Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 29
Íslenskar netverslanir
08. nóvember 2019
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is
Sylvía kynntist Crystal Nails-vörunum á ferðalagi í Búdapest og féll undir eins fyrir
þessum frábæru naglavörum. „Ég
fann strax að þetta væri gæðamerki
og sá fyrir mér að það yrði flott viðbót
í naglaflóruna hér heima.“
Vörumerkið varð til fyrir fimmtán
árum þegar framleiðslufyrirtæki
á naglavörum í Bandaríkjunum og
Ungverjalandi sameinuðu krafta sína
undir nafninu Crystal Nails. „Crystal
Nails-vörurar eru afar vinsælar hjá
naglasnyrtifræðingum víðs vegar
um heim og eru seldar í um þrjátíu
löndum. Að auki er er Crystal Nails
með yfir 70% markaðshlutdeild
á naglavörumarkaðnum í
Ungverjalandi,“ segir Sylvía
Daníelsdóttir, einkaumboðshafi
Crystal Nails á Íslandi.
Aukin eftirspurn eftir góðum
naglavörum
Það er nú ár síðan Sylvía byrjaði
að selja Crystal Nails-vörurnar hér
á landi. „Vinsældir Crystal Nails-
varanna fara sívaxandi enda eru
þetta hágæða vörur á frábæru
verði. Auk þess er Crystal Nails
löngu búið að festa sig í sessi innan
keppnisheimsins, en Crystal Nails-
naglafræðingar hafa unnið 200
keppnir um heim allan með því að
nota eingöngu Crystal Nails-vörur.
Helstu viðskipavinir mínir eru
naglafræðingar sem starfa á hinum
ýmsu snyrtistofum landsins. Einnig er
töluvert um að fólk sé að kaupa vörur
til einkanota enda framleiðir Crystal
Nails frábært CrystalLac gellakk í
öllum regnbogans litum og áferð sem
virkar með gelljósalömpum. Þetta
er hágæða gellakk er sterkbyggt og
auðvelt í notkun.“
Stöðug vöruþróun
Úrvalið í vefversluninni kemur
skemmtilega á óvart. Crystal Nails
framleiðir hágæðaefni fyrir hvort
tveggja gel- og akrýlneglur. Einnig
framleiðir Crystal Nails fjöldann allan
af vörum til þess að undirbúa neglur
fyrir frekari naglavinnu; tæki og tól
eins og pensla, þjalir og ýmiss konar
annan búnað fyrir naglasnyrtingu. Þá
er frábært vöruúrval af naglaskrauti
svo sem skrautsteinum, króm-
pigmentum, glimmeri, micro-perlum
og mörgu fleiru sem gerir fallegar
neglur að algjöru listaverki. „Það
koma nýjar vörulínur frá Crystal
Nails um það bil þrisvar á ári, en
efnafræðingarnir hjá Crystal Nails
eru afar duglegir í vöruþróun. Allar
nýjar vörur eru þrautprófaðar hjá
naglafræðingum sem gefa svo sitt álit
áður en þær eru settar á markað.“
Crystal Nails-vörurnar fást í
vefversluninni crystalnails.is
Vefpóstur: crystalnails@crystalnails.
is
Fylgstu með á Facebook:
Crystal Nails Iceland