Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 20
20 8. nóvemberFRÉTTIR www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL FRISLAND 1941 Sjaldan veldur einn þá tveir deila n Íslendingar duglegir á vígvelli ritdeilna n Deilt um list, dóp, holdafar og pólitík Það er ekki hægt að taka saman ritdeilur á Íslandi án þess að minnast á „Stóru bombuna“ árið 1930. Sú ritdeila var á milli Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þá var dómsmálaráðherra, og Helga Tómassonar, yfirlækn- is á Kleppi. Jónas var óvinsæll í embætti meðal lækna, sér í lagi vegna skipana í læknisemb- ætti sem lyktuðu af spillingu. Helgi lýsti því yfir að hann teldi að hegðun Jónasar bæri merki um geðveiki og hvatti hann til að segja af sér embætti. Nafnið „Stóra bomban“ festist við þessa deilu en það er dregið úr grein sem Jónas skrifaði í Tím- anum, málgagni Framsóknar- flokksins, undir fyrirsögninni Stóra bomban. Í greininni lýsti Jónas heimsókn Helga og gagn- rýndi meðal annars að Helgi hefði kallað hann geðveikan án skoðunar. „Er konan mín var komin inn fyrir þröskuldinn grípið þér þétt með báðum höndum um hand- leggi hennar og segið dauða- þungum og alvarlegum rómi: Vitið þér, að maðurinn yðar er geðveikur?“ skrifar Jónas. Síð- ar sama ár skrifaði Helgi lýsingu á téðri heimsókn frá sínu sjón- arhorni. Munurinn á þessum tveimur greinum var að í grein Helga fullyrti hann að eiginkona Jónasar hefði verið sammála um sjúkdómsgreininguna og beðið um ráð fyrir eiginmann sinn. Bubbi Morthens skaust ræki- lega upp á stjörnuhimininn á áttunda áratug síðustu aldar og í upphafi þess níunda var hann orðinn vinsælasti tónlistarmað- ur landsins, en jafnframt sá um- deildasti. Þegar önnur plata Ut- angarðsmanna, Geislavirkir, kom út stóðu yfir mikla ritdeil- ur í dagblöðum um texta Bubba. Ekki voru allir á eitt sáttir um kjaftinn á rokkaranum og haldið var málþing í Háskólabíói um hvort textarnir væru leirburður eða ljóðlist. Bubbi gaf lítið fyr- ir þessar deilur. Eftir að Utan- garðsmenn lögðu upp laupana magnaðist upp önnur áhuga- verð ritdeila í lesendadálkum Morgunblaðsins um Bubba. Tóku þar til máls ónefndir einstaklingar sem skýldu sér á bak við nöfnin Hr. Flinkur, UB 40, Egóisti og Friðarsinni. Árið 2008 spratt svo upp hörð ritdeila á milli Bubba og Birg- is Arnar Steinarssonar, sem oft er kallaður Biggi í Maus. Þá var hann ritstjóri tímaritsins Mon- itor. Upphaf deilunnar var í leiðara Bigga þar sem hann skrifaði eftirfarandi. „[Bubbi] hefur aldrei ver- ið leiðandi afl. Hann er eins og svampur sem sýgur umhverfi sitt inn og mótar sig og skoðan- ir sínar eftir því hvað er í gangi hverju sinni.[…] Þegar Ísland var í kreppu og allt var skítt stóð Bubbi Morthens upp úr hópn- um og hélt í fána pönksins sem aðrir héldu þó á lofti.“ Þessu mótmælti Bubbi á heimasíðu sinni. „Biggi verður að kyngja því að staðreyndin er sú að með Ísbjarnarblús breytti ég ís- lenskri tónlistarsögu ásamt Utangarðsmönnum. Sem og nokkrum öðrum sem fylgdu í kjölfarið. Frábið ég mér fleiri til- raunir til þess að falsa söguna frá manni sem hefur aldrei get- að haldið lagi og hefur unnið sér það til frægðar að syngja falskast allra íslenskra tónlistarmanna á seinni tímum. Sá falski tónn hrakti hann frá míkrófóninum í það að gerast ritstjóri Monitors þar sem sami falski tónninn hljómar í skrifum hans.“ Ritdeila Sigurðar Nordal og Einars H. Kvaran ár árun- um 1925 til 1927 er talin ein sú merkasta sinnar tegundar í Íslandssögunni. Svo merki- lega að hún var gefin út í bók- inni Skiptar skoðanir. Deilan fór fram í tímaritunum Skírni, Iðunni og Vöku og snertist um skáldskap og lífsskoðan- ir Einars. Sigurður benti sjálf- ur á í einni af greinum sínum að þetta væri deila tveggja kyn- slóða, en Einar stóð í ýmsum ritdeilum á sínum ferli, oft afar hatrömmum. Ritdeila hans við Sigurð einkenndist hins vegar af rökfestu og aga. L eikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og aktívist- inn Þórdís Elva Þorvalds- dóttir hafa átt í mikilli og hatrammri ritdeilu síðustu daga sem kviknaði út frá sigri leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á Borg- arleikhúsinu fyrir héraðsdómi. Einkenni ritdeilna er að oft ganga þær ansi langt, frá manneskju til manneskju, og oft fæst enginn botn í málið annar en sá að þeir sem deila neyðast til að vera sam- mála um að vera ósammála. DV fannst því tilvalið að taka saman nokkrar þekktar ritdeilur í gegn- um tíðina. Aktívistinn og fjölmiðlakon- an María Lilja Þrastardóttir og presturinn Davíð Þór Jónsson fóru í hár saman árið 2011. Að- dragandinn var pistill sem Dav- íð Þór skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann gagnrýndi það að nöfnum vændiskaupenda yrði safnað saman og komið til lög- reglu. Þetta gagnrýndi María Lilja í pistli á vefsíðunni Inni- hald. Davíð Þór hótaði í kjölfarið að kæra Maríu Lilju fyrir að vega að æru hans með því að kalla tímaritið Bleikt og blátt, sem Davíð Þór ritstýrði á árum áður, klámbækling „þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og sett- ir upp sem söluvara.“ Krafðist hann af- sökunarbeiðni frá Maríu Lilju sem hún varð ekki við. Davíð Þór baðst hins vegar afsökunar á því að hafa hót- að Maríu Lilju og með því dregið umræðuna niður á lægra plan. Í afsökunarbeiðninni hnykkti hann hins vegar á þessu: „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðveg- ur fasismans. Þegar fólk þor- ir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi.“ Málið fór svo þannig að Inni- hald tók pistil Maríu Lilju úr birtingu því rit- stjórar töldu hann brjóta í bága við siðareglur vefjarins og báðu Dav- íð Þór afsök- unar. „Vitið þér, að maðurinn yðar er geðveikur?“ Sú merkasta Falskur tónn Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Jarðvegur fasisma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.