Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 30
Íslenskar netverslanir 08. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ ENGILBERTS HÖNNUN: Glænýjar og fallegar gjafavörur halda nafni listarinnar á lofti! Þau Hjörtur og Greta Engilberts hanna gullfallegar gjafavörur, töskur, slæður, kerti, sérvíettur, tækifæriskort og margt fleira undir hönnunarmerkinu Engilberts hönnun. „Greta er dótturdóttir listamannsins Jóns Engilberts og langaði okkur að koma list hans á framfæri við almenning með gjafavörum og fleiru með áprentuðum teikningum og málverkum eftir hann, en Jón er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Okkur langaði að halda nafni Jóns á lofti og kynna list hans utan listasafnanna. Með þessum hætti eru verk hans ávallt sýnileg en ekki eingöngu þegar verkin eru í sýningu á listasöfnunum,“ segir Hjörtur Sólrúnarson. Hver var Jón Engilberts? Listamaðurinn Jón Engilberts (1908–1972) var og er þekktur fyrir einstaklega djarfan en jafnframt fallegan stíl. Í grein Jóns Özurar Snorrasonar um listamanninn segir að verkin einkennist af sterku og andstæðuríku litrófi í anda fígúratífs expressjónisma. Jón var brautryðjandi í grafíklist hér á landi og einn stofnenda Íslenskrar grafíkur árið 1954. Verk hans eru þó unnin í afar fjölbreytta miðla og meðal annars eru til eftir hann vatnslitaverk, dúk- og tréristur, málverk, blýants- og blekteikningar og margt fleira. Jón hafði fulla trú á grafíklistinni og taldi hana henta betur en önnur listform til árangurs, þar sem hún byggi yfir tjáningarformi ádeilunnar ásamt því að vera seld á viðráðanlegu verði. En þessi hugmyndafræði Jóns er einmitt það sem Greta og Hjörtur vilja halda á lofti með vörulínu sinni, Engilberts hönnun. „Það er einfaldlega stefna hjá okkur að bjóða íslenska hönnun á þannig verði að sem flestir geti haft efni á henni,“ segja þau Greta og Hjörtur. Fallegar og menningarlegar jólagjafir Greta og Hjörtur stofnuðu Engilberts hönnun árið 2015 og nú eftir tveggja ára pásu hafa þau hannað glænýjar vörur og opnað glæsilega netverslun engilberts- honnun.is/netverslun þar sem gafavörurnar eru nú fáanlegar. Einnig eiga þau upplag af grafíkverkum eftir Jón Engilberts og verða verkin seld í gegnum netverslunina. Vörurnar frá Engilberts hönnun eru fullkomnar í jólapakkann enda ákaflega fallegar, menningarlegar og skemmtilega öðruvísi. Nýjar vörur á markaði netverslana Engilberts hönnun verður með bás á Pop-up markaði netverslana í Víkingsheimilinu 9.–10. nóvember. „Einnig verðum við með bás á markaði í Laugardalshöll fyrstu helgina í desember. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með er bent á Facebook-síðuna okkar, Engilberts-hönnun ehf. Þar má fylgjast með því sem er í gangi hverju sinni hjá Engilberts hönnun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.