Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 8. nóvember DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hvað er besta ráð sem þér hefur verið gefið? U m fátt var meira talað í vikunni en stofnun nýs flugfélags sem hlot- ið hefur nafnið Play. Margt af fólkinu á bak við Play kemur úr rústum WOW air, til dæmis María Margrét Jóhanns- dóttir. Hún var verkefnastjóri á sam- skiptasviði WOW en er nú sam- skiptastjóri Play. Mar- ía er syst- ir Helga Jó- hannssonar, sérfræðings í svæfingalækn- ingum, sem starfar í Lundún- um. Helgi hefur getið sér gott orð inn- an lækna- heimsins og var til að mynda á lista dag- blaðsins Evening Standard í fyrra yfir áhrifamestu einstaklingana í London árið 2018. Maðurinn og boltinn V ið Íslendingar erum vanir því að sum mál blási upp, nái hámarki á degi tvö og séu svo gleymd og grafin á degi fjögur. Viðbrögð við sigri leik- arans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu í héraðsdómi er ágætis dæmi um það. Upphófust miklar ritdeilur um dóminn, uppsögnina, #metoo hreyfinguna, rétt þolenda til að njóta nafnleyndar, sem og persónuárásir á milli tveggja, þjóðþekktra kvenna. Önnur er komin af Rauðsokkum og kvenskörungum, hefur verið ein ástsælasta leikkona landsins síðan hún byrjaði að leika sem barn og skefur ekki af skoðunum sínum. Hin er aktívisti, baráttukona þolenda ofbeldis, skelegg og óhrædd. Báðar höfðu þær mikið til síns máls í sínum skrifum, að mér fannst. Ég var sammála mörgu sem þær sögðu en ekki öllu. Orrahríðin geisaði þeirra á milli í löngum, vel skrifuðum pistlum sem margir höfðu sterkar skoðan- ir á. Og eins og alltaf þegar einhver viðrar skoðanir sínar opinberlega þá breyttist umræðan innan ein- hverra kreðsa í að fara í manninn, ekki boltann. Það eina sem vant- aði í alla þessa umræðu var ein- hvers konar lausn. Ég hef velt máli Atla Rafns mikið fyrir mér. Ef ég set mig í spor yfirmanns á stórum vinnustað þá skil ég ákvörðunina að segja honum upp. Sem yfirmaður viltu að vinnustaðurinn sé öruggur. Ef upp koma deilur þá reynirðu að leysa þær á sem farsælastan hátt. Ef ekki tekst að leysa þær þá þarf að gera breytingar, þá jafnvel sem þýða að einhver missir vinnuna. Þetta getur hins vegar verið langt ferli og því finnst mér skjóta skökku við að fólki sé sagt upp fyrirvaralaust án þess að einhverjar útskýringar séu á því gefnar, eða reynt á einhvern hátt að leysa málin. Nú er þetta mál sérstaklega viðkvæmt því upprekstrarsökin er meint kynferðisleg áreitni. Það var hins vegar ekki mergur dómsmálsins sem fram fór. Mergur þess var að ákvarða hvort uppsögnin var réttmæt og dæmt að svo væri ekki. Þó að ekki hafi verið lagt á það dóm hvort Atli Rafn hafi áreitt konur kynferðislega innan leikhússins þá hefur réttindum þolenda til nafnleysis verið velt upp. Atli Rafn fékk ekki að vita eðli ásakananna né hverjar konurnar væru sem hefðu kvartað undan honum í trúnaði. Unnið hefur verið að því statt og stöðugt síðustu ár að þolendur kynferðisbrota stígi fram. Hins vegar hafa þeir ekki mætt skilningi innan dómskerfisins og oft ekki trúað. Því er skiljanlegt að þolendur stígi fram undir nafnleynd af hræðslu við að orð þeirra séu dregin í efa. Innan lagarammans er hins vegar hæpið að byggja dómsmál, þar sem líklegt er að brotamaður verði sakfelldur, á nafnlausum frásögnum. Þetta er eins konar sársaukafull mótsögn. Hver er þá lausnin? Á að segja fólki upp eða draga það fyrir dóm en á sama tíma vernda nafnleynd meintra þolenda? Hvenær er rétt að segja fólki upp vegna kvartana um kynferðislega áreitni, eða önnur meint brot? Þurfa kvartanirnar að vera visst margar, lýsingarnar ákveðið hrottalegar? Og hver ákveður það svo? Eitt er víst, að mál Atla Rafns vekur fleiri spurningar en svör. Þetta er erfitt mál sem sprettur upp úr #metoo byltingunni og eftir það sitjum við sem þjóðfélag án lausnar. Eins og málið horfir við mér núna virðist hafa verið brotið á réttindum allra hlutaðeigandi, en aðeins einn fengið bætur. Það er ekki rétt. Vonandi verða þessi orðahríð og skoðanaskipti til þess að við, sem samfélag, finnum lausn. Leyfum málinu að blása út, ná hámarki en höldum því lifandi. Og höldum árásum á manninn í lágmarki. Beinum spjótum okkar að boltanum. n Næst í röðinni Óléttri konu af erlendum uppruna er enn eitt skipt- ið vísað úr landi og almenn- ingur bregst við í takt við fyrri dag: Hvar er mannúðin? Hvar liggja mörk á milli sið- ferði lögreglunnar og tilskip- ana af færibandi? Í tilkynn- ingu frá Útlendingastofnun segir að fordæmi séu fyrir því að fresta brottvísun ef hún stefnir öryggi viðkomandi í hættu. Í þessu tilviki hafi ekk- ert komið fram um að flutn- ingur úr landi stefndi öryggi í hættu. Þetta stangast að vísu á við ráð Mæðraverndar, sem mælir gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu fari í flug. Hagsmunir barnanna eru sjaldan settir í forgang í þessum tilfellum. Mannúð- inni er sárlega ábótavant, sem er ef til vill nauðsyn þegar fólk í valdastöðum er einfaldlega að sinna sinni vinnu. Þar með dregst enn einn samanburð- urinn við umdeilda stétt fólks í mannkynssögunni sem var eingöngu að hlýða skipun- um. Það er ömurlegt að vera næstur í röðinni. Samskipti og svæfingar Lítt þekkt ættartengsl Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Play Air stefnir hátt Arn ar Már Magnús son, forstjóri nýja flugfélagsins Play, lék á als oddi á blaðamannafundi í vikunni. „Að gefast aldrei upp.“ Sigurður Ágúst Hreggviðsson „Að sleppa tökunum í aðstæðum sem þú hefur ekki stjórn á. Þá finnur maður ákveðið frelsi.“ Helena Braga „Mjög einfalt svar: „Ef fíflun- um er farið að fjölga í kringum þig þarftu líklega að skoða eitthvað hjá sjálfum þér.“ Eydís Hlíðar „Elskaðu sjálfa þig eða lærðu að elska sjálfa þig.“ Sigríður Sigurðardóttir „Að sleppa takinu og treysta því að allt fari vel.“ Ása Sóley
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.