fór að Ágústa Eva baðst afsökun- ar á Instagram og eyddi fyrri ummælum sínum við myndina. „Þetta var vel meint. Sorry allir sem móðguð- ust,“ skrifaði leikkonan. Stefanía Fjóla Elísdóttir, móð- ir Áka Pálssonar, keppanda í Biggest Loser, gagnrýndi raun- veruleikaþáttinn harðlega í við- tali við DV árið 2017. Tara Mar- grét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, tjáði sig um þættina á Facebook- -síðu sinni í kjölfar viðtalsins. „Tilgangur þáttanna hefur aldrei verið annar en að lítil- lækka og smána feitt fólk. Við búum því miður í samfélagi þar sem það selur. Og því meira brútal sem aðferðirnar eru, því meiri lítilsvirðing sem þjálf- ararnir sýna, því meira áhorf. Við myndum aldrei gúddera þennan ógeðslega sirkus fyr- ir neinn annan hóp einstak- linga en feitt fólk,“ skrifaði Tara og bætti við: „Þetta er hreinn og klár viðbjóður og þeirra sem standa að þessum þáttum mun verða minnst í sögubókum sem helstu stoða fitufordóma hér á landi. Skjárinn, Evert, Gurrý. Hafið alla heimsins skömm fyr- ir!“ Gurrý, einn af þjálfurunum í þáttunum, svaraði fyrir sig í út- varpsviðtali og vísaði ásökunum á bug. „Ég held að það séu mjög margir sem sjái að við erum raunverulega að gera mjög góða hluti. Nema Tara ætlar að vera svolítið sein að fatta það,“ sagði hún og hélt áfram: „Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún og hennar samtök fari að skrifa eitthvað uppbyggilegt. Það eina sem þau gera er að gagnrýna aðra, í staðinn fyrir að skrifa greinar og hvetja fólk til að vera sátt í eigin skinni. Hún gerir það aldrei. Hún sækir bara í athygli við að dissa aðra og dæma hvað hinir eru að gera.“ Tara svaraði Gurrý síðan á Facebook. „Ætlið þið, sem fagfólk sem ber siðferðislega ábyrgð gagn- vart skjólstæðingum ykkar, virkilega að yppta öxlum og láta sem ekkert sé? Ætlið þið að standa frammi fyrir fólki sem þið hafið skaðað, hlusta á það segja við ykkur: „það sem þið eruð að gera veldur mér líkamlegri og andlegri vanlíðan“ og halda áfram að yppta öxlum? Eða það sem verra er segja þessu fólki að það sé bara að bulla? Afneita upplifunum þeirra og reynslu, ásamt hegðun ykkar? Hvernig samræmist það faglegri skyldu ykkar sem lærðir einkaþjálfarar? Eða einfaldlega siðferðisvitund ykkar sem manneskjur?“ skrif- aði hún og bætti við: „Þið eruð ekki að vinna faglegt starf sem er í samræmi við gagnreyndar aðferðir. Og þegar ykk- ur er bent á það, hvað gerið þið þá? Jú þið farið í útvarpsþátt til að drulla yfir gagn- rýnendur ykk- ar á ómálefna- legan hátt. Og haldið þannig bara sama striki.“ „Sorry allir sem móðguðust“ X D(avíð) Hlustar ekki á væl „Hafið alla heimsins skömm fyrir!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.