Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 26
26 8. nóvemberFRÉTTIR
A
tvinnulausar konur sem
komnar eru yfir fimm-
tugt eiga erfitt um vik í
atvinnuleit. Þetta kem-
ur fram í meistararitgerð Önnu
Moniku Arnórsdóttur til MA-
-gráðu í náms- og starfsráðgjöf.
Í ritgerð sinni ræðir hún við sex
konur sem allar eru komnar yfir
fimmtugt og hafa reynslu af at-
vinnumissi og atvinnuleit á miðj-
um aldri. Allar telja þær sig hafa
orðið fyrir miklum aldursfordóm-
um í atvinnuleitinni og að reynsla
þeirra og þekking hafi mátt síns
lítils gegn „handónýtri kennitölu“.
Íslendingar eldast
Í ritgerðinni rekur Anna það að al-
þjóðlegar samanburðarkannanir
hafi sýnt að fólk er meira virkt og
lengur á íslenskum vinnumarkaði
en annars staðar í Evrópu.
„Á árunum 2014 og 2015 voru
tæplega 85% Íslendinga á aldrin-
um 55 til 64 ára starfandi á við-
miðunartímanum. Á sama tíma
voru að meðaltali 52,5% einstak-
linga á sama aldursbili starfandi
í aðildarlöndum Evrópusam-
bandsins (ESB).“
Hins vegar séu miðaldra og
eldri Íslendingar stærsti hópur
þeirra sem glímir við langvarandi
atvinnuleysi, þá einkum konur
yfir 50 ára að aldri.
Mannfjöldaspár reikna nú
með því að meðalaldur Ís-
lendinga muni hækka næstu
áratugi. Í ritgerðinni segir Anna:
„Þjóðin er að eldast samhliða
bættum lífskjörum, einstaklingar
lifa lengur og eru almennt við
betri heilsu en áður. Að því gefnu
er talið að vinnufæru fólki muni
fjölga ört á komandi árum, þar
sem aukin geta og vilji er til virkr-
ar þátttöku í atvinnulífinu meðal
þeirra sem komnir eru á seinni
stig starfsferilsins.“
Fórnfýsi kvenna
Konurnar sex sem tóku þátt í
rannsókn Önnu greindu allar frá
því að hafa með einum eða öðr-
um hætti fært fórnir á vinnu-
markaði til að greiða um fyrir fjöl-
skyldulífi sínu eða frama maka.
„Allar konurnar töluðu um að
hafa aðlagað náms- og starfsfer-
il sinn að fjölskylduaðstæðum og
voru slíkar ákvarðanir ýmist tekn-
ar meðvitað eða ómeðvitað. Hér
kom fram eitt meginþema, en
konunum bar saman um að fórn-
fýsi, fjölskylduábyrgð og kvenlæg
hlutverk hafa haft áhrif á náms-
og starfsferil þeirra.“
Sáu sumar kvennanna eft-
ir þeim fórnum sem þær höfðu
fært, á meðan aðrar voru þakklát-
ar því að hafa fengið tækifæri til
að vera heimavinnandi.
Það er bara eins og maður sé
dauður
Aðspurðar voru konurnar sex
sammála um að atvinnuleit, eft-
ir atvinnumissi á miðjum aldri,
hefði gengið illa og upplifðu þær
mikla höfnun. Sérstaklega þótti
þeim vont að fá seint eða aldrei
svör frá atvinnurekendum.
„þetta lætur manni finnast
svolítið eins og maður hafi lagt
þetta allt á sig fyrir ekki neitt,
fyrst að enginn annar vill viður-
kenna það og ég veit innra með
mér hvað ég kann. Ég bara neita
að láta segja mér að ég kunni
þetta ekki. Það tekur enginn frá
mér það sem ég kann […] ég ætla
bara að halda áfram og láta eins
og aðstæður séu öðruvísi,“ sagði
ein kvennanna. „Það vill greini-
lega enginn hafa 61 árs kerlingu
í vinnu, það er bara málið,“ sagði
önnur.
„Alveg sama hvað ég sæki
um, það koma engin svör, þetta
er aldurinn,það er ekki spurn-
ing. Ég sé þetta fyrir mér, þeir
sjá ferilskrána og aldurinn og
hugsa með sér – ha, sextug
kerling, hvað eigum við að gera
við sextuga kerlingu? […] Það
er bara eins og maður sé dauð-
ur þegar maður er kominn á
ákveðinn aldur … ég meina,
maður gæti orðið 100 ára og
enn í fullu fjöri.“
Séríslenskt fyrirbæri
Tvær kvennanna hafa verið í at-
vinnuleit erlendis á einum eða
öðrum tíma og þar tíðkist ekki að
senda mynd og kennitölu með
atvinnuumsókn. Telja þær fyr-
irbærið vera séríslenskt og ýta
undir aldursfordóma. Fordómar
sem þessir geti jafnframt komið
í veg fyrir að fólk sem er komið
yfir vissan aldur treysti sér til að
skipta um vinnu ef það vill breyta
til. „Fólk er bara fast og með
hendurnar bundnar og verður
þess vegna að vera á sama stað
þar til það fer á eftirlaun.“
Ein kvennanna hefur starfað
áratugum saman í tæknigeiran-
um en hún segir þann bransa
afar karllægan og æskudýrkun
þar mikil.
„Við konurnar sem erum
komnar yfir fimmtugt höfum
misjafna reynslu, en margar hafa
afrekað mikið og hafa yfirfull-
an reynslubanka sem gæti nýst í
starfi … en það er bara skellt á og
lokað fyrir, við fáum engin tæki-
færi.“
Ein kvennanna lenti jafnframt
í því að starfsmaður Vinnumála-
stofnunar tilkynnti henni:„Þú
gerir þér grein fyrir því að þú ert
með handónýta kennitölu.“
Mögulega þörf á lagasetningu
Anna Monika segir í niðurlagi
ritgerðar sinnar að nauðsynlegt
sé að veita atvinnumálum eldra
fólks meiri athygli.
„Einnig væri gagnlegt að
fá samanburð erlendis frá og
kanna hvort þörf sé á löggjöf
um mismunun vegna aldurs á
vinnumarkaði. Auk þess gætu
stjórnvöld tekið virkari þátt í
stefnumótun í náms- og starfs-
ráðgjöf og stuðlað að því að þeir,
sem komnir eru á seinna stig
starfsferils, fái aukin tækifæri til
að nýta starfsgetu sína betur en
nú er gert.“ n
„Það vill
greinilega
enginn hafa
61 árs kerlingu
í vinnu, það er
bara málið“
n Komin yfir fimmtugt eiga erfitt með atvinnuleyfi n Upplifa höfnun og
fordóma n Veita þarf málaflokknum meiri athygli
Erla Dóra
erladora@dv.is