Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 118. nóvember H eilsulindin Even labs opn- aði nýverið í Faxafeni en hún er rekin af þeim Manuelu Ósk Harðar- dóttur, Snorra Magnússyni og Arnari Arinbjarnarsyni. Undir- búningsferlið tók langan tíma en sameiginlegur vinur leiddi þrí- eykið saman. „Já, við vorum öll í svipuðum pælingum hvert í sínu horninu en vorum fyrir hálfgerða tilviljun tengd saman sem var upphafið að þessu samstarfi,“ segir Manu- ela og heldur áfram: „Þetta hef- ur verið langt ferli en við búum yfir ólíkum styrkleikum og vinn- um rosalega vel saman. Á þessu eina og hálfa ári síðan fyrsti fund- ur var haldinn höfum við ferð- ast til Finnlands og Bretlands þar sem við heimsóttum sýningar tengdar þessum efnum svo óhætt er að segja við séum öll búin að vinna mikla heimavinnu. Pæl- ingin á bak við heilsulindina var alltaf að breytast þótt grunnur- inn hafi haldið sér. Við erum með stóra sýn og mikla drauma en okkur langar að byggja og bæta við meðferðum. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að koma á markaðinn svo þetta er í stanslausri þróun og því gríðarlega spennandi. Okk- ur langar að vera með puttann á púlsinum hvað það varðar og sjáum þetta fyrir okkur sem lífs- stíl. Allar meðferðirnar hjá okkur er eitthvað sem þú átt að stunda og engin getur á nokkurn hátt reynst skaðleg. Hægt er að koma daglega í þær allar og þess vegna mælum við eindregið með því að fólk kynni sér áskriftarleiðir, rétt eins og um kort sé að ræða í rækt- ina. Þá mætir maður daglega, eða eftir hentisemi, því þetta er lík- amsrækt í formi vellíðunar.“ Manuela ítrekar að meðferð- irnar snúist minna um útlit en fólk haldi. „Auðvitað pælum við öll í því hvernig við lítum út en í grunninn snýst þetta meira um það hvern- ig við getum bætt lífsgæðin, og liðið betur, sofið betur og jú að öll starfsemi líkamans sé betri. Ég hef sjálf lengi verið að þreifa fyr- ir mér af persónulegum ástæð- um enda hef ég glímt við ýmiss konar vandamál. Ég á erfitt með svefn og þarf ekki mikinn svefn en langvarandi svefnleysi er mjög slæmt og í kjölfarið dettur mað- ur í vítahring streitu og kvíða. Margar af þessum meðferðum hafa hjálpað mér mikið varðandi það.“ Stöðug barátta þótt við séum að brillera Samhliða fyrirtækjarekstrinum hefur Manuela haldið utan um keppnina Miss Universe Iceland undanfarin fjögur ár ásamt því að vinna með fyrirtækjum hér heima, hún viðurkennir að álagið sé á köflum yfirþyrmandi. „Þetta hefur verið rosaleg vinna, samhliða öllu hinu, en ég er að sinna tuttugu stelpum í keppninni og ferðast úti um allan heim með þeim. Nú í vetur verð ég líka í þættinum Allir geta dansað og það er mikil vinna og margir klukkutímar sem fara í æf- ingar þar. Ég er algjörlega að stíga út fyrir þægindarammann þar en það verður bara spennandi. Að því sögðu er ég einstæð móð- ir og sinni því starfi af mikilli alvöru. Þrátt fyrir að ég sé að gera alla þessa jákvæðu hluti finnur fólk þörf hjá sér að rífa mig nið- ur. Ég fæ til að mynda endalaus- ar spurningar um hvar börnin mín séu þegar ég er stödd erlend- is í vinnuferðum. Það hefur alltaf böggað mig því ég veit það best sjálf að ég sinni börnunum mín- um mjög vel,“ segir Manuela og heldur áfram: „Þetta er svo lang- þreytt vandamál með konur að vera í stöðugri baráttu að þurfa að sanna að við séum að standa okkur þótt við séum alveg að brillera í þessu lífi. Það er enn- þá þetta „vibe“ í þjóðfélaginu að konur geti ekki gert allt sem þær vilja ef þær eru mömmur. Okkur eru ósjálfrátt settar hömlur á því og mér finnst það glatað því ég er frábær fyrirmynd fyrir börn- in mín með því að sýna þeim að maður geti látið drauma sína ræt- ast. Ég átti þetta samtal einmitt við ömmu í vikunni, en hún er mín besta vinkona og þekkir mig betur en allir. Það stingur mig að bara vegna þess að ég vinn mik- ið og hef gríðarlegan metnað, ég vil áorka miklu í lífinu og langar að framkvæma hugmyndirnar mínar, en þá finnst mér ósjálfrátt eitthvert samasemmerki milli þess að ganga vel og vera upp- tekin, eins og maður eigi alltaf að vera alveg á fullu. Staðreyndin er bara sú að við konur þurfum alltaf að sanna okkur miklu meira og þessari hugsun þarf að breyta. Sömuleiðis því hvar fjölmiðl- ar setja sínar áherslur, í gegn- um allt sem ég geri vil ég leggja áherslu á samstöðu kvenna og vissulega hefur orðið vakning í þeim efnum, margar flottar kon- ur eru sammála mér þar en samt er þessi undirtónn alltaf til staðar. Ég held að það sé alveg kominn tími á að allir fái að gera sitt í sátt.“ Hef séð fólk ganga út þremur kílóum léttara Hugmyndina að heilsulindinni fékk Manuela þegar hún var bú- sett í Los Angeles en hún er að eigin sögn mikill aðdáandi hvers kyns úrlausna þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan. „Svona lagað hefur aldrei ver- ið gert hér á landi og við leggjum mikla áherslu á að skapa rétt and- rúmsloft. Það skiptir miklu máli að heildarupplifunin sé skemmti- leg og öðruvísi.“ Þegar talið berst að þeim með- ferðum sem í boði eru nefnir Manuela fyrst svokallaða Redlight meðferð sem hún segir vera allra meina bót. „Hún hefur hjálpað svo mikið, ég sé það bara á mínum nánustu. Ég er sjálf með svona græju heima og trúi því staðfastlega að þessar tíu mínútur á dag sem ég fæ með þessum geislum bæti mína líð- an. Eins erum við með geggjaða Sweat meðferð þar sem þú svitn- ar í hitateppi en hitinn getur far- ið upp í 85 gráður. Þetta er frá- bær leið til að afeitra líkamann og slökun um leið því þarna ertu með Netflix og heyrnartól og slakar á meðan teppið sér um að hreinsa líkamann, svo er þetta svo gott fyrir húðina og bætir sömuleið- is svefninn til muna. Ég hef séð fólk ganga út allt að þremur kíló- um léttara en vökvasöfnun er oft svo mikil og þetta losar vel um hana. Ég var sannfærð frá fyrstu stundu um að vilja hafa Sweat meðferðina hjá okkur því ég hef stundað hana í fjögur ár frá því ég bjó í LA en síðan erum við með kuldameðferð sem er staðbund- in fyrir líkamann og andlitsgrímu sem frystir andlitið niður í mín- us 50 gráður, en það er einmitt ástæða þess að meðferðin stend- ur aðeins yfir í tvær mínútur. Þetta er mjög árangursrík leið til þess að draga úr bólgum í andliti og kem- ur blóðflæðinu vel af stað, líkam- inn sjokkerast svo mikið og reyn- ist sérstaklega árangursríkt fyrir fólk sem er að kjást við hausverk og streitu í öxlum. Sogæðanuddið er svo eitthvað sem allir íþrótta- menn ættu að þekkja, enda er það notað um allan heim og gott eftir mikla áreynslu. Það kem- ur bæði jafnvægi á blóðflæði og losar um bjúg. Lúmskasta með- ferðin er hins vegar hljóðbylgju- dýnan, þar getur maður valið um þrjár stillingar og ég viðurkenni að persónulega hafði ég ekki trú á þessu fyrr en ég prófaði sjálf. Fyr- ir manneskju sem sefur ekki þá lagðist ég niður og steinsofnaði um leið, mér leið eins og ég hefði sofið í marga klukkutíma sem var alveg magnað.“ Og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa því á þessari tæpu viku síðan fyrirtækið var opnað hefur verið fullt út úr dyrum í Faxafeni þar sem heilsulindin er staðsett. „Já, þetta hefur gengið svaka- lega vel og við vinnum rosalega vel saman. Ég hef aldrei farið út í neitt þessu líkt áður og þetta hefur verið mikill lærdómur fyrir mig á margan hátt. Ég er stolt af því sem við náðum að gera þótt vissulega hafi komið tímabil þar sem mér féllust algjörlega hendur en svo peppast maður aftur upp. Þetta hefur kennt mér að ef maður ætl- ar sér eitthvað og leggur hart að sér getur maður hvað sem er.“ n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.